Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. október 2025 12:44 Þrátt fyrir mikið framboð af nýjum eignum seljast þær ekki. Jónas Atli Gunnarsson telur að verktakar vilji frekar bíða með sölu en lækka verð. Þeir virðist því hafa nóg milli handanna, því það sé líka dýrt að bíða. Vísir Það hefur sjaldan verið eins erfitt að komast inn á fasteignamarkaðinn að mati HMS. Á sama tíma er ekki búið varanlega í allt að sextán þúsund íbúðum. Hagfræðingur telur að verktakar kjósi frekar að bíða með sölu en lækka verð. Það bendi til þess að byggingageirinn hafi nóg milli handanna. Það getur tekið einstaklinga á leigumarkaði ellefu ár að safna fyrir útborgun í litla íbúð á höfuðborgarsvæðinu og átján ár fyrir einstæða foreldra. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Mögulega jafn slæmt og eftir hrunið Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS segir ástandið sjaldan hafa verið eins slæmt. „Þetta gæti mögulega hafa verið svona stuttu eftir fjármálahrunið. Þetta er hins vegar verri staða en fyrir tíu árum síðan,“ segir Jónas. Á þessu séu ýmsar skýringar. „Fólk hefur lítið á milli handanna að teknu tilliti til neyslu. Þá hefur íbúðaverð hækkað mikið á sama tíma og verðbólga er mikil og því erfiðara að safna fyrir íbúð en áður,“ segir hann. Nýjar íbúðir lækki ekki þrátt fyrir mikið framboð Í skýrslu HMS kemur fram að mikil fjölgun hafi verið á framboði nýrra íbúða, þær seljist hins vegar ekki þrátt fyrir að stór hópur fólks bíði eftir að komast inn á markaðinn. Nú séu allt að 16.400 nýjar og eldri íbúðir vanýttar á landinu. „Við hjá HMS höfum reynt að greina hvað veldur því að nýjar íbúðir eru ekki að seljast og höfum komist að því að þær eru dýrar. Á sama tíma er kaupageta heimila minni en áður vegna þröngra lánþegaskilyrða og hárra vaxta,“ segir hann. Á lögmál framboðs og eftirspurnar við? Aðspurður um hvort lögmál framboðs og eftirspurnar eigi ekki við fasteignamarkaðinn eins og aðra markaði svarar Jónas: „ Jú, ég held það. En við höfum ekki séð miklar lækkanir á verði þessara nýju íbúða þrátt fyrir mikið framboð. Þær myndu væntanlega seljast ef þær myndu lækka eitthvað. Mögulega eru verktakar á bíða eftir því að aðstæður breytist á húsnæðismarkaði.“ Á síðustu árum hafa stýrivextir Seðlabankans verið háir hér á landi. Þeir standa nú í 7,5 prósentum. Það er því dýrt að fjármagna uppbyggingu fasteigna. Jónas bendir á að byggingaverktakar með dýr fasteignalán geti lent í því að tapa fjármunum ef þeir bíða of lengi með að selja íbúðir. „Það liggur alla vega fyrir að það er mjög dýrt að bíða með óselda íbúð, sérstaklega ef verktakinn er með dýr lán sem hvíla á eigninni. Það að bíða með sölu slíkra eigna getur því mögulega haft tap í för með sér.Þá hlýtur maður að draga þá ályktun að þeir hafi nóg milli handanna,“ segir Jónas að lokum. Fasteignamarkaður Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Byggingariðnaður Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Það getur tekið einstaklinga á leigumarkaði ellefu ár að safna fyrir útborgun í litla íbúð á höfuðborgarsvæðinu og átján ár fyrir einstæða foreldra. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Mögulega jafn slæmt og eftir hrunið Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá HMS segir ástandið sjaldan hafa verið eins slæmt. „Þetta gæti mögulega hafa verið svona stuttu eftir fjármálahrunið. Þetta er hins vegar verri staða en fyrir tíu árum síðan,“ segir Jónas. Á þessu séu ýmsar skýringar. „Fólk hefur lítið á milli handanna að teknu tilliti til neyslu. Þá hefur íbúðaverð hækkað mikið á sama tíma og verðbólga er mikil og því erfiðara að safna fyrir íbúð en áður,“ segir hann. Nýjar íbúðir lækki ekki þrátt fyrir mikið framboð Í skýrslu HMS kemur fram að mikil fjölgun hafi verið á framboði nýrra íbúða, þær seljist hins vegar ekki þrátt fyrir að stór hópur fólks bíði eftir að komast inn á markaðinn. Nú séu allt að 16.400 nýjar og eldri íbúðir vanýttar á landinu. „Við hjá HMS höfum reynt að greina hvað veldur því að nýjar íbúðir eru ekki að seljast og höfum komist að því að þær eru dýrar. Á sama tíma er kaupageta heimila minni en áður vegna þröngra lánþegaskilyrða og hárra vaxta,“ segir hann. Á lögmál framboðs og eftirspurnar við? Aðspurður um hvort lögmál framboðs og eftirspurnar eigi ekki við fasteignamarkaðinn eins og aðra markaði svarar Jónas: „ Jú, ég held það. En við höfum ekki séð miklar lækkanir á verði þessara nýju íbúða þrátt fyrir mikið framboð. Þær myndu væntanlega seljast ef þær myndu lækka eitthvað. Mögulega eru verktakar á bíða eftir því að aðstæður breytist á húsnæðismarkaði.“ Á síðustu árum hafa stýrivextir Seðlabankans verið háir hér á landi. Þeir standa nú í 7,5 prósentum. Það er því dýrt að fjármagna uppbyggingu fasteigna. Jónas bendir á að byggingaverktakar með dýr fasteignalán geti lent í því að tapa fjármunum ef þeir bíða of lengi með að selja íbúðir. „Það liggur alla vega fyrir að það er mjög dýrt að bíða með óselda íbúð, sérstaklega ef verktakinn er með dýr lán sem hvíla á eigninni. Það að bíða með sölu slíkra eigna getur því mögulega haft tap í för með sér.Þá hlýtur maður að draga þá ályktun að þeir hafi nóg milli handanna,“ segir Jónas að lokum.
Fasteignamarkaður Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Byggingariðnaður Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira