Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2025 14:33 Viktor Gísli Hallgrímsson nýtur lífsins hjá spænska stórveldinu Barcelona. Getty/Javier Borrego Viktor Gísli Hallgrímsson nýtur lífsins í Barcelona og að deila þar markmannsstöðunni með danska landsliðsmarkverðinum Emil Nielsen. Í kvöld snýr hann aftur á sinn fyrrum heimavöll í Póllandi. Barcelona sækir Wisla Plock heim í Meistaradeild Evrópu í dag og er Viktor Gísli í stóru viðtali á vef EHF af því tilefni. Hann lék með Wisla á síðustu leiktíð, eftir að hafa áður verið hjá Nantes í Frakklandi, GOG í Danmörku og Fram á Íslandi. „Það var nú ekki planið hjá mér að spila með svona mörgum liðum á níu árum en þegar maður er frá Íslandi þá þarf maður að flytja til að bæta sig og finna rétta félagið erlendis,“ sagði þessi 25 ára landsliðsmarkvörður Íslands. Viktor Gísli hlakkar til að spila aftur í höllinni sem hann spilaði í síðasta vetur, á mjög góðum tíma sínum í Plock. „Félagið hjálpaði mér mjög mikið eftir erfiðan tíma í Nantes. Ég er mjög ánægður með að hafa fengið þetta tækifæri þar. Og upp úr stóð að hafa unnið pólska meistaratitilinn sem var algjörlega frábært og einnig mjög mikilvægt fyrir félagið,“ sagði Viktor sem er enn í góðum tengslum við fyrrverandi liðsfélaga og stuðningsmenn. Viktor Gísli Hallgrímsson var vinsæll í Póllandi þegar hann lék með Wisla Plock.Getty/Andrzej Iwanczuk „Það er gott að sjá höllina aftur, liðið og stuðningsmennina. Þetta er mjög spennandi fyrir mig. Sumir af Wisla stuðningsmönnunum hafa verið að senda mér skilaboð um að þeir hlakki til að sjá mig aftur. Það er mjög ánægjulegt,“ sagði Viktor Gísli. Ver miklum tíma og talar dönsku við Emil Á meðan Viktor fór frá Wisla Plock til Barcelona þá fór franski leikstjórnandinn Melvyn Richardson í hina áttina og er einn markahæsti maður Meistaradeildarinnar með 42 mörk. Hann er því einn þeirra sem að Viktor og Emil Nielsen þurfa að hafa góðar gætur á í kvöld. Viktor kveðst meðvitaður um það að Nielsen, sem talinn er besti markmaður heims, muni væntanlega fá að spila meira í stærstu leikjum tímabilsins. „Ég kann mjög vel við Emil, sem leikmann og enn frekar sem manneskju. Hann er svo góður náungi. Við tölum saman á dönsku og verjum miklum tíma saman. Auðvitað get ég lært mikið af honum og einnig af markmannsþjálfaranum okkar, Tomas Svensson. Við myndum frábært teymi. Í augnablikinu skiptum við Emil tímanum í markinu mikið á milli okkar en ég veit að í mikilvægari leikjunum er Emil númer eitt,“ sagði Viktor. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Handbolti Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Sjá meira
Barcelona sækir Wisla Plock heim í Meistaradeild Evrópu í dag og er Viktor Gísli í stóru viðtali á vef EHF af því tilefni. Hann lék með Wisla á síðustu leiktíð, eftir að hafa áður verið hjá Nantes í Frakklandi, GOG í Danmörku og Fram á Íslandi. „Það var nú ekki planið hjá mér að spila með svona mörgum liðum á níu árum en þegar maður er frá Íslandi þá þarf maður að flytja til að bæta sig og finna rétta félagið erlendis,“ sagði þessi 25 ára landsliðsmarkvörður Íslands. Viktor Gísli hlakkar til að spila aftur í höllinni sem hann spilaði í síðasta vetur, á mjög góðum tíma sínum í Plock. „Félagið hjálpaði mér mjög mikið eftir erfiðan tíma í Nantes. Ég er mjög ánægður með að hafa fengið þetta tækifæri þar. Og upp úr stóð að hafa unnið pólska meistaratitilinn sem var algjörlega frábært og einnig mjög mikilvægt fyrir félagið,“ sagði Viktor sem er enn í góðum tengslum við fyrrverandi liðsfélaga og stuðningsmenn. Viktor Gísli Hallgrímsson var vinsæll í Póllandi þegar hann lék með Wisla Plock.Getty/Andrzej Iwanczuk „Það er gott að sjá höllina aftur, liðið og stuðningsmennina. Þetta er mjög spennandi fyrir mig. Sumir af Wisla stuðningsmönnunum hafa verið að senda mér skilaboð um að þeir hlakki til að sjá mig aftur. Það er mjög ánægjulegt,“ sagði Viktor Gísli. Ver miklum tíma og talar dönsku við Emil Á meðan Viktor fór frá Wisla Plock til Barcelona þá fór franski leikstjórnandinn Melvyn Richardson í hina áttina og er einn markahæsti maður Meistaradeildarinnar með 42 mörk. Hann er því einn þeirra sem að Viktor og Emil Nielsen þurfa að hafa góðar gætur á í kvöld. Viktor kveðst meðvitaður um það að Nielsen, sem talinn er besti markmaður heims, muni væntanlega fá að spila meira í stærstu leikjum tímabilsins. „Ég kann mjög vel við Emil, sem leikmann og enn frekar sem manneskju. Hann er svo góður náungi. Við tölum saman á dönsku og verjum miklum tíma saman. Auðvitað get ég lært mikið af honum og einnig af markmannsþjálfaranum okkar, Tomas Svensson. Við myndum frábært teymi. Í augnablikinu skiptum við Emil tímanum í markinu mikið á milli okkar en ég veit að í mikilvægari leikjunum er Emil númer eitt,“ sagði Viktor.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Handbolti Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Sjá meira