Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2025 09:05 Changpeng Zhao, stofnandi rafmyntarisans Binance. Á hans vakt lyfti fyrirtæki ekki fingri til þess að stöðva grunsamlega fjármagnsflutninga sem tengdust þekktum hryðjuverkasamtökum og glæpamönnum. AP/Ellen M. Banner/The Seattle Times Donald Trump Bandaríkjaforseti náðaði stofnanda rafmyntafyrirtækisins Binance sem hefur stutt fjárplógsstarfsemi fjölskyldu forsetans í rafmyntum í gær. Sá hlaut fangelsisdóm fyrir peningaþvætti sem gerði glæpa- og hryðjuverkamönnum kleift að flytja fjármuni. Hvíta húsið tilkynnti í gær að Trump hefði náðað Changpeng Zhao, stofnanda rafmyntafyrirtækisins Binance. Zhao afplánaði fjóra mánuði í fangelsi eftir að hann gerði sátt við bandarísk yfirvöld um að hann játaði sig sekan af ákærum um að hafa ekki komið í veg fyrir að Binance væri notað til þess að þvætta fé. Hann varð fyrsti maðurinn til að sitja í fangelsi fyrir slík brot. Bandarísk yfirvöld sökuðu Binance meðal annars um að tilkynna ekki fleiri en 100.000 grunsamlegar færslur frá skilgreindum hryðjuverkasamtökum eins og Hamas, al-Qaeda og Ríki íslams. Þá væri Binance vettvangur viðskipta með barnaníðsefni og tæki við ágóða tölvuþrjóta sem hneppa gögn fólks og fyrirtækja í gíslingu. Hjálpuðu Trump-fjölskyldunni með rafmyntaævintýri sitt Trump-fjölskyldan hefur hagnast ótæpilega á eigin rafmynt sem hún hleypti af stokkunum aðeins þremur dögum áður en höfuð fjölskyldunnar tók aftur við embætti forseta í janúar. Bæði Zhao og Binance studdu rafmyntaævintýri forsetafjölskyldunnar með ráðum og dáð. Trump-rafmyntin öðlaðist meðal annars trúverðugleika í upphafi þegar fjárfestingasjóður í Sameinuðu arabísku furstadæmunum notaði um tveggja milljarða dollara virði af henni til þess að kaupa hlut í Binance, að sögn AP-fréttastofunnar. Stjórnsýslufræðingar hafa ítrekað varað við hættunni á meiriháttar hagsmunaárekstrum sem séu fólgnir í rafmyntabraski Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eða fjársterkir aðilar geti keypt sér áhrif hjá honum með því að fjárfesta í rafmynt hans sem hefur þegar malað honum gull. COLLINS: Today you pardoned the founded of Binance. Can you explain why you did that? TRUMP: Which one was that? COLLINS: The founder of Binance TRUMP: I believe we're talking about the same person, because I do pardon a lot of people. I don't know. He was recommended by a lot of people.[image or embed]— Aaron Rupar (@atrupar.com) October 23, 2025 at 8:19 PM Trump sjálfur þóttist lítið þekkja til Zhao eða Binance þegar fréttamenn spurðu hann út í náðunina í gær. Margt gott fólk hefði gefið Zhaho meðmæli. „Fullt af fólki sagði að hann væri ekki sekur um neitt. Hann var fjóra mánuði í fangelsi og þau segja að hann hafi ekki verið sekur um neitt,“ sagði forsetinn. Talsmaður Hvíta hússins hélt því aftur á móti fram að Zhao hefði verið fórnarlamb ofsókna fyrri ríkisstjórnar Joes Biden líkt og rafmyntaiðnaðurinn í heild. Donald Trump Bandaríkin Rafmyntir og sýndareignir Erlend sakamál Tengdar fréttir Sækjast eftir fangelsisdómi yfir rafmyntakóngi Bandarískir saksóknarar krefjast tveggja og hálfs árs fangelsisdóms yfir stofnanda stærstu rafmyntakauphallar heims. Hann játaði sig sekan um peningaþvætti. 24. apríl 2024 15:51 Stærsta rafmyntakauphöll heims sögð hafa óhreint mjöl í pokahorninu Bandarísk eftirlitsstofnun sakar Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, og stofnanda hennar um misferli með fjármuni fjárfesta, að starfa án tilskilinna leyfa og brot á aragrúa reglna um verðbréf. Brotunum svipar til þeirra sem komu ljós í rekstri keppinautarins FTX sem varð gjaldþrota í haust. 6. júní 2023 08:58 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Hvíta húsið tilkynnti í gær að Trump hefði náðað Changpeng Zhao, stofnanda rafmyntafyrirtækisins Binance. Zhao afplánaði fjóra mánuði í fangelsi eftir að hann gerði sátt við bandarísk yfirvöld um að hann játaði sig sekan af ákærum um að hafa ekki komið í veg fyrir að Binance væri notað til þess að þvætta fé. Hann varð fyrsti maðurinn til að sitja í fangelsi fyrir slík brot. Bandarísk yfirvöld sökuðu Binance meðal annars um að tilkynna ekki fleiri en 100.000 grunsamlegar færslur frá skilgreindum hryðjuverkasamtökum eins og Hamas, al-Qaeda og Ríki íslams. Þá væri Binance vettvangur viðskipta með barnaníðsefni og tæki við ágóða tölvuþrjóta sem hneppa gögn fólks og fyrirtækja í gíslingu. Hjálpuðu Trump-fjölskyldunni með rafmyntaævintýri sitt Trump-fjölskyldan hefur hagnast ótæpilega á eigin rafmynt sem hún hleypti af stokkunum aðeins þremur dögum áður en höfuð fjölskyldunnar tók aftur við embætti forseta í janúar. Bæði Zhao og Binance studdu rafmyntaævintýri forsetafjölskyldunnar með ráðum og dáð. Trump-rafmyntin öðlaðist meðal annars trúverðugleika í upphafi þegar fjárfestingasjóður í Sameinuðu arabísku furstadæmunum notaði um tveggja milljarða dollara virði af henni til þess að kaupa hlut í Binance, að sögn AP-fréttastofunnar. Stjórnsýslufræðingar hafa ítrekað varað við hættunni á meiriháttar hagsmunaárekstrum sem séu fólgnir í rafmyntabraski Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eða fjársterkir aðilar geti keypt sér áhrif hjá honum með því að fjárfesta í rafmynt hans sem hefur þegar malað honum gull. COLLINS: Today you pardoned the founded of Binance. Can you explain why you did that? TRUMP: Which one was that? COLLINS: The founder of Binance TRUMP: I believe we're talking about the same person, because I do pardon a lot of people. I don't know. He was recommended by a lot of people.[image or embed]— Aaron Rupar (@atrupar.com) October 23, 2025 at 8:19 PM Trump sjálfur þóttist lítið þekkja til Zhao eða Binance þegar fréttamenn spurðu hann út í náðunina í gær. Margt gott fólk hefði gefið Zhaho meðmæli. „Fullt af fólki sagði að hann væri ekki sekur um neitt. Hann var fjóra mánuði í fangelsi og þau segja að hann hafi ekki verið sekur um neitt,“ sagði forsetinn. Talsmaður Hvíta hússins hélt því aftur á móti fram að Zhao hefði verið fórnarlamb ofsókna fyrri ríkisstjórnar Joes Biden líkt og rafmyntaiðnaðurinn í heild.
Donald Trump Bandaríkin Rafmyntir og sýndareignir Erlend sakamál Tengdar fréttir Sækjast eftir fangelsisdómi yfir rafmyntakóngi Bandarískir saksóknarar krefjast tveggja og hálfs árs fangelsisdóms yfir stofnanda stærstu rafmyntakauphallar heims. Hann játaði sig sekan um peningaþvætti. 24. apríl 2024 15:51 Stærsta rafmyntakauphöll heims sögð hafa óhreint mjöl í pokahorninu Bandarísk eftirlitsstofnun sakar Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, og stofnanda hennar um misferli með fjármuni fjárfesta, að starfa án tilskilinna leyfa og brot á aragrúa reglna um verðbréf. Brotunum svipar til þeirra sem komu ljós í rekstri keppinautarins FTX sem varð gjaldþrota í haust. 6. júní 2023 08:58 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Sækjast eftir fangelsisdómi yfir rafmyntakóngi Bandarískir saksóknarar krefjast tveggja og hálfs árs fangelsisdóms yfir stofnanda stærstu rafmyntakauphallar heims. Hann játaði sig sekan um peningaþvætti. 24. apríl 2024 15:51
Stærsta rafmyntakauphöll heims sögð hafa óhreint mjöl í pokahorninu Bandarísk eftirlitsstofnun sakar Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, og stofnanda hennar um misferli með fjármuni fjárfesta, að starfa án tilskilinna leyfa og brot á aragrúa reglna um verðbréf. Brotunum svipar til þeirra sem komu ljós í rekstri keppinautarins FTX sem varð gjaldþrota í haust. 6. júní 2023 08:58