Fótbolti

Byrjunar­lið Ís­lands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert ó­vænt

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Hlín Eiríksdóttir kemur inn í byrjunarliðið en verður hún frammi eða úti á kanti?
Hlín Eiríksdóttir kemur inn í byrjunarliðið en verður hún frammi eða úti á kanti? vísir

Ísland mætir Norður-Írlandi ytra í fyrri umspilsleik liðanna upp á sæti í A-deild Þjóðadeildanna og landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson hefur gefið út byrjunarliðið fyrir leik kvöldsins.

Langt er liðið síðan landsliðið spilaði síðast en það var gegn Noregi á EM í sumar. Frá þeim leik gerir Þorsteinn eina breytingu, þar sem Hlín Eiríksdóttir kemur inn á kantinn fyrir Kötlu Tryggvadóttur, en engar aðrar eða óvæntar breytingar eru gerðar.

Nýliðarnir í hópnum; Thelma Karen Pálmadóttir, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og María Catharina Ólafsdóttir Gros eru allar á bekknum.

Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir er á sínum stað í vörninni og stöllurnar Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir einnig í sínum stöðum.

Þorsteinn hefur vanið liðið á 4-2-3-1 leikkerfi, með Karólínu fremsta á miðjunni, en spennandi verður að sjá hver stillir sér upp sem framherji og hverjar verða á kantinum, þær stöður hafa verið svolítið fljótandi.

Markmaður

  • Cecilía Rán Rúnarsdóttir

Varnarmenn

  • Guðrún Arnardóttir
  • Glódís Perla Viggósdóttir
  • Ingibjörg Sigurðardóttir
  • Sædís Rún Heiðarsdóttir

Miðjumenn

  • Hildur Antonsdóttir
  • Alexandra Jóhannsdóttir
  • Karólína Lea Vilhjálmsdóttir

Framherjar

  • Hlín Eiríksdóttir
  • Sveindís Jane Jónsdóttir
  • Sandra María Jessen

Leikur Norður-Írlands og Íslands hefst klukkan 18 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×