Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison og Pétur Ármannsson skrifa 24. október 2025 20:30 Það er staðreynd að á Íslandi og útfrá landinu starfar danslistafólk sem er viðurkennt meðal þeirra fremstu í heiminum. Það birtist m.a. í því að við eigum listrænna stjórnendur sumra af stærstu dansflokkum heimsins, í fjölda alþjóðlegra sýningarferðlaga danslistafólks okkar og verðlauna og viðurkenninga bæði hér heima sem og erlendis. Það er líka staðreynd að íslenskum yfirvöldum, bæði hjá ríki og sveitastjórn, hefur ekki tekist að tryggja sambærilega fjárfestingu og innviðauppbyggingu til jafns við aðrar listgreinar. Þessi vanræksla hefur ýtt danslistinni út á jaðarinn og dregið úr sýnileika, samkeppnishæfni og virðingu hennar. Til að gefa dæmi um þá gífurlegu mismunun sem á sér stað milli listgreina á Íslandi þá hlýtur danslist skv. fjárlögum ríkisins og fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2025 samanlagt 337,7 milljónir króna frá ríki og borg og er lægst þeirra listgreina sem hlýtur opinberan stuðning. Næst lægst er myndlist með 1.8 milljarð, leiklist með 3.4 milljarða og tónlist trónir á toppinum með 7.9 milljarða. Séu tölurnar skoðaðar nánar þá kemur í ljós að heildarútgjöld Reykjavíkurborgar til danslistar eru 28.5 milljónir. 28.5 milljónir. Leiklist fær hinsvegar 1.6 milljarða og tónlist 3.5 milljarða. En hvað þýðir þessi vanfjármögnun fyrir fagstétt danslistafólks? Það þýðir t.d. að innan ríkistofnunarinnar Íslenska Dansflokksins eru einungis 9 fastráðnir dansarar, hinsvegar eru um 70 leikarar í vinnu bara við Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið og 88 fástráðnir hljóðfæraleikarar við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Sömuleiðis er aðeins einn af þremur stjórnendum lykilstofnana danslista á Íslandi í fullu starfi, en það er listdansstjóri ÍD á meðan stjórnendur Dansverkstæðisins og Reykjavík Dance Festival eru í um 67% hlutastarfi og 40% hlutastarfi. Það er starfsumhverfið sem menningarstefna ríkis og borgar elur af sér, þrátt fyrir að á Íslandi sé boðið upp á háskólanám í danslist, til jafns við t.a.m. leiklist og tónlist. Það þýðir líka að á Íslandi er ekki til neitt sérútbúið sýningarrými fyrir danslistir. Samastaður danslistarinnar þar sem listafólk og almenningur getur starfað og notið listgreinarinnar, þróað hana áfram og aukið sýnileika og þekkingu meðal listafólks og landsmanna. Menningarstefnan er hinsvegar sú að ríkisstofnunin Íslenski Dansflokkurinn þarf að greiða samkeppnisaðila sínum Leikfélagi Reykjavíkur leigu fyrir afnot af Borgarleikhúsinu og er undir Leikfélag Reykjavíkur komið m.a. þegar kemur að skipulagi á sýningardögum og öðru skipulagi vinnustaðar síns. Þess má geta að ríki og borg styðja að næstum allar aðrar listgreinar sem njóta opinbers stuðnings í landinu með sérútbúnu rými og starfsemi, þar sem almenningur getur ræktað samband sitt við þar til gerða listgrein, nema þá etv. óperu- og sirkúslist. En er þetta ekki bara því dans á Íslandi er svo langt á eftir hinu listgreinununum? Nei svo virðist ekki vera ef við skoðum alþjóðlegan og innlendan árangur greinarinnar - sjá t.a.m. dansverkið Hringir Orfeusar og annað slúður sem hlaut Grímuna 2025 sem sýning ársins 2025. En er þetta ekki svo ung listgrein? Nei danslist á Íslandi þróaðist meðfram leiklistarlífi í Iðnó í upphafi 19. aldar og var m.a. dansverk á sviði þegar Þjóðleikhúsið opnaði fyrst. Hver getur þá ástæðan verið fyrir menningarstefnu ríki og borgar? Hvað er það sem einkennir danslist og aðgreinir hana frá öðrum listgreinum á Íslandi? Jú saga danslistar á Íslandi er nefnilega aðallega baráttusaga kvenna og seinna meira hinsegin fólks. Í bókinni Listdans á Íslandi (2024) tekur Ingibjörg Björnsdóttr saman sögu frumkvöðlakvenna sem fluttu til landsins og ræktuðu heila listgrein og menninguna sem henni fylgdi. List og iðkun sem kirkjan hafði lagt bann við, svo að þjóðdansahefð okkar þurrkaðist næstum út. Þessar konur sóttu dansnám til útlanda, komu heim og stofnuðu skóla og héldu sýningar um allt land, stofnuðu fagfélag til að verjast skattlagningu ríkisins á dansskemmtunum sem leiklist og tónlist sluppu við, til að verjast því að þurfa að starfa launalaust eða við lakari kjör en t.a.m. leikarar í sýningum við Þjóðleikhúsið. Þær kröfðust þess að stofnaður yrði þjóðardansflokkur með fremstu dönsurum landsins og að hann yrði metinn til jafns við aðrar ríkisstofnanir á borð við Þjóðleikhúsið og Sinfóníuna. Sjálfstætt danslistafólk stofnaði svo sína eigin danshátíð þegar það sá að enginn vettvangur var til á Íslandi til að sýna verk þeirra og í framhaldi af því þá stofnuðu þau vinnurými fyrir sig til þess að þjálfa færni sína, skapa ný verk, og þróa greinina áfram með því að koma saman undir einu þaki og deila hugmyndum, aðferðum og tíma. Í bók Ingibjargar má margoft greina kynbundna mismunun í menningarstefnu og kynjuð viðhorf til listgreinarinnar sem ráðafólk og etv. almenningur á Íslandi virðist ekki hafa náð að losa sig við. Sé litið til þess að hér á landi gilda jafnréttislög og að Reykjavíkurborg hafi skuldbundið sig til að beita kynjaðri greiningu við ákvarðanatöku og fjármögnun í gegnum jafnréttisstefnu sína og undirritun jafnréttissáttmála UN Women og UN Global Compact, þá er erfitt að átta sig á því hversvegna fjárfesting og þróun innviða fyrir danslistir hafi ekki átt sér stað til jafns við aðrar listgreinar. Ástæðu þess er erfitt að greina en etv. hefur hugmyndin um Norræna sérstöðu (Kristín Loftsdóttir ofl.) eitthvað um málið að segja, að við höfum þær hugmyndir um sjálf okkur að Ísland sé jafnréttisþjóð og því geti ekki fyrirfundist kynbundið misrétti á landinu og við hundsum það þegar við sjáum það. En þrátt fyrir allt er danslistin sennilega sú listgrein á Íslandi sem á sér hvað fjölbreyttastan iðkenda- og áhorfendahóp, konur, karla, innfæddra, aðfluttra, fatlaðra, ófatlaðra, svartra, hvítra, gagnkynhneigðra, hinsegin eða allt litrófið þar á milli. Listgreinin er nefnilega ekki bundin tungumálinu eða öðrum útilokandi menningarþáttum sem hafa í gegnum tíðina ýtt hinum ýmsu hópum út á jaðarinn. Danslistafólk hefur líka verið brautryðjandi í því að skapa aðgengilegt og inngildandi umhverfi, og sem afleiðingu af því, fjölbreytta listgrein sem reynir að taka ábyrgð á því að endurskapa ekki þau feðraveldisvaldakerfi sem hafa ýtt listgreininni og danslistafólk út á jarðarinn í íslenskri menningarstefnu. Ef danslist á að halda áfram að blómstra á Íslandi, þarf ríki og borg að viðurkenna raunverulegt gildi hennar og listræn störf kvenna ekki aðeins með fögrum orðum, heldur með fjárfestingu, aðstöðu og virðingu. Höfundar eru listrænir stjórnendur Reykjavík Dance Festival Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dans Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er staðreynd að á Íslandi og útfrá landinu starfar danslistafólk sem er viðurkennt meðal þeirra fremstu í heiminum. Það birtist m.a. í því að við eigum listrænna stjórnendur sumra af stærstu dansflokkum heimsins, í fjölda alþjóðlegra sýningarferðlaga danslistafólks okkar og verðlauna og viðurkenninga bæði hér heima sem og erlendis. Það er líka staðreynd að íslenskum yfirvöldum, bæði hjá ríki og sveitastjórn, hefur ekki tekist að tryggja sambærilega fjárfestingu og innviðauppbyggingu til jafns við aðrar listgreinar. Þessi vanræksla hefur ýtt danslistinni út á jaðarinn og dregið úr sýnileika, samkeppnishæfni og virðingu hennar. Til að gefa dæmi um þá gífurlegu mismunun sem á sér stað milli listgreina á Íslandi þá hlýtur danslist skv. fjárlögum ríkisins og fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2025 samanlagt 337,7 milljónir króna frá ríki og borg og er lægst þeirra listgreina sem hlýtur opinberan stuðning. Næst lægst er myndlist með 1.8 milljarð, leiklist með 3.4 milljarða og tónlist trónir á toppinum með 7.9 milljarða. Séu tölurnar skoðaðar nánar þá kemur í ljós að heildarútgjöld Reykjavíkurborgar til danslistar eru 28.5 milljónir. 28.5 milljónir. Leiklist fær hinsvegar 1.6 milljarða og tónlist 3.5 milljarða. En hvað þýðir þessi vanfjármögnun fyrir fagstétt danslistafólks? Það þýðir t.d. að innan ríkistofnunarinnar Íslenska Dansflokksins eru einungis 9 fastráðnir dansarar, hinsvegar eru um 70 leikarar í vinnu bara við Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið og 88 fástráðnir hljóðfæraleikarar við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Sömuleiðis er aðeins einn af þremur stjórnendum lykilstofnana danslista á Íslandi í fullu starfi, en það er listdansstjóri ÍD á meðan stjórnendur Dansverkstæðisins og Reykjavík Dance Festival eru í um 67% hlutastarfi og 40% hlutastarfi. Það er starfsumhverfið sem menningarstefna ríkis og borgar elur af sér, þrátt fyrir að á Íslandi sé boðið upp á háskólanám í danslist, til jafns við t.a.m. leiklist og tónlist. Það þýðir líka að á Íslandi er ekki til neitt sérútbúið sýningarrými fyrir danslistir. Samastaður danslistarinnar þar sem listafólk og almenningur getur starfað og notið listgreinarinnar, þróað hana áfram og aukið sýnileika og þekkingu meðal listafólks og landsmanna. Menningarstefnan er hinsvegar sú að ríkisstofnunin Íslenski Dansflokkurinn þarf að greiða samkeppnisaðila sínum Leikfélagi Reykjavíkur leigu fyrir afnot af Borgarleikhúsinu og er undir Leikfélag Reykjavíkur komið m.a. þegar kemur að skipulagi á sýningardögum og öðru skipulagi vinnustaðar síns. Þess má geta að ríki og borg styðja að næstum allar aðrar listgreinar sem njóta opinbers stuðnings í landinu með sérútbúnu rými og starfsemi, þar sem almenningur getur ræktað samband sitt við þar til gerða listgrein, nema þá etv. óperu- og sirkúslist. En er þetta ekki bara því dans á Íslandi er svo langt á eftir hinu listgreinununum? Nei svo virðist ekki vera ef við skoðum alþjóðlegan og innlendan árangur greinarinnar - sjá t.a.m. dansverkið Hringir Orfeusar og annað slúður sem hlaut Grímuna 2025 sem sýning ársins 2025. En er þetta ekki svo ung listgrein? Nei danslist á Íslandi þróaðist meðfram leiklistarlífi í Iðnó í upphafi 19. aldar og var m.a. dansverk á sviði þegar Þjóðleikhúsið opnaði fyrst. Hver getur þá ástæðan verið fyrir menningarstefnu ríki og borgar? Hvað er það sem einkennir danslist og aðgreinir hana frá öðrum listgreinum á Íslandi? Jú saga danslistar á Íslandi er nefnilega aðallega baráttusaga kvenna og seinna meira hinsegin fólks. Í bókinni Listdans á Íslandi (2024) tekur Ingibjörg Björnsdóttr saman sögu frumkvöðlakvenna sem fluttu til landsins og ræktuðu heila listgrein og menninguna sem henni fylgdi. List og iðkun sem kirkjan hafði lagt bann við, svo að þjóðdansahefð okkar þurrkaðist næstum út. Þessar konur sóttu dansnám til útlanda, komu heim og stofnuðu skóla og héldu sýningar um allt land, stofnuðu fagfélag til að verjast skattlagningu ríkisins á dansskemmtunum sem leiklist og tónlist sluppu við, til að verjast því að þurfa að starfa launalaust eða við lakari kjör en t.a.m. leikarar í sýningum við Þjóðleikhúsið. Þær kröfðust þess að stofnaður yrði þjóðardansflokkur með fremstu dönsurum landsins og að hann yrði metinn til jafns við aðrar ríkisstofnanir á borð við Þjóðleikhúsið og Sinfóníuna. Sjálfstætt danslistafólk stofnaði svo sína eigin danshátíð þegar það sá að enginn vettvangur var til á Íslandi til að sýna verk þeirra og í framhaldi af því þá stofnuðu þau vinnurými fyrir sig til þess að þjálfa færni sína, skapa ný verk, og þróa greinina áfram með því að koma saman undir einu þaki og deila hugmyndum, aðferðum og tíma. Í bók Ingibjargar má margoft greina kynbundna mismunun í menningarstefnu og kynjuð viðhorf til listgreinarinnar sem ráðafólk og etv. almenningur á Íslandi virðist ekki hafa náð að losa sig við. Sé litið til þess að hér á landi gilda jafnréttislög og að Reykjavíkurborg hafi skuldbundið sig til að beita kynjaðri greiningu við ákvarðanatöku og fjármögnun í gegnum jafnréttisstefnu sína og undirritun jafnréttissáttmála UN Women og UN Global Compact, þá er erfitt að átta sig á því hversvegna fjárfesting og þróun innviða fyrir danslistir hafi ekki átt sér stað til jafns við aðrar listgreinar. Ástæðu þess er erfitt að greina en etv. hefur hugmyndin um Norræna sérstöðu (Kristín Loftsdóttir ofl.) eitthvað um málið að segja, að við höfum þær hugmyndir um sjálf okkur að Ísland sé jafnréttisþjóð og því geti ekki fyrirfundist kynbundið misrétti á landinu og við hundsum það þegar við sjáum það. En þrátt fyrir allt er danslistin sennilega sú listgrein á Íslandi sem á sér hvað fjölbreyttastan iðkenda- og áhorfendahóp, konur, karla, innfæddra, aðfluttra, fatlaðra, ófatlaðra, svartra, hvítra, gagnkynhneigðra, hinsegin eða allt litrófið þar á milli. Listgreinin er nefnilega ekki bundin tungumálinu eða öðrum útilokandi menningarþáttum sem hafa í gegnum tíðina ýtt hinum ýmsu hópum út á jaðarinn. Danslistafólk hefur líka verið brautryðjandi í því að skapa aðgengilegt og inngildandi umhverfi, og sem afleiðingu af því, fjölbreytta listgrein sem reynir að taka ábyrgð á því að endurskapa ekki þau feðraveldisvaldakerfi sem hafa ýtt listgreininni og danslistafólk út á jarðarinn í íslenskri menningarstefnu. Ef danslist á að halda áfram að blómstra á Íslandi, þarf ríki og borg að viðurkenna raunverulegt gildi hennar og listræn störf kvenna ekki aðeins með fögrum orðum, heldur með fjárfestingu, aðstöðu og virðingu. Höfundar eru listrænir stjórnendur Reykjavík Dance Festival
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun