Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sindri Sverrisson skrifar 25. október 2025 09:25 Kristófer Acox hélt um úlnliðinn og var sóttur af sjúkraþjálfara en gat snúið aftur á völlinn hálfri mínútu síðar. Skjáskot/Sýn Sport Það vakti athygli í seinni framlengingu leiks Þórs Þ. og Vals í Bónus-deild karla þegar Kristófer Acox virtist meiðast og slapp þá við að taka tvö víti sem hann hafði fengið. Hann kom svo aftur inn á völlinn eftir að hafa misst af aðeins 39 sekúndum. Fáránlegt eða klókindi? Sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds veltu atvikinu fyrir sér og sagði Hlynur Bæringsson að auðvitað yrðu einhverjir pirraðir yfir þessu. Hann sagði að Kristófer virtist gera sér upp meiðsli til þess að betri vítaskytta tæki vítin sem hann fékk en að hann væri hrifinn af þessu. Menn gerðu einfaldlega allt til að vinna leiki og Valur vann einmitt að lokum, 119-117. Hér að neðan má sjá umræðuna. Klippa: Kristófer slapp við að taka vítin Hlynur nýtti tækifærið og skaut aðeins á Valsmenn vegna fyrri yfirlýsingar þeirra í máli Pablo Bertone, þar sem þeir sökuðu Stjörnuna um óheiðarleika. Hann sagði Kristófer hafa verið klókan. Mjög vel gert að fatta þetta á svona skömmum tíma „Það lítur þannig út að hann sé ekki mikið meiddur. Ef hann náði að fatta þetta... hann veit alveg að hann hefur verið að skjóta illa og að það er væntanlega einhver betri vítaskytta. Ef hann fattaði þetta á svona skömmum tíma þá er það bara mjög vel gert. Auðvitað verður einhver pirraður yfir þessu. Kannski meiddi hann sig, allt í góðu, en þetta sýnir í enn eitt skiptið að í meistaraflokki karla í efstu deild… ef það má, þá gerir fólk það. Ég veit að fólki fannst þetta skrýtið, að þetta megi í raun og veru, en það var þetta sem gerðist þarna hjá Val,“ sagði Hlynur. Greinilega löglegt en algjörlega fáránlegt „Ég veit að þeir eru nýbúnir að skrifa einhvern pistil um anda leiksins… Ég dæmi þetta ekki,“ bætti Hlynur við og sagðist sjálfur hafa verið tilbúinn að gera það sama sem leikmaður. Hermann Hauksson var ekki jafnhrifinn og kallaði eftir reglubreytingum svo að menn gætu ekki komið svo fljótt inn á völlinn eftir að hafa farið meiddir af velli. „Þetta er greinilega löglegt en mér finnst algjörlega fáránlegt að horfa upp á þetta. Ef það er þannig að þetta séu ekki það mikil meiðsli að maðurinn geti tekið vítaskot þá hefði ég bara viljað sjá hann taka þessi vítaskot. En að fara út af og geta bara fengið að koma inn á strax aftur er fáránlegt. Í handboltanum þarftu held ég að sitja af þér tvær sóknir. Ef það þarf að hlúa að þér þá þarftu að vera út af í einhvern tíma,“ sagði Hermann en umræðuna má heyra í spilaranum hér að ofan. Bónus-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
Sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds veltu atvikinu fyrir sér og sagði Hlynur Bæringsson að auðvitað yrðu einhverjir pirraðir yfir þessu. Hann sagði að Kristófer virtist gera sér upp meiðsli til þess að betri vítaskytta tæki vítin sem hann fékk en að hann væri hrifinn af þessu. Menn gerðu einfaldlega allt til að vinna leiki og Valur vann einmitt að lokum, 119-117. Hér að neðan má sjá umræðuna. Klippa: Kristófer slapp við að taka vítin Hlynur nýtti tækifærið og skaut aðeins á Valsmenn vegna fyrri yfirlýsingar þeirra í máli Pablo Bertone, þar sem þeir sökuðu Stjörnuna um óheiðarleika. Hann sagði Kristófer hafa verið klókan. Mjög vel gert að fatta þetta á svona skömmum tíma „Það lítur þannig út að hann sé ekki mikið meiddur. Ef hann náði að fatta þetta... hann veit alveg að hann hefur verið að skjóta illa og að það er væntanlega einhver betri vítaskytta. Ef hann fattaði þetta á svona skömmum tíma þá er það bara mjög vel gert. Auðvitað verður einhver pirraður yfir þessu. Kannski meiddi hann sig, allt í góðu, en þetta sýnir í enn eitt skiptið að í meistaraflokki karla í efstu deild… ef það má, þá gerir fólk það. Ég veit að fólki fannst þetta skrýtið, að þetta megi í raun og veru, en það var þetta sem gerðist þarna hjá Val,“ sagði Hlynur. Greinilega löglegt en algjörlega fáránlegt „Ég veit að þeir eru nýbúnir að skrifa einhvern pistil um anda leiksins… Ég dæmi þetta ekki,“ bætti Hlynur við og sagðist sjálfur hafa verið tilbúinn að gera það sama sem leikmaður. Hermann Hauksson var ekki jafnhrifinn og kallaði eftir reglubreytingum svo að menn gætu ekki komið svo fljótt inn á völlinn eftir að hafa farið meiddir af velli. „Þetta er greinilega löglegt en mér finnst algjörlega fáránlegt að horfa upp á þetta. Ef það er þannig að þetta séu ekki það mikil meiðsli að maðurinn geti tekið vítaskot þá hefði ég bara viljað sjá hann taka þessi vítaskot. En að fara út af og geta bara fengið að koma inn á strax aftur er fáránlegt. Í handboltanum þarftu held ég að sitja af þér tvær sóknir. Ef það þarf að hlúa að þér þá þarftu að vera út af í einhvern tíma,“ sagði Hermann en umræðuna má heyra í spilaranum hér að ofan.
Bónus-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira