Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2025 10:32 Dani Carvajal gefur Lamine Yamal merki um að hann ætti að tala minna. Getty/David Ramos/ Real Madrid vann 2-1 sigur á Barcelona í El Clasico í spænsku deildinni í gær en það urðu mikil læti í leikslok. Ungstirnið Lamine Yamal hafði látið orð falla fyrir leikinn um að Real Madrid hagnaðist á ákvörðunum dómara en væri samt að væla. Það var baulað á strákinn allan leikinn og allt varð síðan vitlaust í leikslok þegar Dani Carvajal henti olíu á eldinn. Carvajal sýndi merki um að Yamal ætti að hætta að tala og strákurinn ætlaði í framhaldinu í hann. Það endaði með að allir leikmenn liðanna voru komnir í mikinn hamagang. Eru liðsfélagar í landsliðinu Hollendingurinn Frenkie de Jong var einn af þeim sem reyndu að stilla til friðar og tjáði sig líka um atburðarásina í leikslok. „Ef Carvajal vildi tala við Lamine þá átti hann að gera það í einrúmi. Ef hann telur að hann ætti ekki að láta þessi ummæli falla þá gæti hann bara hringt í hann. Þeir eru liðsfélagar [með Spáni] og þeir þekkjast. Af hverju þarftu að bjóða upp á þessi látalæti inni á vellinum?“ sagði Frenkie de Jong. Yamal hafði kynt undir spennu fyrir leikinn þegar hann birtist á YouTube-rás fyrrverandi varnarmanns Barça, Gerard Piqué. De Jong sagði að ummælin hefðu verið tekin úr samhengi fyrir leikinn. Viðbrögðin þeirra voru ýkt „Lamine sagði ekki að þeir rændu, ekki beint,“ sagði De Jong. „Hann er þarna að gera hluti fyrir Kings League, fólk er að segja hluti, en ég hef ekki heyrt Lamine segja nákvæmlega það. Ég skil leikmenn Real Madrid, en viðbrögðin þeirra voru ýkt,“ sagði De Jong. Allt þetta bjó til heldur betur fjandsamlegt andrúmsloft gagnvart Yamal á Santiago Bernabéu, þar sem stuðningsmenn hæddu nafn hans þegar hann var kynntur fyrir leikinn og flautuðu síðan í hvert skipti sem hann snerti boltann. Hér fyrir neðan má sjá lætin í leikslok. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Spænski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Fleiri fréttir Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Sjá meira
Ungstirnið Lamine Yamal hafði látið orð falla fyrir leikinn um að Real Madrid hagnaðist á ákvörðunum dómara en væri samt að væla. Það var baulað á strákinn allan leikinn og allt varð síðan vitlaust í leikslok þegar Dani Carvajal henti olíu á eldinn. Carvajal sýndi merki um að Yamal ætti að hætta að tala og strákurinn ætlaði í framhaldinu í hann. Það endaði með að allir leikmenn liðanna voru komnir í mikinn hamagang. Eru liðsfélagar í landsliðinu Hollendingurinn Frenkie de Jong var einn af þeim sem reyndu að stilla til friðar og tjáði sig líka um atburðarásina í leikslok. „Ef Carvajal vildi tala við Lamine þá átti hann að gera það í einrúmi. Ef hann telur að hann ætti ekki að láta þessi ummæli falla þá gæti hann bara hringt í hann. Þeir eru liðsfélagar [með Spáni] og þeir þekkjast. Af hverju þarftu að bjóða upp á þessi látalæti inni á vellinum?“ sagði Frenkie de Jong. Yamal hafði kynt undir spennu fyrir leikinn þegar hann birtist á YouTube-rás fyrrverandi varnarmanns Barça, Gerard Piqué. De Jong sagði að ummælin hefðu verið tekin úr samhengi fyrir leikinn. Viðbrögðin þeirra voru ýkt „Lamine sagði ekki að þeir rændu, ekki beint,“ sagði De Jong. „Hann er þarna að gera hluti fyrir Kings League, fólk er að segja hluti, en ég hef ekki heyrt Lamine segja nákvæmlega það. Ég skil leikmenn Real Madrid, en viðbrögðin þeirra voru ýkt,“ sagði De Jong. Allt þetta bjó til heldur betur fjandsamlegt andrúmsloft gagnvart Yamal á Santiago Bernabéu, þar sem stuðningsmenn hæddu nafn hans þegar hann var kynntur fyrir leikinn og flautuðu síðan í hvert skipti sem hann snerti boltann. Hér fyrir neðan má sjá lætin í leikslok. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Spænski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Fleiri fréttir Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Sjá meira