Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar 27. október 2025 09:31 Læsi hefur á undanförnum árum fengið talsvert rými í fjölmiðlum – því miður oft á neikvæðum nótum. Börn og ungmenni lesa minna en áður og það hefur áhrif á námsárangur en einnig áhrif á almenn lífsgæði. Í Farsældarvísum grunnskóla í íslensku æskulýðsrannsókninni sem gerð var síðastliðið vor, kemur fram í landsskýrslu að lestur ungmenna á skáldsögum minnkar verulega frá 6. til 10. bekkjar. Hlutfall þeirra sem lesa skáldsögur „á hverjum degi“, „í hverri viku“ eða „í hverjum mánuði“ fer úr 43% niður í 31%. Því miður er svipuð þróun einnig sjáanleg þegar annað lesefni er skoðað, t.d. tímarit og fræðagreinar, myndasögur, o.fl. Það er mikilvægt að börn tileinki sér lestur sem hluta af daglegu lífi og foreldrar gegna þar lykilhlutverki. Lestur bóka hefur margvísleg jákvæð áhrif á þroska barna – hann styrkir tungumálakunnáttu og eykur orðaforða en hefur einnig áhrif á sköpunargáfu, einbeitingu og þolinmæði. Lestur getur auk þess eflt félagsfærni og siðferðisvitund, þar sem börn læra að setja sig í spor annarra og velta fyrir sér flóknum spurningum um rétt og rangt. Að eiga samtal við börn um það sem þau lesa er áhrifarík leið til að hvetja þau til dáða og auka áhuga þeirra á lestri. Það gefur einnig möguleika á að ræða orð og orðasambönd og þannig auka orðaforðann en hann er grunnur þess að geta lesið sér til gangs. Í skólum landsins fá börn tækifæri til að lesa annað efni en námsbækur og þar kynnast þau skólabókasöfnum. En það eitt og sér er ekki nóg – lestur er hæfni sem þarf að þjálfa, líkt og aðra færni. Það sem skiptir kannski mestu máli er að lestur og góður skilningur á tungumálinu eru undirstaða alls náms. Íslendingar hafa löngum verið taldir bókaþjóð og því hefur verið haldið fram að engin þjóð í heiminum gefi út jafnmargar bækur miðað við höfðatölu höfðatölu. Það er til mikið af góðu og fjölbreyttu lesefni og bókasöfn landsins eru fjölmörg og skemmtileg að heimsækja. Til þess að búa til framtíðarnotendur bókasafna ættu foreldrar að heimsækja bókasöfn reglulega með börnunum sínum – helst vikulega. Í dag gegna bókasöfn oft hlutverki menningarmiðstöðva þar sem fram fer fjölbreytt og skapandi starfsemi. Mikilvægt er að öll börn fái tækifæri til að kynnast bókasöfnum, heimsækja þau reglulega og fá lánaðar bækur sem vekja áhuga þeirra. Við getum öll lagt okkar af mörkum: hvetjum börn til lesturs, lesum með þeim og ræðum við þau um það sem þau lesa. Höfundur er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Steinn Jóhannsson Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Læsi hefur á undanförnum árum fengið talsvert rými í fjölmiðlum – því miður oft á neikvæðum nótum. Börn og ungmenni lesa minna en áður og það hefur áhrif á námsárangur en einnig áhrif á almenn lífsgæði. Í Farsældarvísum grunnskóla í íslensku æskulýðsrannsókninni sem gerð var síðastliðið vor, kemur fram í landsskýrslu að lestur ungmenna á skáldsögum minnkar verulega frá 6. til 10. bekkjar. Hlutfall þeirra sem lesa skáldsögur „á hverjum degi“, „í hverri viku“ eða „í hverjum mánuði“ fer úr 43% niður í 31%. Því miður er svipuð þróun einnig sjáanleg þegar annað lesefni er skoðað, t.d. tímarit og fræðagreinar, myndasögur, o.fl. Það er mikilvægt að börn tileinki sér lestur sem hluta af daglegu lífi og foreldrar gegna þar lykilhlutverki. Lestur bóka hefur margvísleg jákvæð áhrif á þroska barna – hann styrkir tungumálakunnáttu og eykur orðaforða en hefur einnig áhrif á sköpunargáfu, einbeitingu og þolinmæði. Lestur getur auk þess eflt félagsfærni og siðferðisvitund, þar sem börn læra að setja sig í spor annarra og velta fyrir sér flóknum spurningum um rétt og rangt. Að eiga samtal við börn um það sem þau lesa er áhrifarík leið til að hvetja þau til dáða og auka áhuga þeirra á lestri. Það gefur einnig möguleika á að ræða orð og orðasambönd og þannig auka orðaforðann en hann er grunnur þess að geta lesið sér til gangs. Í skólum landsins fá börn tækifæri til að lesa annað efni en námsbækur og þar kynnast þau skólabókasöfnum. En það eitt og sér er ekki nóg – lestur er hæfni sem þarf að þjálfa, líkt og aðra færni. Það sem skiptir kannski mestu máli er að lestur og góður skilningur á tungumálinu eru undirstaða alls náms. Íslendingar hafa löngum verið taldir bókaþjóð og því hefur verið haldið fram að engin þjóð í heiminum gefi út jafnmargar bækur miðað við höfðatölu höfðatölu. Það er til mikið af góðu og fjölbreyttu lesefni og bókasöfn landsins eru fjölmörg og skemmtileg að heimsækja. Til þess að búa til framtíðarnotendur bókasafna ættu foreldrar að heimsækja bókasöfn reglulega með börnunum sínum – helst vikulega. Í dag gegna bókasöfn oft hlutverki menningarmiðstöðva þar sem fram fer fjölbreytt og skapandi starfsemi. Mikilvægt er að öll börn fái tækifæri til að kynnast bókasöfnum, heimsækja þau reglulega og fá lánaðar bækur sem vekja áhuga þeirra. Við getum öll lagt okkar af mörkum: hvetjum börn til lesturs, lesum með þeim og ræðum við þau um það sem þau lesa. Höfundur er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun