„Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2025 13:32 Sandra María Jessen hefur skorað mikið í þýska boltanum að undanförnu og nær vonandi að skora á Laugardalsvellinum annað kvöld. Sýn Sport Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Norður-Írlandi á morgun í seinni umspilsleik liðanna um sæti í A-deild í næstu Þjóðadeild. Sandra María Jessen og liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu eru í góðum málum eftir 2-0 sigur á útivelli í fyrri leiknum. „Það var auðvitað rosalega gott að ná sigri því það var alveg kominn tími á að við myndum vinna mótsleik. Það var mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu aftur,“ sagði Sandra María Jessen í samtali við Ágúst Orra Arnarson. Klippa: „Mikilvægt að fá þessa sigurtilfinningu“ „Kannski svolítið öðruvísi leikur en við höfum verið að spila undanfarin ár. Lið hafa verið að gefa okkur meira pláss fyrir aftan varnarlínuna en Norður-Írarnir stóðu mjög aftarlega og voru mjög þéttar,“ sagði Sandra María. Gerir okkur mjög gott „Við þurftum að vera þolinmóðar á boltann og halda vel í hann. Ég held að við höfum ekki verið svona mikið með boltann í mjög langan tíma. Það er eitthvað sem gerir okkur mjög gott og ég held að við höfum gert margt mjög vel,“ sagði Sandra María. „Við erum búnar að rýna í það sem gekk ekki nógu vel og ætlum að gera það enn betur á þriðjudaginn [annað kvöld] og klára seinni slaginn,“ sagði Sandra. Bæði mörk liðsins komu úr föstum leikatriðum og liðið skoraði því ekki í opnum leik á móti slöku liði Norður-Íra. Setja axlirnar niður og slappa meira af „Við þurfum að vinna aðeins með ákvörðunartökuna á síðasta þriðjungnum. Við vorum að koma okkur í góðar stöður en þurfum að vera aðeins rólegri, setja axlirnar niður og slappa meira af þegar við erum komnar nálægt teignum.,“ sagði Sandra. „Við erum með gæði og getu til þess að skapa okkur færi og skora mörk. Við þurfum að halda áfram að vera þolinmóðar. Í rauninni skiptir okkur ekki máli hvernig mörkin eru að koma svo lengi sem þau eru að koma. Auðvitað viljum við líka ná inn marki í opnum leik og stefnum á að gera það á þriðjudaginn,“ sagði Sandra. Íslenska liðið var nú að koma saman í fyrsta sinn eftir Evrópumótið í sumar og því langur tími síðan landsliðskonurnar voru saman. Mjög gott fyrir andann í hópnum „Við vorum einmitt að tala um það að manni finnist eins og það séu liðin ár og öld síðan við hittumst. Það er núna eins og alltaf gaman að hitta hópinn. Það var mjög gott fyrir andann í hópnum að byrja á sigri á föstudaginn. Það er ekkert oft mikill fókus á EM. Það er bara búið og við erum að horfa fram á við núna,“ sagði Sandra. „Við erum bara jákvæðar og spenntar fyrir hverjum einasta leik. Núna er bara næsti leikur á þriðjudaginn og við ætlum bara að fókusa á hann,“ sagði Sandra. Það má horfa á allt viðtalið við Söndru hér fyrir ofan en þar talar hún einnig um tímann hjá Köln í Þýskalandi. Akureyski framherjinn hefur byrjað vel í þýska boltanum og raðað inn mörkum í síðustu leikjum sínum þar. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Sjá meira
„Það var auðvitað rosalega gott að ná sigri því það var alveg kominn tími á að við myndum vinna mótsleik. Það var mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu aftur,“ sagði Sandra María Jessen í samtali við Ágúst Orra Arnarson. Klippa: „Mikilvægt að fá þessa sigurtilfinningu“ „Kannski svolítið öðruvísi leikur en við höfum verið að spila undanfarin ár. Lið hafa verið að gefa okkur meira pláss fyrir aftan varnarlínuna en Norður-Írarnir stóðu mjög aftarlega og voru mjög þéttar,“ sagði Sandra María. Gerir okkur mjög gott „Við þurftum að vera þolinmóðar á boltann og halda vel í hann. Ég held að við höfum ekki verið svona mikið með boltann í mjög langan tíma. Það er eitthvað sem gerir okkur mjög gott og ég held að við höfum gert margt mjög vel,“ sagði Sandra María. „Við erum búnar að rýna í það sem gekk ekki nógu vel og ætlum að gera það enn betur á þriðjudaginn [annað kvöld] og klára seinni slaginn,“ sagði Sandra. Bæði mörk liðsins komu úr föstum leikatriðum og liðið skoraði því ekki í opnum leik á móti slöku liði Norður-Íra. Setja axlirnar niður og slappa meira af „Við þurfum að vinna aðeins með ákvörðunartökuna á síðasta þriðjungnum. Við vorum að koma okkur í góðar stöður en þurfum að vera aðeins rólegri, setja axlirnar niður og slappa meira af þegar við erum komnar nálægt teignum.,“ sagði Sandra. „Við erum með gæði og getu til þess að skapa okkur færi og skora mörk. Við þurfum að halda áfram að vera þolinmóðar. Í rauninni skiptir okkur ekki máli hvernig mörkin eru að koma svo lengi sem þau eru að koma. Auðvitað viljum við líka ná inn marki í opnum leik og stefnum á að gera það á þriðjudaginn,“ sagði Sandra. Íslenska liðið var nú að koma saman í fyrsta sinn eftir Evrópumótið í sumar og því langur tími síðan landsliðskonurnar voru saman. Mjög gott fyrir andann í hópnum „Við vorum einmitt að tala um það að manni finnist eins og það séu liðin ár og öld síðan við hittumst. Það er núna eins og alltaf gaman að hitta hópinn. Það var mjög gott fyrir andann í hópnum að byrja á sigri á föstudaginn. Það er ekkert oft mikill fókus á EM. Það er bara búið og við erum að horfa fram á við núna,“ sagði Sandra. „Við erum bara jákvæðar og spenntar fyrir hverjum einasta leik. Núna er bara næsti leikur á þriðjudaginn og við ætlum bara að fókusa á hann,“ sagði Sandra. Það má horfa á allt viðtalið við Söndru hér fyrir ofan en þar talar hún einnig um tímann hjá Köln í Þýskalandi. Akureyski framherjinn hefur byrjað vel í þýska boltanum og raðað inn mörkum í síðustu leikjum sínum þar.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Sjá meira