„Varnarleikurinn er bara stórslys“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. október 2025 12:31 Arnar Gunnlaugsson segir varnarleik Liverpool ekki til útflutnings. Samsett/Vísir/Getty Lið Liverpool varð um helgina fyrsta Englandsmeistaraliðið í sögunni sem tapar fjórum leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni. Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla, segir margt mega betur fara hjá liðinu. Liverpool-liðið virtist ætla að snúa við blaðinu eftir 5-1 sigur á Eintracht Frankfurt í Meistaradeild Evrópu í miðri síðustu viku og vonaðist eftir fyrsta deildarsigrinum um hríð er það sótti Brentford heim á laugardagskvöldið. Ekki voru meistararnir sannfærandi þar og töpuðu leiknum 3-2, sem var fjórða deildartap liðsins í röð. Manchester United er komið upp fyrir Liverpool í töflunni sem situr í sjöunda sæti með 15 stig, sama stigafjölda og liðið var með eftir fimm leiki, og er enn með eftir níunda leik mótsins. Kjartan Atli Kjartansson spurði Arnar Gunnlaugsson í Sunnudagsmessu gærdagsins hvað amaði að hjá enska meistaraliðinu. „Það er bara varnarleikurinn. Við ræddum Arsenal áðan, allir leikmenn þar verjast, þetta var aðalsmerki Liverpool í fyrra. Varnarleikurinn er bara stórslys. Þeir eru alltof opnir, of opnir með boltann. Enginn er að spá í „hvað ef?“ Klippa: Arnar ekki hrifinn af Liverpool „Hvíldarvörn er ekki lengur til hjá Liverpool. Þeir eru að reyna að komast upp með það, eins og í byrjun tímabilsins, að skora þrjú ef andstæðingurinn skorar tvö. Það gengur alveg en þá ertu að setja plástra á sárið yfir langt og strangt tímabil. Það er heldur betur að koma í bakið á þeim núna,“ segir Arnar í Messunni. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir tók undir. „Það vantar þennan neista í augunum á þeim. Þeir eru sjokkeraðir. Auðvitað hefur mikið verið rætt um það sem gerðist í sumar með Jota. Maður getur ekki sett sig í þau spor,“ sagði Adda. Liverpool mætir Crystal Palace í enska deildabikarnum á Anfield á miðvikudagskvöld. Næsti deildarleikur er annar kvöldleikur á laugardegi, þar sem Aston Villa heimsækir Anfield á laugardagskvöldið kemur. Umræðuna má sjá í spilaranum. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira
Liverpool-liðið virtist ætla að snúa við blaðinu eftir 5-1 sigur á Eintracht Frankfurt í Meistaradeild Evrópu í miðri síðustu viku og vonaðist eftir fyrsta deildarsigrinum um hríð er það sótti Brentford heim á laugardagskvöldið. Ekki voru meistararnir sannfærandi þar og töpuðu leiknum 3-2, sem var fjórða deildartap liðsins í röð. Manchester United er komið upp fyrir Liverpool í töflunni sem situr í sjöunda sæti með 15 stig, sama stigafjölda og liðið var með eftir fimm leiki, og er enn með eftir níunda leik mótsins. Kjartan Atli Kjartansson spurði Arnar Gunnlaugsson í Sunnudagsmessu gærdagsins hvað amaði að hjá enska meistaraliðinu. „Það er bara varnarleikurinn. Við ræddum Arsenal áðan, allir leikmenn þar verjast, þetta var aðalsmerki Liverpool í fyrra. Varnarleikurinn er bara stórslys. Þeir eru alltof opnir, of opnir með boltann. Enginn er að spá í „hvað ef?“ Klippa: Arnar ekki hrifinn af Liverpool „Hvíldarvörn er ekki lengur til hjá Liverpool. Þeir eru að reyna að komast upp með það, eins og í byrjun tímabilsins, að skora þrjú ef andstæðingurinn skorar tvö. Það gengur alveg en þá ertu að setja plástra á sárið yfir langt og strangt tímabil. Það er heldur betur að koma í bakið á þeim núna,“ segir Arnar í Messunni. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir tók undir. „Það vantar þennan neista í augunum á þeim. Þeir eru sjokkeraðir. Auðvitað hefur mikið verið rætt um það sem gerðist í sumar með Jota. Maður getur ekki sett sig í þau spor,“ sagði Adda. Liverpool mætir Crystal Palace í enska deildabikarnum á Anfield á miðvikudagskvöld. Næsti deildarleikur er annar kvöldleikur á laugardegi, þar sem Aston Villa heimsækir Anfield á laugardagskvöldið kemur. Umræðuna má sjá í spilaranum.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira