Hætt við að vextir hækki Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. október 2025 19:13 Harpa Jónsdóttir er framkvæmdastjóri LSR, sem er stærsti lífeyrissjóður landsins. Aðsend Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríksins telur hættu á að vextir fasteignalána muni hækka eftir niðurstöðu í vaxtamálinu svokallaða. Mikil óvissa ríki nú sem sé slæm fyrir neytendur og fjármálafyrirtæki. Hæstiréttur þurfi að setja næstu vaxtamálin í flýtimeðferð. Heildarlán íslenskra lífeyrissjóða til íslenskra heimila eru um fjórðungur af öllum fasteignalánum fjármálastofnana landsins eða um 740 milljarða króna. Nú þegar er orðið ljóst að nokkrir sjóðanna hafa ákveðið að bíða með að lána ákveðna flokka fasteignalána eftir vaxtadóminn svokallaða þar sem ákveðnir skilmálar fasteignalána með breytilegum vöxtum voru dæmdir ólöglegir. Óvissa Harpa Jónsdóttir framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins segir að það hafi verið ákveðið strax eftir dóm Hæstaréttar. „Þetta hefur heilmikil áhrif því það er komin upp ákveðin óvissa. Það er búið að dæma í einu máli en það eru nokkur mál eftir. Af þessum sökum höfum við haldið að okkur höndum og erum að skoða þetta ofan í kjölinn og veitum ekki lengur lán á breytilegum vöxtum. Við veitum aðeins verðtryggð lán á föstum vöxtum eins og staðan er á meðan við erum að skoða málin betur,“ segir Harpa. Nú sé verið að fara yfir hvaða áhrif dómurinn um óverðtryggðu lánin kunni að hafa á sambærileg lán hjá sjóðnum. „Það er ómögulegt að segja, en það er ástæðan fyrir því að við höfum haldið að okkur höndum og viljum skoða málin betur. Okkar skilmálar eru ekki nákvæmlega eins og skilmálar Íslandsbanka en þetta er bara eitthvað sem við erum að fara yfir,“ segir hún. Kunni að hafa neikvæð áhrif Harpa telur að áhrif dómsins og vaxtamálin framundan kunni að vera neikvæð fyrir íslenska neytendur. „Vaxtamálin hafa ofboðslega mikil áhrif á íslenska neytendur. Það er hætt við því að þetta hafi þau áhrif að vextir hækki. Það er hætt við því,“ segir Harpa. Enn liggja nokkur mál fyrir Hæstarétti þar á meðal vegna skilmála verðtryggra fasteignalána. Harpa segir mikilvægt að niðurstaða liggi fyrir sem fyrst. „Það væri gott fyrir kerfið að það kæmi flýtimeðferð fyrir þessi mál sem nú liggja fyrir Hæstarétti svo við gætum unnið eftir meiri vissu,“ segir hún að lokum. Lánamál Vaxtamálið Lífeyrissjóðir Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Heildarlán íslenskra lífeyrissjóða til íslenskra heimila eru um fjórðungur af öllum fasteignalánum fjármálastofnana landsins eða um 740 milljarða króna. Nú þegar er orðið ljóst að nokkrir sjóðanna hafa ákveðið að bíða með að lána ákveðna flokka fasteignalána eftir vaxtadóminn svokallaða þar sem ákveðnir skilmálar fasteignalána með breytilegum vöxtum voru dæmdir ólöglegir. Óvissa Harpa Jónsdóttir framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins segir að það hafi verið ákveðið strax eftir dóm Hæstaréttar. „Þetta hefur heilmikil áhrif því það er komin upp ákveðin óvissa. Það er búið að dæma í einu máli en það eru nokkur mál eftir. Af þessum sökum höfum við haldið að okkur höndum og erum að skoða þetta ofan í kjölinn og veitum ekki lengur lán á breytilegum vöxtum. Við veitum aðeins verðtryggð lán á föstum vöxtum eins og staðan er á meðan við erum að skoða málin betur,“ segir Harpa. Nú sé verið að fara yfir hvaða áhrif dómurinn um óverðtryggðu lánin kunni að hafa á sambærileg lán hjá sjóðnum. „Það er ómögulegt að segja, en það er ástæðan fyrir því að við höfum haldið að okkur höndum og viljum skoða málin betur. Okkar skilmálar eru ekki nákvæmlega eins og skilmálar Íslandsbanka en þetta er bara eitthvað sem við erum að fara yfir,“ segir hún. Kunni að hafa neikvæð áhrif Harpa telur að áhrif dómsins og vaxtamálin framundan kunni að vera neikvæð fyrir íslenska neytendur. „Vaxtamálin hafa ofboðslega mikil áhrif á íslenska neytendur. Það er hætt við því að þetta hafi þau áhrif að vextir hækki. Það er hætt við því,“ segir Harpa. Enn liggja nokkur mál fyrir Hæstarétti þar á meðal vegna skilmála verðtryggra fasteignalána. Harpa segir mikilvægt að niðurstaða liggi fyrir sem fyrst. „Það væri gott fyrir kerfið að það kæmi flýtimeðferð fyrir þessi mál sem nú liggja fyrir Hæstarétti svo við gætum unnið eftir meiri vissu,“ segir hún að lokum.
Lánamál Vaxtamálið Lífeyrissjóðir Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira