Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar 28. október 2025 07:03 Í vinnunni tölum við oft opinskátt um svefn, mataræði og streitu, en hvað með túrverki og breytingaskeiðið? Sennilega ekki. Eigum við að ræða túrverki og breytingaskeiðið? Já, endilega! Rannsóknir sýna að einkenni breytingaskeiðsins og vandamál tengd tíðaheilsu geta haft veruleg áhrif á líðan og starfsgetu kvenna. Margar upplifa svefnleysi, hitakóf, einbeitingarskort, verki og þreytu, einkenni sem geta gert daglegt starf erfiðara og jafnvel orðið til þess að þær hætta störfum, tímabundið eða varanlega. Tíðaheilsa á ekki að vera feimnismál. Atvinnurekendur bera ábyrgð á því að skapa öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi fyrir öll sem þar vinna. Tíðaheilsa er vinnumarkaðsmál Í nýrri rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands voru konur spurðar hvort þær hefðu einhvern tíma átt í erfiðleikum með að sinna starfi sínu vegna einkenna breytingaskeiðsins, svo sem skapsveiflna, hitakófa, svefnleysis, kvíða eða þreytu. Þrettán prósent svarenda sögðust oft hafa fundið fyrir einhverjum þessara einkenna, fjórðungur stundum, 23% sjaldan og tveir af hverjum fimm aldrei. Erlendar rannsóknir segja svipaða sögu, allt að 10% kvenna íhuga að hætta að vinna vegna einkenna sem tengjast breytingaskeiði og einkenni tíðaheilsu kosta að meðaltali sex veikindadaga á ári. Þetta er ekki bara heilsu- og velferðartengt vandamál heldur líka efnahagslegt. Þegar reynslumikið starfsfólk hverfur frá störfum tapar vinnustaðurinn þekkingu, samfellu og verðmætri reynslu. Það er því bæði mannúðlegt og skynsamlegt að skapa vinnuumhverfi sem styður við tíðaheilsu og breytingaskeið. Staðall um tíðir, og breytingarskeið Í Bretlandi hefur verið gefinn út staðallinn Menstruation, Menstrual Health and Menopause in the Workplace, leiðbeiningar sem hjálpa vinnustöðum að skapa betra umhverfi í tengslum við tíðir, tíðaheilsu og breytingaskeiðið. Staðallinn kom út árið 2023 og hefur verið sóttur af yfir 11.000 aðilum í 142 löndum. Það hefur þegar sýnt sig að staðallinn hefur stuðlað að opnari umræðu og markvissari stuðningi á vinnustöðum og þar með gert vinnustaði betri. Staðallinn er hannaður fyrir vinnustaði af öllum stærðum og gerðum, en er ekki ætlaður til formlegrar vottunar á borð við hefðbundna gæðastjórnunarstaðla. Þess í stað veitir staðallinn hagnýtar leiðbeiningar hvernig jafnvel smávægilegar breytingar á vinnuumhverfi og viðmóti geta haft veruleg áhrif á vellíðan starfsfólks. Staðallinn býður upp á fjölbreytt verkfæri í formi leiðbeininga, gátlista og sjálfsmatskvarða, sem styðja stjórnendur og mannauðsfólk í að nálgast málefnið af fagmennsku og virðingu. Hann auðveldar stefnumótun og er gagnlegt verkfæri í fræðslu og samtal um samskipti á vinnustaðnum þannig að öll geti notið sín í starfi, óháð hormónastigi. Eflum tíðaheilsu á íslenskum vinnustöðum Staðlaráð Íslands, með stuðningi stéttarfélagsins Visku, vinnur nú að þýðingu og útgáfu staðalsins út á íslensku. Markmið Visku með því að kosta þýðingu staðalsins er skýrt: Að stuðla að jafnrétti og velferð á vinnumarkaði. Tíðir, tíðaheilsa og breytingaskeiðið eru hluti af vinnuvernd og öryggi en ekki einkamál sem á að þegja yfir, bíta á jaxlinn og bölva í hljóði. Þegar staðallinn um tíðir, tíðaheilsu og breytingarskeiðið kemur út á íslensku verður hann gerður aðgengilegur öllum, ókeypis og á rafrænu formi. Þetta er tímamótaverkefni sem miðar að því að færa umræðuna inn á vinnustaði þar sem hún á heima. Eigum við að ræða um túrverki og breytingaskeiðið á vinnustað? Já, endilega! Höfundur er sérfræðingur í kjara- og réttindamálum hjá Visku – stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í vinnunni tölum við oft opinskátt um svefn, mataræði og streitu, en hvað með túrverki og breytingaskeiðið? Sennilega ekki. Eigum við að ræða túrverki og breytingaskeiðið? Já, endilega! Rannsóknir sýna að einkenni breytingaskeiðsins og vandamál tengd tíðaheilsu geta haft veruleg áhrif á líðan og starfsgetu kvenna. Margar upplifa svefnleysi, hitakóf, einbeitingarskort, verki og þreytu, einkenni sem geta gert daglegt starf erfiðara og jafnvel orðið til þess að þær hætta störfum, tímabundið eða varanlega. Tíðaheilsa á ekki að vera feimnismál. Atvinnurekendur bera ábyrgð á því að skapa öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi fyrir öll sem þar vinna. Tíðaheilsa er vinnumarkaðsmál Í nýrri rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands voru konur spurðar hvort þær hefðu einhvern tíma átt í erfiðleikum með að sinna starfi sínu vegna einkenna breytingaskeiðsins, svo sem skapsveiflna, hitakófa, svefnleysis, kvíða eða þreytu. Þrettán prósent svarenda sögðust oft hafa fundið fyrir einhverjum þessara einkenna, fjórðungur stundum, 23% sjaldan og tveir af hverjum fimm aldrei. Erlendar rannsóknir segja svipaða sögu, allt að 10% kvenna íhuga að hætta að vinna vegna einkenna sem tengjast breytingaskeiði og einkenni tíðaheilsu kosta að meðaltali sex veikindadaga á ári. Þetta er ekki bara heilsu- og velferðartengt vandamál heldur líka efnahagslegt. Þegar reynslumikið starfsfólk hverfur frá störfum tapar vinnustaðurinn þekkingu, samfellu og verðmætri reynslu. Það er því bæði mannúðlegt og skynsamlegt að skapa vinnuumhverfi sem styður við tíðaheilsu og breytingaskeið. Staðall um tíðir, og breytingarskeið Í Bretlandi hefur verið gefinn út staðallinn Menstruation, Menstrual Health and Menopause in the Workplace, leiðbeiningar sem hjálpa vinnustöðum að skapa betra umhverfi í tengslum við tíðir, tíðaheilsu og breytingaskeiðið. Staðallinn kom út árið 2023 og hefur verið sóttur af yfir 11.000 aðilum í 142 löndum. Það hefur þegar sýnt sig að staðallinn hefur stuðlað að opnari umræðu og markvissari stuðningi á vinnustöðum og þar með gert vinnustaði betri. Staðallinn er hannaður fyrir vinnustaði af öllum stærðum og gerðum, en er ekki ætlaður til formlegrar vottunar á borð við hefðbundna gæðastjórnunarstaðla. Þess í stað veitir staðallinn hagnýtar leiðbeiningar hvernig jafnvel smávægilegar breytingar á vinnuumhverfi og viðmóti geta haft veruleg áhrif á vellíðan starfsfólks. Staðallinn býður upp á fjölbreytt verkfæri í formi leiðbeininga, gátlista og sjálfsmatskvarða, sem styðja stjórnendur og mannauðsfólk í að nálgast málefnið af fagmennsku og virðingu. Hann auðveldar stefnumótun og er gagnlegt verkfæri í fræðslu og samtal um samskipti á vinnustaðnum þannig að öll geti notið sín í starfi, óháð hormónastigi. Eflum tíðaheilsu á íslenskum vinnustöðum Staðlaráð Íslands, með stuðningi stéttarfélagsins Visku, vinnur nú að þýðingu og útgáfu staðalsins út á íslensku. Markmið Visku með því að kosta þýðingu staðalsins er skýrt: Að stuðla að jafnrétti og velferð á vinnumarkaði. Tíðir, tíðaheilsa og breytingaskeiðið eru hluti af vinnuvernd og öryggi en ekki einkamál sem á að þegja yfir, bíta á jaxlinn og bölva í hljóði. Þegar staðallinn um tíðir, tíðaheilsu og breytingarskeiðið kemur út á íslensku verður hann gerður aðgengilegur öllum, ókeypis og á rafrænu formi. Þetta er tímamótaverkefni sem miðar að því að færa umræðuna inn á vinnustaði þar sem hún á heima. Eigum við að ræða um túrverki og breytingaskeiðið á vinnustað? Já, endilega! Höfundur er sérfræðingur í kjara- og réttindamálum hjá Visku – stéttarfélagi.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun