Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. október 2025 11:39 Eysteinn segir vallarstarfsmenn hafa gert sitt besta við að halda snjó af vellinum í nótt og morgun en við ofurefli að etja. Hann er á leið í skoðunarferð um Kórinn ásamt fulltrúum UEFA. Vísir Niðurstaða stöðufundar fulltrúa UEFA, KSÍ og knattspyrnusambands Norður-Írlands er sú að fyrirhugaður landsleikur Íslands og Norður-Íra geti ekki farið fram á Laugardalsvelli í dag. Fulltrúarnir eru á leið í Kórinn í Kópavogi í skoðunarferð og standa vonir til að leikurinn fari þar fram í kvöld. Mikil snjóþyngd tók við landanum á suðvesturhluta landsins í morgun og var flestum ljóst að vandræðasamt gæti orðið að halda fótboltaleik á Laugardalsvelli. Reglubundinn fundur á leikdegi milli skipuleggjenda leiks og fulltrúa knattspyrnusambanda þjóðanna fór fram klukkan 10:30 og lausna leitað. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir í samtali við íþróttadeild að það sé ljóst að enginn fótbolti verði spilaður í Laugardal þennan þriðjudaginn. Hann var á leið í Kórinn að skoða aðstæður með aðilum UEFA þegar Vísir sló á þráðinn. „Niðurstaðan er sú að það reynist okkur mjög erfitt að spila á Laugardalsvelli í dag á miðað við spánna og hvað snjónum kyngir niður. Við erum að skoða plan B, sem er að spila leikinn innanhús,“ segir Eysteinn og bætir við: „Hvað kemur út úr því er ekki gott að segja. Við erum í þessum töluðu orðum að fara upp eftir með fulltrúum norður-írska liðsins og fulltrúum frá UEFA.“ Einn möguleikinn sem var til skoðunar var að fresta leiknum um einn dag en útlit er fyrir að staðan verði litlu skárri á Laugardalsvelli á morgun. „Staðan er ekki heldur nægilega góð á morgun. Oft er reynt að færa leiki um einn dag, en eins og staðan er núna er það ekkert endilega betra. Það er allt kapp lagt á það skoða hvort það sé hægt að spila leikinn í dag. En til þess þurfa allir aðilar að vera sammála. Það kemur ekki í ljós fyrr en eftir þessa skoðun uppi í Kór,“ segir Eysteinn. Er þetta versta mögulega sviðsmyndin sem blasti við í morgun? „Í nótt var farið að stefna í þetta og menn sem hafa verið lengi hjá sambandinu hafa aldrei séð annað eins. Það hefur verið reynt að moka, vallarstarfsmenn hafa staðið sig vel í því, en það virðist ætla að vera ansi erfitt að halda því gangandi eins og snjónum kyngir niður,“ segir Eysteinn. Búast má við yfirlýsingu frá KSÍ þegar skoðun á Kórnum er lokið. „Fyrsta verkefnið er að koma sér upp í Kór í þessari færð,“ segir Eysteinn. „En vonandi verður þetta komið í ljós fljótlega eftir þá heimsókn. Fljótlega eftir hádegið. Það þarf að gerast, því það er ýmislegt sem þarf að undirbúa ef leikurinn á að fara fram þar í dag.“ Veður KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Laugardalsvöllur Þjóðadeild kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik Sjá meira
Mikil snjóþyngd tók við landanum á suðvesturhluta landsins í morgun og var flestum ljóst að vandræðasamt gæti orðið að halda fótboltaleik á Laugardalsvelli. Reglubundinn fundur á leikdegi milli skipuleggjenda leiks og fulltrúa knattspyrnusambanda þjóðanna fór fram klukkan 10:30 og lausna leitað. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir í samtali við íþróttadeild að það sé ljóst að enginn fótbolti verði spilaður í Laugardal þennan þriðjudaginn. Hann var á leið í Kórinn að skoða aðstæður með aðilum UEFA þegar Vísir sló á þráðinn. „Niðurstaðan er sú að það reynist okkur mjög erfitt að spila á Laugardalsvelli í dag á miðað við spánna og hvað snjónum kyngir niður. Við erum að skoða plan B, sem er að spila leikinn innanhús,“ segir Eysteinn og bætir við: „Hvað kemur út úr því er ekki gott að segja. Við erum í þessum töluðu orðum að fara upp eftir með fulltrúum norður-írska liðsins og fulltrúum frá UEFA.“ Einn möguleikinn sem var til skoðunar var að fresta leiknum um einn dag en útlit er fyrir að staðan verði litlu skárri á Laugardalsvelli á morgun. „Staðan er ekki heldur nægilega góð á morgun. Oft er reynt að færa leiki um einn dag, en eins og staðan er núna er það ekkert endilega betra. Það er allt kapp lagt á það skoða hvort það sé hægt að spila leikinn í dag. En til þess þurfa allir aðilar að vera sammála. Það kemur ekki í ljós fyrr en eftir þessa skoðun uppi í Kór,“ segir Eysteinn. Er þetta versta mögulega sviðsmyndin sem blasti við í morgun? „Í nótt var farið að stefna í þetta og menn sem hafa verið lengi hjá sambandinu hafa aldrei séð annað eins. Það hefur verið reynt að moka, vallarstarfsmenn hafa staðið sig vel í því, en það virðist ætla að vera ansi erfitt að halda því gangandi eins og snjónum kyngir niður,“ segir Eysteinn. Búast má við yfirlýsingu frá KSÍ þegar skoðun á Kórnum er lokið. „Fyrsta verkefnið er að koma sér upp í Kór í þessari færð,“ segir Eysteinn. „En vonandi verður þetta komið í ljós fljótlega eftir þá heimsókn. Fljótlega eftir hádegið. Það þarf að gerast, því það er ýmislegt sem þarf að undirbúa ef leikurinn á að fara fram þar í dag.“
Veður KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Laugardalsvöllur Þjóðadeild kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik Sjá meira