Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2025 09:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti með barnabarni sínu og kylfingnum Kai Trump fyrir framan þyrlu forsetans. Getty/Kevin Dietsch Kylfingurinn Kai Trump tekur sér smá frí frá háskólagolfi í Miami til að keppa á sínu fyrsta móti á LPGA-mótaröðinni í næsta mánuði. Kai Trump fékk sérstaka undanþágu frá styrktaraðila mótsins til að spila í The Annika-mótinu á Pelican-golfvellinum, sem haldið verður 13. til 16. nóvember. Þetta næstsíðasta mót á LPGA-mótaröðinni hefur venjulega einn sterkasta keppendahópinn fyrir utan stórmótin. „Draumur minn hefur verið að keppa við þá bestu í heiminum á LPGA-mótaröðinni,“ sagði Kai Trump í fréttatilkynningu. University of Miami commit Kai Trump will make LPGA Tour debut @theANNIKAlpga as a sponsor invite.MORE ⬇️ https://t.co/BOolhQXd61 pic.twitter.com/fUxqELmMHd— LPGA (@LPGA) October 28, 2025 „Þetta mót verður ótrúleg upplifun. Ég hlakka til að hitta og keppa við svo marga af hetjum mínum og leiðbeinendum í golfi þegar ég mæti á mitt fyrsta mót á LPGA mótaröðinni,“ sagði Trump. Hin átján ára gamla Kai Madison Trump er elsta barn Donalds Trump yngri og er nemandi á lokaári í Benjamin-skólanum í Palm Beach-sýslu. Hún er því jafnframt barnabarn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hún keppir í áhugamannamótum á landsvísu með American Junior Golf Association sem og í Flórída-fylki. Kai er nú í 461. sæti á styrkleikalista AJGA Girls, eftir að hafa spilað á þremur mótum á þessu ári. Kai Trump hefur samtals meira en sex milljónir fylgjenda á fjórum samfélagsmiðlum og stofnaði nýlega fatnaðar- og lífsstílsmerki sem miðar að því að styrkja ungar konur í íþróttum. „Boð til styrktaraðila eru mikilvæg leið til að varpa ljósi á nýtt hæfileikaríkt fólk og vekja nýja athygli á mótum okkar og LPGA,“ sagði Ricki Lasky, yfirmaður viðskipta og rekstrar LPGA. „Víðtækur fylgjendahópur Kai og umfang hennar hjálpar til við að kynna golf fyrir nýjum áhorfendum, sérstaklega meðal yngri aðdáenda. Við erum spennt að sjá hana taka næsta skref í ferðalagi sínu,“ sagði Lasky. Annika hefur þegar tilkynnt að WNBA-stjarnan Caitlin Clark muni snúa aftur til að spila í Pro-Am annað árið í röð en Pro-Am verður haldið 12. nóvember. I will be making my LPGA Tour debut in November at The ANNIKA driven by Gainbridge at Pelican! See you November 10-16 - at Pelican Golf Club in Belleair, FL. Visit https://t.co/iUuh3w1b47 @theannikalpga @ANNIKA59 @LPGA for more information. pic.twitter.com/mmqVfMFukD— Kai Trump (@kaitrump) October 28, 2025 Golf Donald Trump Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Kai Trump fékk sérstaka undanþágu frá styrktaraðila mótsins til að spila í The Annika-mótinu á Pelican-golfvellinum, sem haldið verður 13. til 16. nóvember. Þetta næstsíðasta mót á LPGA-mótaröðinni hefur venjulega einn sterkasta keppendahópinn fyrir utan stórmótin. „Draumur minn hefur verið að keppa við þá bestu í heiminum á LPGA-mótaröðinni,“ sagði Kai Trump í fréttatilkynningu. University of Miami commit Kai Trump will make LPGA Tour debut @theANNIKAlpga as a sponsor invite.MORE ⬇️ https://t.co/BOolhQXd61 pic.twitter.com/fUxqELmMHd— LPGA (@LPGA) October 28, 2025 „Þetta mót verður ótrúleg upplifun. Ég hlakka til að hitta og keppa við svo marga af hetjum mínum og leiðbeinendum í golfi þegar ég mæti á mitt fyrsta mót á LPGA mótaröðinni,“ sagði Trump. Hin átján ára gamla Kai Madison Trump er elsta barn Donalds Trump yngri og er nemandi á lokaári í Benjamin-skólanum í Palm Beach-sýslu. Hún er því jafnframt barnabarn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hún keppir í áhugamannamótum á landsvísu með American Junior Golf Association sem og í Flórída-fylki. Kai er nú í 461. sæti á styrkleikalista AJGA Girls, eftir að hafa spilað á þremur mótum á þessu ári. Kai Trump hefur samtals meira en sex milljónir fylgjenda á fjórum samfélagsmiðlum og stofnaði nýlega fatnaðar- og lífsstílsmerki sem miðar að því að styrkja ungar konur í íþróttum. „Boð til styrktaraðila eru mikilvæg leið til að varpa ljósi á nýtt hæfileikaríkt fólk og vekja nýja athygli á mótum okkar og LPGA,“ sagði Ricki Lasky, yfirmaður viðskipta og rekstrar LPGA. „Víðtækur fylgjendahópur Kai og umfang hennar hjálpar til við að kynna golf fyrir nýjum áhorfendum, sérstaklega meðal yngri aðdáenda. Við erum spennt að sjá hana taka næsta skref í ferðalagi sínu,“ sagði Lasky. Annika hefur þegar tilkynnt að WNBA-stjarnan Caitlin Clark muni snúa aftur til að spila í Pro-Am annað árið í röð en Pro-Am verður haldið 12. nóvember. I will be making my LPGA Tour debut in November at The ANNIKA driven by Gainbridge at Pelican! See you November 10-16 - at Pelican Golf Club in Belleair, FL. Visit https://t.co/iUuh3w1b47 @theannikalpga @ANNIKA59 @LPGA for more information. pic.twitter.com/mmqVfMFukD— Kai Trump (@kaitrump) October 28, 2025
Golf Donald Trump Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira