Þriðju kosningarnar á fjórum árum Atli Ísleifsson skrifar 29. október 2025 07:31 Geert Wilders, formaður Frelsisflokksins, fær sér að borða á knæpu í Volendam. AP Hollendingar ganga að kjörborðinu í dag þar sem haldnar eru þriðju þingkosningarnar í landinu á fjórum árum. Þó að kannanir bendi til að Frelsisflokkur Geert Wilders verði stærstur eru taldar litlar líkur á að flokkurinn muni geta leitt ríkisstjórn að loknum kosningum. Wilders og flokkur hans, sem hefur lengi barist gegn komu innflytjenda til landsins, vann sigur í síðustu kosningum í nóvember 2023, en síðustu kannanir benda nú til þess að fylgi flokksins hafi dregist nokkuð saman. Kosningabaráttan hefur að stórum hluta snúist um húsnæðisskortinn í landinu, yfirfullar miðstöðvar fyrir hælisleitendur, aukinn kostnað við rekstur heilbrigðiskerfisins og hækkandi leigukostnað. Í kappræðum gærkvöldsins var mikið talað um húsnæðisskortinn þar sem Wilders kenndi innflytjendum um á meðan aðrir bentu á að skipulagsmálum væri um að kenna og þá þróun að sífellt fleiri búi einir. Mikil óvissa Um tíu þúsund kjörstaðir opnuðu í landinu klukkan 6:30 í morgun og verður þeim lokað klukkan 21 í kvöld að íslenskum tíma. Kannanir hafa sýnt að óvissan sé mikil og kvöldið fyrir kosningar hefði þriðjungur kjósenda enn ekki gert upp hug sinn, hvaða flokk skyldi kjósa. Frans Timmermans, formaður Vinstri græningja, og Henri Bontenbal, gormaður Kristilegra demókrata. AP Fréttaskýrendur telja að mestu skipti hvaða flokkur hljóti næstflest atkvæði þar sem líklegast sé að sá flokkur komi til með að leiða næstu ríkisstjórn. Ólíkt aðdraganda síðustu kosninga þá hafa aðrir flokkar útilokað að starfa með Wilders og flokki hans eftir kosningar, eftir að Wilders sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í júní síðastliðnum. Þannig þykir líklegast að þó að flokkur Wilders hljóti flest atkvæði þá sé líklegra að ný ríkisstjórn verði frá miðju. Fimmtán flokkar Talið er að allt að fimmtán flokkar komi til með að deila með sér þingsætunum 150 þó að kannanir bendi til að langflest þingsætin komi til með að falla í skaut fjögurra flokka – Frelsisflokksins undir stjórn Geert Wilders, Vinstri græningja undir stjórn Frans Timmermans, hins frjálslynda D66 undir stjórn Rob Jetten og Kristilegra demókrata undir stjórn Henri Bontenbal. Þó að Wilders hafi aldrei gegnt embætti forsætisráðherra og lengi verið utangarðsmaður í hollenskum stjórnmálum þá gegndi hann lykilhlutverki í síðustu ríkisstjórn þar sem hann bæði myndaði stjórn og sleit samstarfinu ellefu mánuðum síðar í kjölfar deilna um innflytjendamál. Samstarfsflokkar hans neituðu að samþykkja Wilders sem forsætisráðherra og fengu þess í stað fyrrverandi forstjóra hollensku leyniþjónustunnar, Dick Schoof, til að leiða ríkisstjórn tæknikrata. Holland Kosningar í Hollandi Tengdar fréttir Forsætisráðherra Hollands segir af sér Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, hefur tilkynnt um afsögn sína úr embætti. Tilkynningin kemur fáeinum klukkustundum eftir að Geert Wilders tilkynnti að hægriöfgaflokkurinn PVV hefði ákveðið að segja skilið við ríkisstjórnina í kjölfar deilna um innflytjendamál. 3. júní 2025 14:10 Wilders slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Frelsisflokkurinn hefur slitið hollenska ríkisstjórnarsamstarfinu. Leiðtogi flokksins segir stefnu sína í hælisleitendamálum hafa gert útslagið. 3. júní 2025 08:17 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Wilders og flokkur hans, sem hefur lengi barist gegn komu innflytjenda til landsins, vann sigur í síðustu kosningum í nóvember 2023, en síðustu kannanir benda nú til þess að fylgi flokksins hafi dregist nokkuð saman. Kosningabaráttan hefur að stórum hluta snúist um húsnæðisskortinn í landinu, yfirfullar miðstöðvar fyrir hælisleitendur, aukinn kostnað við rekstur heilbrigðiskerfisins og hækkandi leigukostnað. Í kappræðum gærkvöldsins var mikið talað um húsnæðisskortinn þar sem Wilders kenndi innflytjendum um á meðan aðrir bentu á að skipulagsmálum væri um að kenna og þá þróun að sífellt fleiri búi einir. Mikil óvissa Um tíu þúsund kjörstaðir opnuðu í landinu klukkan 6:30 í morgun og verður þeim lokað klukkan 21 í kvöld að íslenskum tíma. Kannanir hafa sýnt að óvissan sé mikil og kvöldið fyrir kosningar hefði þriðjungur kjósenda enn ekki gert upp hug sinn, hvaða flokk skyldi kjósa. Frans Timmermans, formaður Vinstri græningja, og Henri Bontenbal, gormaður Kristilegra demókrata. AP Fréttaskýrendur telja að mestu skipti hvaða flokkur hljóti næstflest atkvæði þar sem líklegast sé að sá flokkur komi til með að leiða næstu ríkisstjórn. Ólíkt aðdraganda síðustu kosninga þá hafa aðrir flokkar útilokað að starfa með Wilders og flokki hans eftir kosningar, eftir að Wilders sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í júní síðastliðnum. Þannig þykir líklegast að þó að flokkur Wilders hljóti flest atkvæði þá sé líklegra að ný ríkisstjórn verði frá miðju. Fimmtán flokkar Talið er að allt að fimmtán flokkar komi til með að deila með sér þingsætunum 150 þó að kannanir bendi til að langflest þingsætin komi til með að falla í skaut fjögurra flokka – Frelsisflokksins undir stjórn Geert Wilders, Vinstri græningja undir stjórn Frans Timmermans, hins frjálslynda D66 undir stjórn Rob Jetten og Kristilegra demókrata undir stjórn Henri Bontenbal. Þó að Wilders hafi aldrei gegnt embætti forsætisráðherra og lengi verið utangarðsmaður í hollenskum stjórnmálum þá gegndi hann lykilhlutverki í síðustu ríkisstjórn þar sem hann bæði myndaði stjórn og sleit samstarfinu ellefu mánuðum síðar í kjölfar deilna um innflytjendamál. Samstarfsflokkar hans neituðu að samþykkja Wilders sem forsætisráðherra og fengu þess í stað fyrrverandi forstjóra hollensku leyniþjónustunnar, Dick Schoof, til að leiða ríkisstjórn tæknikrata.
Holland Kosningar í Hollandi Tengdar fréttir Forsætisráðherra Hollands segir af sér Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, hefur tilkynnt um afsögn sína úr embætti. Tilkynningin kemur fáeinum klukkustundum eftir að Geert Wilders tilkynnti að hægriöfgaflokkurinn PVV hefði ákveðið að segja skilið við ríkisstjórnina í kjölfar deilna um innflytjendamál. 3. júní 2025 14:10 Wilders slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Frelsisflokkurinn hefur slitið hollenska ríkisstjórnarsamstarfinu. Leiðtogi flokksins segir stefnu sína í hælisleitendamálum hafa gert útslagið. 3. júní 2025 08:17 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Forsætisráðherra Hollands segir af sér Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, hefur tilkynnt um afsögn sína úr embætti. Tilkynningin kemur fáeinum klukkustundum eftir að Geert Wilders tilkynnti að hægriöfgaflokkurinn PVV hefði ákveðið að segja skilið við ríkisstjórnina í kjölfar deilna um innflytjendamál. 3. júní 2025 14:10
Wilders slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Frelsisflokkurinn hefur slitið hollenska ríkisstjórnarsamstarfinu. Leiðtogi flokksins segir stefnu sína í hælisleitendamálum hafa gert útslagið. 3. júní 2025 08:17