Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2025 11:09 Bréfin tvö og flaskan sem þau fundust í. Vatn hafði komist inn í flöskuna á þeim um 110 árum frá því henni var kastað í sjóinn. AP Flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar fannst nýverið á strönd í Ástralíu. Tveir hermenn sem voru á leið á víglínuna í Frakklandi skrifuðu hvor bréf í flöskuna og köstuðu henni í hafið. Rúm hundrað ár liðu þar til flaskan fannst. Flaskan fannst í fjörunni nærri Esperance í vesturhluta Ástralíu þann 9. október. Þá var fjölskylda á ferðinni að tína upp rusl í fjörunni og tóku þau eftir tveimur bréfum í flöskunni. Fjölskyldan telur að flaskan hafi ekki verið á floti allan þennan tíma, heldur hafi hún líklega verið grafin í sandi. Mikið hafrót við Vestur-Ástralíu síðustu mánuði hafi líklega losað hana. Bréfin voru skrifuð af þeim Malcom Neville (27) og William Harley (37) og voru skrifuð þann 15. ágúst 1916, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fjórum dögum áður höfðu þeir lagt af stað um borð í HMAT A70 Ballarat og voru á leið til Frakklands, þar sem þeir veittu áströlskum hermönnum sem voru þar fyrir liðsauka. Bréfin tvö sem voru í flöskunni. Malcolm Neville skrifaði bréfið hægra megin og bað um að það yrði fært móður hans. William Harley skrifaði bréfið vinstra megin en sagði að sá sem fyndi það mætti eiga það.AP Neville féll í átökum um ári síðar. Harley særðist tvisvar en lifði stríðið af. Hann lést úr krabbameini árið 1934 en fjölskylda hans hélt því fram að hann hefði veikst vegna eiturefna á víglínunni. Í bréfinu bað Neville þann sem fann það að koma því til móður sinnar. Til hennar skrifaði hann að hann hefði skemmt sér ágætlega þangað til, fengi góðan mat og væri ánægður. Ríkisútvarp Ástralíu (ABC) segir að Debra Brown, ein þeirra sem fundu flöskuna, hafi fundið ættingja Neville og Harley og hafi komið bréfinu til þeirra. Barnabarn Harley segir að fundur bréfsins sé eins og kraftaverk. Ann Turner, sem er ein fimm lifandi barnabarna Harley, segir þau öll vera í áfalli. Þeim líði eins og afi þeirra hafi haft samband við þau að handan. Ástralía Fyrri heimsstyrjöldin Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Flaskan fannst í fjörunni nærri Esperance í vesturhluta Ástralíu þann 9. október. Þá var fjölskylda á ferðinni að tína upp rusl í fjörunni og tóku þau eftir tveimur bréfum í flöskunni. Fjölskyldan telur að flaskan hafi ekki verið á floti allan þennan tíma, heldur hafi hún líklega verið grafin í sandi. Mikið hafrót við Vestur-Ástralíu síðustu mánuði hafi líklega losað hana. Bréfin voru skrifuð af þeim Malcom Neville (27) og William Harley (37) og voru skrifuð þann 15. ágúst 1916, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fjórum dögum áður höfðu þeir lagt af stað um borð í HMAT A70 Ballarat og voru á leið til Frakklands, þar sem þeir veittu áströlskum hermönnum sem voru þar fyrir liðsauka. Bréfin tvö sem voru í flöskunni. Malcolm Neville skrifaði bréfið hægra megin og bað um að það yrði fært móður hans. William Harley skrifaði bréfið vinstra megin en sagði að sá sem fyndi það mætti eiga það.AP Neville féll í átökum um ári síðar. Harley særðist tvisvar en lifði stríðið af. Hann lést úr krabbameini árið 1934 en fjölskylda hans hélt því fram að hann hefði veikst vegna eiturefna á víglínunni. Í bréfinu bað Neville þann sem fann það að koma því til móður sinnar. Til hennar skrifaði hann að hann hefði skemmt sér ágætlega þangað til, fengi góðan mat og væri ánægður. Ríkisútvarp Ástralíu (ABC) segir að Debra Brown, ein þeirra sem fundu flöskuna, hafi fundið ættingja Neville og Harley og hafi komið bréfinu til þeirra. Barnabarn Harley segir að fundur bréfsins sé eins og kraftaverk. Ann Turner, sem er ein fimm lifandi barnabarna Harley, segir þau öll vera í áfalli. Þeim líði eins og afi þeirra hafi haft samband við þau að handan.
Ástralía Fyrri heimsstyrjöldin Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira