Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2025 11:59 Mahmoud Shakshak (hægri) með lík átta ára dóttur sinnar og fimm ára sonar síns. Þau eru sögð hafa fallið í árásum Ísraela í Gasaborg. AP/Yousef Al Zanoun Ráðamenn í Ísrael segja vopnahlé aftur í gildi á Gasaströndinni, eftir umfangsmiklar árásir frá því í gær. Að minnsta kosti hundrað Palestínumenn eru sagðir hafa látið lífið í loftárásum Ísraela frá því í gær en þá héldu Ísraelar því fram að Hamas samtökin hafi rofið vopnahléið. Það áttu þeir að hafa gert með því að ráðast á ísraelska hermenn í suðurhluta Gasa þar sem einn hermaður féll og með því að brjóta samkomulagið um að afhenda líkamsleifar látinna gísla. Hamas segjast hins vegar ekkert hafa haft með árásina að gera og að þeir séu að framfylgja reglum friðarsamkomulagsins. Sjá einnig: Skipar hernum að gera árásir á Gasa Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um málið og segir að ekkert megi setja friðarsamkomulagið í hættu. Hann bætti þó við að Ísraelar séu í rétti til að verja sig, sé á þá ráðist. Loftárásirnar í nótt beindust að heimilum, skólum og íbúðarblokkum vítt og breitt um Gasa. Þá sagði Trump að ef Hamas-liðar hegðuðu sér vel yrði komið á friði. Annars yrðu þeir drepnir. Heilbrigðisráðuneyti Gasa segir 104 hafa fallið í árásunum og þar á meðal séu 46 börn. Að minnsta kosti 253 eru sagðir særðir. Um er að ræða skæðustu árásir Ísraela frá því vopnahléssamkomulag tók gildi á Gasa þann 10. október. Leiðtogar Hamas segjast ætla að tefja afhendingu næstu líkamsleifa vegna árásanna, samkvæmt AP fréttaveitunni. Enn eru líkamsleifar þrettán gísla á Gasaströndinni. Al Jazeera segir að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi að miklu leyti skipað hernum í gær að gera árásir vegna gagnrýni gegn honum innan Ísrael. Hann hafi verið sakaður um að vera undir stjórn Bandaríkjamanna og með árásunum hafi hann viljað sýna að svo væri ekki. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Donald Trump Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Það áttu þeir að hafa gert með því að ráðast á ísraelska hermenn í suðurhluta Gasa þar sem einn hermaður féll og með því að brjóta samkomulagið um að afhenda líkamsleifar látinna gísla. Hamas segjast hins vegar ekkert hafa haft með árásina að gera og að þeir séu að framfylgja reglum friðarsamkomulagsins. Sjá einnig: Skipar hernum að gera árásir á Gasa Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um málið og segir að ekkert megi setja friðarsamkomulagið í hættu. Hann bætti þó við að Ísraelar séu í rétti til að verja sig, sé á þá ráðist. Loftárásirnar í nótt beindust að heimilum, skólum og íbúðarblokkum vítt og breitt um Gasa. Þá sagði Trump að ef Hamas-liðar hegðuðu sér vel yrði komið á friði. Annars yrðu þeir drepnir. Heilbrigðisráðuneyti Gasa segir 104 hafa fallið í árásunum og þar á meðal séu 46 börn. Að minnsta kosti 253 eru sagðir særðir. Um er að ræða skæðustu árásir Ísraela frá því vopnahléssamkomulag tók gildi á Gasa þann 10. október. Leiðtogar Hamas segjast ætla að tefja afhendingu næstu líkamsleifa vegna árásanna, samkvæmt AP fréttaveitunni. Enn eru líkamsleifar þrettán gísla á Gasaströndinni. Al Jazeera segir að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi að miklu leyti skipað hernum í gær að gera árásir vegna gagnrýni gegn honum innan Ísrael. Hann hafi verið sakaður um að vera undir stjórn Bandaríkjamanna og með árásunum hafi hann viljað sýna að svo væri ekki.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Donald Trump Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira