Körfubolti

Lands­liðs­mennirnir öflugir í Evrópu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason átti flottan leik í kvöld.
Tryggvi Snær Hlinason átti flottan leik í kvöld. Getty/Marcin Golba

Tryggvi Snær Hlinason og Elvar Már Friðriksson, landsliðsmenn Íslands í körfubolta, voru í eldlínunni með liðum sínum í Evrópubikarnum í kvöld.

Tryggvi Snær og hans menn í Bilbao sóttu Kutaisi frá Georgíu heim. Það verður ekki annað sagt en sá leikur hafi verið einstefna gestanna að körfu heimaliðsins, lokatölur 62-113.

Tryggvi Snær skoraði 10 stig, tók 6 fráköst og gaf 2 stoðsendingar í leiknum. Bilbao er eftir sigurinn með tvo sigra og eitt tap í 2. sæti E-riðils þegar riðlakeppnin er hálfnuð.

Elvar Már átti flottan leik fyrir Anvil sem vann góðan útisigur á Trepça frá Kósovó í F-riðli, lokatölur 87-97. Njarðvíkingurinn skoraði 11 stig, tók 4 fráköst og gaf 2 stoðsendingar.

Þetta var fyrsti sigur Anwil í þremur leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×