Myndskeiðið segi ekki alla söguna Eiður Þór Árnason skrifar 29. október 2025 21:09 Myndskeið sem náðist af hluta atburðarásarinnar hefur verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum. Eigandi bifreiðar sem keyrði utan í hjólreiðamann við Spöngina í dag segir myndskeið af atvikinu ekki segja alla söguna. Ekki hafi verið ætlunin að keyra svo nálægt hjólinu og hjólreiðamaðurinn áður sýnt árásargirni. Rúnar Þór Vilhjálmsson leigubílstjóri er eigandi bílsins en hann segir eiginkonu sína hafa verið við stýrið þennan afdrifaríka eftirmiðdag. „Hún vill ekkert tjá sig neitt meira en rétt skal vera rétt,“ segir hann í samtali við fréttastofu áður en hann byrjar að rekja atburðarásina. „Hún er að keyra á eftir honum og hann er eitthvað að dóla þarna á miðri götu og er þar hægur. Hún flautar á hann og hann gaf henni þá fokkmerki og hún nær að fara fram fyrir hann og stoppa við hringtorg.“ Þá hafi hann hjólað upp að bílnum og farið inn í þröngt pláss milli bílsins og gangstéttarkantsins. Næst hafi eiginkona hans dregið niður bílrúðuna og þau átt orðaskipti. „Þegar hann kemur upp að bílnum þá byrjar hann að sparka og berja í bílinn,“ bætir Rúnar við. Hún hafi í kjölfarið tjáð honum að hún ætlaði að hringja í lögregluna og hann þá teygt sig inn í bílinn og reynt að taka af henni símann. „Það er fyrst þegar hún rýkur af stað þaðan að hún þrengir svona harkalega að honum enda bara skelfingu lostin,“ segir Rúnar og vísar til augnabliksins sem sést á umtöluðu myndskeiði. Hafi skemmt bílinn Rúnar staðhæfir jafnframt að hjólið hafi ekki farið undir bílinn heldur klemmst milli stigbretta á bílnum og snjóskaflsins. „Hann náði hjólinu burt og hjólaði í burtu. Það var ekkert að hjólinu.“ Á þessum tímapunkti hafi konan hans verið búin að hringja í lögregluna en hjólreiðamaðurinn horfið. Rúnar fullyrðir að hann hafi stórskemmt bílinn. Hann bætir við að lögreglan hafi haft samband í kjölfarið og spurt konuna sína hvort hún vilji kæra hjólreiðamanninn. Hún hafi enga ákvörun tekið þeim efnum. Sé stormur í vatnsglasi Rúnar upplifir málið að einhverju leyti sem storm í vatnsglasi en segir atvikið vissulega líta illa út á myndskeiðinu sem er í dreifingu. „Það er eins og hún sé ökuníðingur. En það er ekki rétt. Hún að vísu rauk af stað skelfingu lostin þegar hann var búinn að fara inn um gluggann hjá henni að reyna að rífa af henni símann þegar hún er að hringja á lögguna.“ Henni hafi fundist skelfilegt að lenda í þessu. Reykjavík Umferðaröryggi Hjólreiðar Tengdar fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Ökumaður sást keyra utan í hjólreiðamann við Spöngina í Reykjavík í dag. Pétur Jóhannesson var á keyrslu þar um fjögurleytið þegar atvikið átti sér stað. 29. október 2025 18:50 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Rúnar Þór Vilhjálmsson leigubílstjóri er eigandi bílsins en hann segir eiginkonu sína hafa verið við stýrið þennan afdrifaríka eftirmiðdag. „Hún vill ekkert tjá sig neitt meira en rétt skal vera rétt,“ segir hann í samtali við fréttastofu áður en hann byrjar að rekja atburðarásina. „Hún er að keyra á eftir honum og hann er eitthvað að dóla þarna á miðri götu og er þar hægur. Hún flautar á hann og hann gaf henni þá fokkmerki og hún nær að fara fram fyrir hann og stoppa við hringtorg.“ Þá hafi hann hjólað upp að bílnum og farið inn í þröngt pláss milli bílsins og gangstéttarkantsins. Næst hafi eiginkona hans dregið niður bílrúðuna og þau átt orðaskipti. „Þegar hann kemur upp að bílnum þá byrjar hann að sparka og berja í bílinn,“ bætir Rúnar við. Hún hafi í kjölfarið tjáð honum að hún ætlaði að hringja í lögregluna og hann þá teygt sig inn í bílinn og reynt að taka af henni símann. „Það er fyrst þegar hún rýkur af stað þaðan að hún þrengir svona harkalega að honum enda bara skelfingu lostin,“ segir Rúnar og vísar til augnabliksins sem sést á umtöluðu myndskeiði. Hafi skemmt bílinn Rúnar staðhæfir jafnframt að hjólið hafi ekki farið undir bílinn heldur klemmst milli stigbretta á bílnum og snjóskaflsins. „Hann náði hjólinu burt og hjólaði í burtu. Það var ekkert að hjólinu.“ Á þessum tímapunkti hafi konan hans verið búin að hringja í lögregluna en hjólreiðamaðurinn horfið. Rúnar fullyrðir að hann hafi stórskemmt bílinn. Hann bætir við að lögreglan hafi haft samband í kjölfarið og spurt konuna sína hvort hún vilji kæra hjólreiðamanninn. Hún hafi enga ákvörun tekið þeim efnum. Sé stormur í vatnsglasi Rúnar upplifir málið að einhverju leyti sem storm í vatnsglasi en segir atvikið vissulega líta illa út á myndskeiðinu sem er í dreifingu. „Það er eins og hún sé ökuníðingur. En það er ekki rétt. Hún að vísu rauk af stað skelfingu lostin þegar hann var búinn að fara inn um gluggann hjá henni að reyna að rífa af henni símann þegar hún er að hringja á lögguna.“ Henni hafi fundist skelfilegt að lenda í þessu.
Reykjavík Umferðaröryggi Hjólreiðar Tengdar fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Ökumaður sást keyra utan í hjólreiðamann við Spöngina í Reykjavík í dag. Pétur Jóhannesson var á keyrslu þar um fjögurleytið þegar atvikið átti sér stað. 29. október 2025 18:50 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
„Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Ökumaður sást keyra utan í hjólreiðamann við Spöngina í Reykjavík í dag. Pétur Jóhannesson var á keyrslu þar um fjögurleytið þegar atvikið átti sér stað. 29. október 2025 18:50