Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Lovísa Arnardóttir skrifar 31. október 2025 11:17 Ásmundarsafn var opið gestum og gangandi á Hrekkjavöku í fyrra en verður ekki opið í ár. Listasafn Íslands Mörg hverfi á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að fresta hrekkjavökuhátíð sem átti að fara fram í kvöld til morguns. Hátíðinni er frestað vegna veðurs en lægð er undan suðausturströnd sem á að valda hvassri norðaustanátt víða um land, en stormi á Suðausturlandi og á Vestfjörðum og Norðvesturlandi síðdegis og fram á kvöld. Á Facebook má sjá að búið er að fresta hátíðinni bæði á höfuðborgarsvæði og á landsbyggð. Til dæmis er búið að fresta í Hlíðum, í Vesturbæ og miðborg, á Völlunum, Norðlingaholti, Kársnesi, Laugarneshverfi og á Hellu. „Það komu umræður hvort það væri sniðugt út af veðri og aðstæðum, ekki búið að moka, að það verði erfitt fyrir lítil skrímsli og verur að labba um til að fá grikk eða gott. Þannig við ákváðum að skoða hvenær fólk myndi vilja flytja það,“ segir Saga Rúnarsdóttir, móðir og skipuleggjandi viðburðarins í Norðlingaholti. Öryggisatriði að færa hátíðina Hún segist hafa orðið smá stressuð en sé sátt við niðurstöðuna. „Þetta var bara upp á öryggi fyrir krakkana og að geta haldið allri skemmtuninni í gangi.“ Og hver var niðurstaðan? „Við ætlum að færa yfir á morgun, sama tíma, frá 17-19, sem við höfum gert síðustu ár.“ Á Facebook er hægt að finna viðburði fyrir Norðlingaholt, og flest önnur hverfi, þar sem einnig er hægt að finna kort sem fólk hefur merkt inn á hvort það sé í boði að banka upp á fyrir grikk eða gott. „Það er venjulega mjög góð þátttaka, er oftast líka fyrir öskudag. Fólki finnst voðalega gaman að taka þátt í þessu og sjá búninginn hjá krökkunum og bara upplifa smá dægrastyttingu.“ Saga segir frestunina gott tækifæri fyrir krakka til að nýta búningana. „Það er kannski betra að vera bara með tvo daga í búning heldur en einn,“ segir Alexandra sem sjálf stefnir á að vera í drekabúning og sonur hennar vera úr K Pop Demon Hunters. Halda sínu striki í Haukahlíð Sumir hafa þó ákveðið að halda sínu striki, eins og húsfélagið í Haukahlíð 1, stærsta húsfélag landsins. Óttar Völundarson er einn þeirra íbúa sem hafa skipulagt viðburð á Facebook fyrir húsfélagið í Haukahlíð 1 á Valsreitnum. Myndin er tekin í fyrra en þá voru leigð ljós og hljóðkerfi. Aðsend „Þetta er stærsta enn sem komið er stærsta húsfélag landsins,“ segir Óttar Völen blokkin er í kassa og í miðjunni er kassalaga garður. Í kassanum eru 191 íbúð. Hann segir ríka hefð í blokkinni fyrir því að halda hrekkjavöku hátíðlega. Sérstök hrekkjavökunefnd sér um að skreyta garðinn. Sérstök hrekkjavökunefnd sér um að skreyta garðinn í miðjunni. Aðsend „Það er einn inngangur í garðinn og þaðan er aðgengi að öllum íbúðum í gegnum mismunandi stigaganga,“ segir Óttar og að íbúar á jarðhæð hafi síðustu ár sérstaklega skreytt hjá sér. „Í fyrra leigðum við ljós og hljóðkerfi. Það er gert dálítið úr þessu.“ Vegna veðurs sjá þau ekki fram á að geta skreytt með sama hætti í garðinum í ár og því verða skreytingar í ár götumegin í húsinu. Hér er eflaust einhver norn að elda sitt seyði. Aðsend Mikill fjöldi í Hlíðunum í Reykjavík tekur þátt. Google Maps „Það er til að einfalda þeim sem eru að labba í hús að komast á milli. Í stað þess að skreyta garðinn verður einni hjólageymslunni breytt í hrekkjavökuhús. Fólk getur þannig fengið smá smjörþef af því sem áður var,“ segir Óttar og að allir séu velkomnir. „Það jákvæða við þetta fyrirkomulag hjá okkur er auðvitað að þú kemst yfir rosalega mikið magn, á mjög marga staði, á mjög litlum bletti.“ Hér á Vísindavef Háskóla Íslands er hægt að kynna sér nánar um uppruna hátíðarinnar. Á Kársnesinu verður líka nóg að gera. Google Maps Viðburðir í Ásmundasafni í Reykjavík og á Árbæjarsafni falla niður. „Nornir, afturgöngur og aðrar óvættir hafa afboðað komu sína á Árbæjarsafn nú á föstudaginn 31. október, þar sem þau eru veðurteppt í handanheimum. Því miður fellur hrekkjavaka því niður í ár,“ segir í tilkynningu frá safninu. Börn og uppeldi Hrekkjavaka Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Rangárþing ytra Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Á Facebook má sjá að búið er að fresta hátíðinni bæði á höfuðborgarsvæði og á landsbyggð. Til dæmis er búið að fresta í Hlíðum, í Vesturbæ og miðborg, á Völlunum, Norðlingaholti, Kársnesi, Laugarneshverfi og á Hellu. „Það komu umræður hvort það væri sniðugt út af veðri og aðstæðum, ekki búið að moka, að það verði erfitt fyrir lítil skrímsli og verur að labba um til að fá grikk eða gott. Þannig við ákváðum að skoða hvenær fólk myndi vilja flytja það,“ segir Saga Rúnarsdóttir, móðir og skipuleggjandi viðburðarins í Norðlingaholti. Öryggisatriði að færa hátíðina Hún segist hafa orðið smá stressuð en sé sátt við niðurstöðuna. „Þetta var bara upp á öryggi fyrir krakkana og að geta haldið allri skemmtuninni í gangi.“ Og hver var niðurstaðan? „Við ætlum að færa yfir á morgun, sama tíma, frá 17-19, sem við höfum gert síðustu ár.“ Á Facebook er hægt að finna viðburði fyrir Norðlingaholt, og flest önnur hverfi, þar sem einnig er hægt að finna kort sem fólk hefur merkt inn á hvort það sé í boði að banka upp á fyrir grikk eða gott. „Það er venjulega mjög góð þátttaka, er oftast líka fyrir öskudag. Fólki finnst voðalega gaman að taka þátt í þessu og sjá búninginn hjá krökkunum og bara upplifa smá dægrastyttingu.“ Saga segir frestunina gott tækifæri fyrir krakka til að nýta búningana. „Það er kannski betra að vera bara með tvo daga í búning heldur en einn,“ segir Alexandra sem sjálf stefnir á að vera í drekabúning og sonur hennar vera úr K Pop Demon Hunters. Halda sínu striki í Haukahlíð Sumir hafa þó ákveðið að halda sínu striki, eins og húsfélagið í Haukahlíð 1, stærsta húsfélag landsins. Óttar Völundarson er einn þeirra íbúa sem hafa skipulagt viðburð á Facebook fyrir húsfélagið í Haukahlíð 1 á Valsreitnum. Myndin er tekin í fyrra en þá voru leigð ljós og hljóðkerfi. Aðsend „Þetta er stærsta enn sem komið er stærsta húsfélag landsins,“ segir Óttar Völen blokkin er í kassa og í miðjunni er kassalaga garður. Í kassanum eru 191 íbúð. Hann segir ríka hefð í blokkinni fyrir því að halda hrekkjavöku hátíðlega. Sérstök hrekkjavökunefnd sér um að skreyta garðinn. Sérstök hrekkjavökunefnd sér um að skreyta garðinn í miðjunni. Aðsend „Það er einn inngangur í garðinn og þaðan er aðgengi að öllum íbúðum í gegnum mismunandi stigaganga,“ segir Óttar og að íbúar á jarðhæð hafi síðustu ár sérstaklega skreytt hjá sér. „Í fyrra leigðum við ljós og hljóðkerfi. Það er gert dálítið úr þessu.“ Vegna veðurs sjá þau ekki fram á að geta skreytt með sama hætti í garðinum í ár og því verða skreytingar í ár götumegin í húsinu. Hér er eflaust einhver norn að elda sitt seyði. Aðsend Mikill fjöldi í Hlíðunum í Reykjavík tekur þátt. Google Maps „Það er til að einfalda þeim sem eru að labba í hús að komast á milli. Í stað þess að skreyta garðinn verður einni hjólageymslunni breytt í hrekkjavökuhús. Fólk getur þannig fengið smá smjörþef af því sem áður var,“ segir Óttar og að allir séu velkomnir. „Það jákvæða við þetta fyrirkomulag hjá okkur er auðvitað að þú kemst yfir rosalega mikið magn, á mjög marga staði, á mjög litlum bletti.“ Hér á Vísindavef Háskóla Íslands er hægt að kynna sér nánar um uppruna hátíðarinnar. Á Kársnesinu verður líka nóg að gera. Google Maps Viðburðir í Ásmundasafni í Reykjavík og á Árbæjarsafni falla niður. „Nornir, afturgöngur og aðrar óvættir hafa afboðað komu sína á Árbæjarsafn nú á föstudaginn 31. október, þar sem þau eru veðurteppt í handanheimum. Því miður fellur hrekkjavaka því niður í ár,“ segir í tilkynningu frá safninu.
Börn og uppeldi Hrekkjavaka Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Rangárþing ytra Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“