Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Kjartan Kjartansson og Telma Tómasson skrifa 31. október 2025 09:30 Jón Guðni Ómarsson er bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/Anton Brink Bankastjóri Íslandsbanka segir of snemmt að skera úr um hvort að vaxtadómur Hæstaréttar eigi eftir að gera lán dýrari eða ódýrari á Íslandi. Hann á síður von á að sinn banki bjóði aftur upp á breytilega verðtryggða vexti. Íslandsbanki tilkynnti í gær að einu lánin sem hann byði upp á yrðu óverðtryggð á föstum vöxtum. Það voru viðbrögð við nýlegum dómi Hæstaréttar sem dæmdi skilmála vaxta á breytilegum vöxtum hjá Íslandsbanka ólöglega. Landsbankinn og aðrar lánastofnanir hafa þegar tilkynnt um breytt framboð á lánum í kjölfar dómsins og í aðdraganda fleiri sambærilegra mála sem bíða Hæstaréttar. Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka,´sagði í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi að bankinn stefndi að því að bjóða upp á breytilega vexti eins fljótt og auðið yrði. Sama ætti við um verðtryggð lán sem til stæði að bjóða öllum lántakendum, ekki bara fyrstu kaupendum eins og Landsbankinn tilkynnti um í síðustu viku. „Ég á svona síður von á því að breytilegir verðtryggðir vextir komi aftur,“ sagði Jón Guðni. Spurður að því hvort að vaxtadómurinn ætti eftir að gera lán dýrari eða ódýrari sagði Jón Guðni of snemmt að segja til um það. Vaxtaumhverfið réði mestu um það. „Ég er bara bjartsýnn á það að við getum búið til góðar vörur þannig að þetta verði mjög skilvirkur markaður eftir sem áður,“ sagði bankastjórinn sem fullyrti að Íslandsbanki tæki hluta af kostnaðinum við vaxtadóminn á sig. Aukinn áhugi á óverðtryggðu með fasta vexti Skilmálar lána Íslandsbanka sem Hæstiréttur taldi ólöglega veitti bankanum nokkuð alltumlykandi svigrúm til þess að taka ákvarðanir um breytingar á vöxtum lána. Hæstiréttur sagði í dómi sínum að rétt væri að miða við stýrivexti Seðlabankans við vaxtaákvarðanir. Stýrivextirnir eru nú 7,5 prósent. Jón Guðni sagði áhuga á óverðtryggðum fastvaxtalánum hafa aukist aðeins að undanförnu þegar hann var spurður hvort hann gerði ráð fyrir að nokkur hefði áhuga á að taka slíkt lán við núverandi aðstæður. „Þetta eru lánin sem eru í boði núna fyrir þá sem eru að huga að húsnæðiskaupum akkúrat núna,“ sagði bankastjórinn sem boðaði að lánaframboðið ykist aftur á næstu vikum. Voru komin með eigin lausn fyrir útspil ríkisstjórnar Ríkisstjórnin kynnti í vikunni að ætlunin væri að bregðast við dómnum með því að birta svokallað vaxtaviðmið í samráði við Seðlabankann sem lánveitendur gætu notað til grundvallar verðtryggðum lánum. Viðmiðið byggði á vöxtum ríkisskuldabréfa. Jón Guðni sagði Íslandsbanka hafa verið búinn að teikna upp sínar eigin lausnir varðandi verðtryggð lán. Hann þyrfti nokkra daga til þess að gera upp við sig hvort hann nýtti vaxtaviðmið stjórnvalda eða sína eigin lausn. Vaxtamálið Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Húsnæðismál Dómsmál Lánamál Mest lesið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Sjá meira
Íslandsbanki tilkynnti í gær að einu lánin sem hann byði upp á yrðu óverðtryggð á föstum vöxtum. Það voru viðbrögð við nýlegum dómi Hæstaréttar sem dæmdi skilmála vaxta á breytilegum vöxtum hjá Íslandsbanka ólöglega. Landsbankinn og aðrar lánastofnanir hafa þegar tilkynnt um breytt framboð á lánum í kjölfar dómsins og í aðdraganda fleiri sambærilegra mála sem bíða Hæstaréttar. Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka,´sagði í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi að bankinn stefndi að því að bjóða upp á breytilega vexti eins fljótt og auðið yrði. Sama ætti við um verðtryggð lán sem til stæði að bjóða öllum lántakendum, ekki bara fyrstu kaupendum eins og Landsbankinn tilkynnti um í síðustu viku. „Ég á svona síður von á því að breytilegir verðtryggðir vextir komi aftur,“ sagði Jón Guðni. Spurður að því hvort að vaxtadómurinn ætti eftir að gera lán dýrari eða ódýrari sagði Jón Guðni of snemmt að segja til um það. Vaxtaumhverfið réði mestu um það. „Ég er bara bjartsýnn á það að við getum búið til góðar vörur þannig að þetta verði mjög skilvirkur markaður eftir sem áður,“ sagði bankastjórinn sem fullyrti að Íslandsbanki tæki hluta af kostnaðinum við vaxtadóminn á sig. Aukinn áhugi á óverðtryggðu með fasta vexti Skilmálar lána Íslandsbanka sem Hæstiréttur taldi ólöglega veitti bankanum nokkuð alltumlykandi svigrúm til þess að taka ákvarðanir um breytingar á vöxtum lána. Hæstiréttur sagði í dómi sínum að rétt væri að miða við stýrivexti Seðlabankans við vaxtaákvarðanir. Stýrivextirnir eru nú 7,5 prósent. Jón Guðni sagði áhuga á óverðtryggðum fastvaxtalánum hafa aukist aðeins að undanförnu þegar hann var spurður hvort hann gerði ráð fyrir að nokkur hefði áhuga á að taka slíkt lán við núverandi aðstæður. „Þetta eru lánin sem eru í boði núna fyrir þá sem eru að huga að húsnæðiskaupum akkúrat núna,“ sagði bankastjórinn sem boðaði að lánaframboðið ykist aftur á næstu vikum. Voru komin með eigin lausn fyrir útspil ríkisstjórnar Ríkisstjórnin kynnti í vikunni að ætlunin væri að bregðast við dómnum með því að birta svokallað vaxtaviðmið í samráði við Seðlabankann sem lánveitendur gætu notað til grundvallar verðtryggðum lánum. Viðmiðið byggði á vöxtum ríkisskuldabréfa. Jón Guðni sagði Íslandsbanka hafa verið búinn að teikna upp sínar eigin lausnir varðandi verðtryggð lán. Hann þyrfti nokkra daga til þess að gera upp við sig hvort hann nýtti vaxtaviðmið stjórnvalda eða sína eigin lausn.
Vaxtamálið Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Húsnæðismál Dómsmál Lánamál Mest lesið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Sjá meira