Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar 31. október 2025 12:33 Við Íslendingar höfum lengi litið á okkur sem samheldið samfélag. Við segjum “við Íslendingar eru svo fámenn þjóð og við þekkjumst öll,“ og það hljómar næstum eins og ávísun á samhljóm. Samt þarf varla nema eina Facebókarfærslu um orkumál, efnahagsmál. menningu eða kynjafræði til að sjá hversu hratt við röðum okkur í fylkingar - búumst til vara eða hefjum sókn. Það er auðvelt að segja að samfélagsmiðlar hafi spillt okkur – en það er of einfalt. Átakasæknin býr dýpra. Við erum forrituð til að greina hættu og fylgja hópnum okkar. Í frumskóginum bjargaði það lífi. Í nútímanum birtist það sem pólitísk skautun, ættbálkahegðun á stafrænu formi. Þegar við finnum einhvern sem „hugsar eins og við“, losnar gleðiefni í heilanum. Þegar einhver ögrar því, kviknar líffræðilegt varnarviðbragð. Við upplifum tilfinningu, ekki bara skoðun. Í stjórnmálum er talað um átakalínur – sprungur í samfélaginu sem marka hvar átök um ákveðin málefni liggja. Þær geta snúist um efnahag, trú, kyn, menningu, eiginlega hvað sem er. Ísland hefur sínar eigin sprungur eins og höfuðborg gegn landsbyggð, með og á móti ESB, nýsköpun gegn hefð, náttúruvernd gegn atvinnuþróun. Þær eru ekki merki um bilun – heldur merki um líf. Átök geta verið drifkraftur breytinga. Vandinn er hins vegar þegar átökin verða sjálfstætt markmið. Þegar við hættum að hlusta og byrjum að loka okkur af í bergmálshelli okkar eigin skoðana og varnarhátta. Þá verða átökin ekki lengur leið til skilnings, heldur átakaleikur þar sem markmið allra er að gjörsigra hina. Það er útilokað að slökkva á átakasækni mannsins - við reynum það ekki einu sinni en það væri öllum til góðs að temja ögn átakasæknina. Að leitast við að halda út óþægilega umræðu án þess að gera hana að bardaga til sjálfsupphafningar. Að sjá að sá sem er ósammála okkur er ekki endilega óvinur eða fáviti – heldur hluti af þeirri flóknu spegilmynd sem samfélag er. Og það er ástæða fyrir því að við búum í samfélagi. Friður er ekki endilega fjarvera átaka. Friður er hæfileikinn að vera ósammála án sundrungar. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum lengi litið á okkur sem samheldið samfélag. Við segjum “við Íslendingar eru svo fámenn þjóð og við þekkjumst öll,“ og það hljómar næstum eins og ávísun á samhljóm. Samt þarf varla nema eina Facebókarfærslu um orkumál, efnahagsmál. menningu eða kynjafræði til að sjá hversu hratt við röðum okkur í fylkingar - búumst til vara eða hefjum sókn. Það er auðvelt að segja að samfélagsmiðlar hafi spillt okkur – en það er of einfalt. Átakasæknin býr dýpra. Við erum forrituð til að greina hættu og fylgja hópnum okkar. Í frumskóginum bjargaði það lífi. Í nútímanum birtist það sem pólitísk skautun, ættbálkahegðun á stafrænu formi. Þegar við finnum einhvern sem „hugsar eins og við“, losnar gleðiefni í heilanum. Þegar einhver ögrar því, kviknar líffræðilegt varnarviðbragð. Við upplifum tilfinningu, ekki bara skoðun. Í stjórnmálum er talað um átakalínur – sprungur í samfélaginu sem marka hvar átök um ákveðin málefni liggja. Þær geta snúist um efnahag, trú, kyn, menningu, eiginlega hvað sem er. Ísland hefur sínar eigin sprungur eins og höfuðborg gegn landsbyggð, með og á móti ESB, nýsköpun gegn hefð, náttúruvernd gegn atvinnuþróun. Þær eru ekki merki um bilun – heldur merki um líf. Átök geta verið drifkraftur breytinga. Vandinn er hins vegar þegar átökin verða sjálfstætt markmið. Þegar við hættum að hlusta og byrjum að loka okkur af í bergmálshelli okkar eigin skoðana og varnarhátta. Þá verða átökin ekki lengur leið til skilnings, heldur átakaleikur þar sem markmið allra er að gjörsigra hina. Það er útilokað að slökkva á átakasækni mannsins - við reynum það ekki einu sinni en það væri öllum til góðs að temja ögn átakasæknina. Að leitast við að halda út óþægilega umræðu án þess að gera hana að bardaga til sjálfsupphafningar. Að sjá að sá sem er ósammála okkur er ekki endilega óvinur eða fáviti – heldur hluti af þeirri flóknu spegilmynd sem samfélag er. Og það er ástæða fyrir því að við búum í samfélagi. Friður er ekki endilega fjarvera átaka. Friður er hæfileikinn að vera ósammála án sundrungar. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun