Sport

Fórnar titlinum sínum fyrir bar­áttu kvenna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Breska hnefaleikakonan Chantelle Cameron í vigtun fyrir bardaga sinn í júlí.
Breska hnefaleikakonan Chantelle Cameron í vigtun fyrir bardaga sinn í júlí. Getty/Ed Mulholland

Breska hnefaleikakonan Chantelle Cameron hefur afsalað sér WBC-titli sínum í ofurvigt í mótmælaskyni við það að konur í hnefaleikum fái enn ekki að berjast eftir sömu reglum og gilda hjá körlunum.

Cameron sagði að aðrar hnefaleikakonur vilja fá þriggja mínútna lotur líkt og karlkyns starfsbræður þeirra.

„Hnefaleikar kvenna hafa tekið miklum framförum en enn er verk að vinna,“ sagði Cameron, sem hefur unnið 21 af 22 bardögum á sínum keppnisferli.

„Ég hef alltaf trúað á jafnrétti og það felur í sér valið um að berjast jafn margar lotur, að fá jöfn tækifæri og að fá jafna virðingu. Ég er stolt af því afreki mínu að verða WBC-meistari en það er kominn tími til að taka afstöðu fyrir því sem er rétt og fyrir framtíð íþróttarinnar,“ sagði Cameron.

Cameron fetar í fótspor Amöndu Serrano, sem afsalaði sér WBC-titli sínum árið 2023 af sömu ástæðu. Flestir titilbardagar kvenna eru tíu lotur sem eru tvær mínútur hver, en bardagar karla samanstanda af tólf þriggja mínútna lotum.

Cameron, sem tapaði fyrir Katie Taylor í seinni viðureign þeirra í nóvember 2023 eftir að hafa unnið fyrri bardagann í maí, átti að fá fyrirhugaðan bardaga við bresku samlöndu sína Sandy Ryan.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×