Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. nóvember 2025 14:02 Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. vísir/egill Breytingar á lánareglum Seðlabankans munu ekki hafa áhrif á fjölda fólks, þar sem reglur um greiðslubyrði haldast þær sömu. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Þó geti um fimmtán hundruð kaupendur komið nýir inn á fasteignamarkaðinn Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í gær breytingar á reglum um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda. Hefur hámarkið við kaup á fyrstu eign verið hækkað úr 85 prósentum í 90 prósent en hámark hlutfallsins fyrir aðra lántaka helst óbreytt í 80 prósentum. Þetta sé gert til að bregðast við dómi Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða sem hafi skapað nokkra óvissu á íbúðalánamarkaði. Staða kaupenda með lægri tekjur virðist hafa versnað. Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir í samtali við fréttastofu að þessi breyting komi ekki til með að hafa áhrif á fjölda fólks þar sem reglur um greiðslumat haldast þær sömu. „Viss hópur kemst jafn síður inn á markað nú sem áður. Hins vegar gæti þetta liðkað til fyrir sölu þar sem er afskaplega lítið framboð af minni eignum og hugsanlega gætu nýir kaupendur bæst við hópinn sem hafa núna efni á því að kaupa þessar aðeins stærri eignir sem að eru nú í boði og þannig komist inn á markað.“ Már bendir á að mikið framboð sé af dýrari millistórum og stærri íbúðum á fasteignamarkaði. Hann segir þó óvíst hvaða áhrif kaup með veðsetningarhlutfalli upp á 90 prósent muni hafa á lánakjör sem bankarnir bjóða upp á. „Þetta þýðir það auðvitað að í staðinn fyrir að þú eigir 15 prósent af eigninni þá áttu aðeins tíu prósent. Hugsanlega verða slík viðbótarlán, ef svo má að orði komast, aðeins dýrari og með hærra vaxtastigi. En hugsanlega gæti þetta liðkað til fyrir kaupum og minnkað þennan stappa af óseldum íbúðum.“ Hann segir þetta þó alls ekki leysa grunnvandann og ljóst að það vanti fleiri minni og ódýrari íbúðir. Um jákvætt skref sé þó að ræða. „Það mun væntanlega skýrast á næstu vikum hver raunveruleg áhrif eru. Ég var að tala við Pál Pálsson fasteignasala og hans ágiskun var að þúsund til fimmtán hundruð manneskjur munu bætast inn á fasteignamarkað.“ Vaxtamálið Lánamál Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármál heimilisins Húsnæðismál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í gær breytingar á reglum um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda. Hefur hámarkið við kaup á fyrstu eign verið hækkað úr 85 prósentum í 90 prósent en hámark hlutfallsins fyrir aðra lántaka helst óbreytt í 80 prósentum. Þetta sé gert til að bregðast við dómi Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða sem hafi skapað nokkra óvissu á íbúðalánamarkaði. Staða kaupenda með lægri tekjur virðist hafa versnað. Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir í samtali við fréttastofu að þessi breyting komi ekki til með að hafa áhrif á fjölda fólks þar sem reglur um greiðslumat haldast þær sömu. „Viss hópur kemst jafn síður inn á markað nú sem áður. Hins vegar gæti þetta liðkað til fyrir sölu þar sem er afskaplega lítið framboð af minni eignum og hugsanlega gætu nýir kaupendur bæst við hópinn sem hafa núna efni á því að kaupa þessar aðeins stærri eignir sem að eru nú í boði og þannig komist inn á markað.“ Már bendir á að mikið framboð sé af dýrari millistórum og stærri íbúðum á fasteignamarkaði. Hann segir þó óvíst hvaða áhrif kaup með veðsetningarhlutfalli upp á 90 prósent muni hafa á lánakjör sem bankarnir bjóða upp á. „Þetta þýðir það auðvitað að í staðinn fyrir að þú eigir 15 prósent af eigninni þá áttu aðeins tíu prósent. Hugsanlega verða slík viðbótarlán, ef svo má að orði komast, aðeins dýrari og með hærra vaxtastigi. En hugsanlega gæti þetta liðkað til fyrir kaupum og minnkað þennan stappa af óseldum íbúðum.“ Hann segir þetta þó alls ekki leysa grunnvandann og ljóst að það vanti fleiri minni og ódýrari íbúðir. Um jákvætt skref sé þó að ræða. „Það mun væntanlega skýrast á næstu vikum hver raunveruleg áhrif eru. Ég var að tala við Pál Pálsson fasteignasala og hans ágiskun var að þúsund til fimmtán hundruð manneskjur munu bætast inn á fasteignamarkað.“
Vaxtamálið Lánamál Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármál heimilisins Húsnæðismál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira