Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2025 12:48 Þýski knattspyrnudómarinn Patrick Ittrich leggur til breytingar á fótboltareglunum sem mörgum finnst eflaust svolítið róttækar. Getty/David Inderlied Þýskur knattspyrnudómari hefur lagt til fjórar breytingar á knattspyrnulögunum sem eiga að hjálpa fegurð fótboltans að njóta sín betur. Margir eru orðnir þreyttir á taktískum brotum, alls kyns töfum og mótmælum við dómara. Ekki síst dómararnir sjálfir. Þjóðverjinn Patrick Ittrich þekkir íþróttina og reglur hennar betur en margir. Hann er með hugmynd um fjórar breytingar á knattspyrnulögunum. Þær má sjá hér fyrir neðan. Þetta er áhugaverð viðbót við umræðuna um hvernig er hægt að gera fótboltann enn skemmtilegri og losa hann við þessi almennu leiðindi þar sem leikmenn reyna að tefja, plata og hafa áhrif á dómarann. 1) Fyrir taktískt brot á miðjum vellinum ætti að dæma aukaspyrnu í sautján metra fjarlægð frá markinu. Hversu oft myndum við sjá slík brot þá? 2) Ef leikmaður veltir sér þrisvar sinnum um á vellinum og þarfnast læknis, þá skal hann fá lækni og bíða svo fyrir utan hliðarlínuna í þrjár mínútur. Hversu fljótt heldurðu að leikmaðurinn myndi standa upp? 3) Ef leikmaður móðgar dómarann, sendu hann þá af velli í tíu mínútur til að róa sig niður. Hann getur hjólað til að hita upp áður en hann kemur aftur inn á. Við getum lært af handboltanum í þeim efnum. 4) Hvernig má það vera að dómari sé umkringdur tíu leikmönnum eftir ákvörðun? Að mínu mati, búmm, búmm, búmm – þrjú rauð spjöld. Spilið þá sjö á móti tíu. Það væri fínu lagi mín vegna. View this post on Instagram A post shared by The Football Community (@officialfootballcommunity) Fótbolti Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira
Margir eru orðnir þreyttir á taktískum brotum, alls kyns töfum og mótmælum við dómara. Ekki síst dómararnir sjálfir. Þjóðverjinn Patrick Ittrich þekkir íþróttina og reglur hennar betur en margir. Hann er með hugmynd um fjórar breytingar á knattspyrnulögunum. Þær má sjá hér fyrir neðan. Þetta er áhugaverð viðbót við umræðuna um hvernig er hægt að gera fótboltann enn skemmtilegri og losa hann við þessi almennu leiðindi þar sem leikmenn reyna að tefja, plata og hafa áhrif á dómarann. 1) Fyrir taktískt brot á miðjum vellinum ætti að dæma aukaspyrnu í sautján metra fjarlægð frá markinu. Hversu oft myndum við sjá slík brot þá? 2) Ef leikmaður veltir sér þrisvar sinnum um á vellinum og þarfnast læknis, þá skal hann fá lækni og bíða svo fyrir utan hliðarlínuna í þrjár mínútur. Hversu fljótt heldurðu að leikmaðurinn myndi standa upp? 3) Ef leikmaður móðgar dómarann, sendu hann þá af velli í tíu mínútur til að róa sig niður. Hann getur hjólað til að hita upp áður en hann kemur aftur inn á. Við getum lært af handboltanum í þeim efnum. 4) Hvernig má það vera að dómari sé umkringdur tíu leikmönnum eftir ákvörðun? Að mínu mati, búmm, búmm, búmm – þrjú rauð spjöld. Spilið þá sjö á móti tíu. Það væri fínu lagi mín vegna. View this post on Instagram A post shared by The Football Community (@officialfootballcommunity)
Fótbolti Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira