„Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. nóvember 2025 19:01 Hermann Hreiðarsson er nýr þjálfari Vals og var tekinn tali á Hlíðarenda. Vísir/Bjarni „Stórkostlegt. Ég er hrikalega spenntur,“ segir Hermann Hreiðarsson, nýr þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta, um nýja starfið. Hann skrifaði undir þriggja ára samning á Hlíðarenda í dag. „Þetta er einn stærsti klúbbur landsins þannig að þetta er gríðarlega spennandi starf og kemur ekki upp á hverjum degi. Frá byrjun var þetta mjög spennandi,“ segir Hermann um viðbrögðin þegar Valur hafði við hann samband. „Við erum búin að eiga mörg góð og heilbrigð samtöl við teymi og stjórn. Þetta er skýr stefna sem á að fara í og við erum allir sammála um að það er rétta stefnan fyrir Val. Þegar sú byrjun er til staðar er bjart fram undan,“ segir Hermann um verkefnið sem liggur fyrir. Breyttar áherslur Gareth Owen var nýlega ráðinn sérlegur tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar og mun Chris Brazell vera aðstoðarþjálfari Hermanns hjá Val. Ráðast á í stefnubreytingu, líkt og hann nefnir, sem felst helst í því að einblína meira á grasrótarstarf liðsins og gefa yngri leikmönnum tækifæri. Von er því á að tekið verði til í leikmannahópi liðsins sem er á meðal þeirra eldri í Bestu deildinni. „Það er fyrst og fremst að vanda okkur í því sem við erum að kaupa inn. Við ætlum aðeins að breyta strúktúr á leikmannamarkaðnum, að fara í yngri leikmenn. Líka innan frá viljum við finna einhverja demanta úr starfinu. Það eru alltaf skemmtilegustu verkefnin og það þarf að bæta það aðeins,“ „Ég veit hverju ég get lofað hérna á Valsvelli og í okkar leikjum. Það verður hundleiðinlegt að spila við Val,“ segir Hermann léttur og bætir við: „Það koma allir til með að leggja sig 100 prósent fram og rúmlega það. Það verða læti í þessu hjá okkur eins og maður hefur verið með. Þetta verða pressuleikir. Svo er náttúrulega svakalega spennandi að taka við ógnarsterku fótboltaliði og þegar þú ert með svona gott fótboltalið viltu líka hafa boltann svolítið.“ Ekki stýrt svo stóru liði áður Hermann hefur stýrt liðum í toppbaráttu í neðri deildum og fallbaráttu í efstu deild. Nú tekur hann skrefið til félags þar sem krafa er um titla. Hefur hann skilaboð til Valsmanna sem hafa efasemdir um ráðninguna í ljósi þess? „Ég bara vonast eftir gríðarlegum stuðningi því það telur alltaf mikið. Maður veit að þetta er risa klúbbur og það eru kröfur úr öllum áttum. Ég hef ógnartrú á því að ef við gerum þetta í sameiningu og það er stuðningur við liðið þá verður alvöru toppbarátta hérna fyrir öllum titlum,“ segir Hermann. Töluvert fleira kemur fram í viðtalinu við Hermann sem má sjá í heild sinni í spilaranum. Klippa: Hermann ræðir verkefnið hjá Val Valur Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira
„Þetta er einn stærsti klúbbur landsins þannig að þetta er gríðarlega spennandi starf og kemur ekki upp á hverjum degi. Frá byrjun var þetta mjög spennandi,“ segir Hermann um viðbrögðin þegar Valur hafði við hann samband. „Við erum búin að eiga mörg góð og heilbrigð samtöl við teymi og stjórn. Þetta er skýr stefna sem á að fara í og við erum allir sammála um að það er rétta stefnan fyrir Val. Þegar sú byrjun er til staðar er bjart fram undan,“ segir Hermann um verkefnið sem liggur fyrir. Breyttar áherslur Gareth Owen var nýlega ráðinn sérlegur tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar og mun Chris Brazell vera aðstoðarþjálfari Hermanns hjá Val. Ráðast á í stefnubreytingu, líkt og hann nefnir, sem felst helst í því að einblína meira á grasrótarstarf liðsins og gefa yngri leikmönnum tækifæri. Von er því á að tekið verði til í leikmannahópi liðsins sem er á meðal þeirra eldri í Bestu deildinni. „Það er fyrst og fremst að vanda okkur í því sem við erum að kaupa inn. Við ætlum aðeins að breyta strúktúr á leikmannamarkaðnum, að fara í yngri leikmenn. Líka innan frá viljum við finna einhverja demanta úr starfinu. Það eru alltaf skemmtilegustu verkefnin og það þarf að bæta það aðeins,“ „Ég veit hverju ég get lofað hérna á Valsvelli og í okkar leikjum. Það verður hundleiðinlegt að spila við Val,“ segir Hermann léttur og bætir við: „Það koma allir til með að leggja sig 100 prósent fram og rúmlega það. Það verða læti í þessu hjá okkur eins og maður hefur verið með. Þetta verða pressuleikir. Svo er náttúrulega svakalega spennandi að taka við ógnarsterku fótboltaliði og þegar þú ert með svona gott fótboltalið viltu líka hafa boltann svolítið.“ Ekki stýrt svo stóru liði áður Hermann hefur stýrt liðum í toppbaráttu í neðri deildum og fallbaráttu í efstu deild. Nú tekur hann skrefið til félags þar sem krafa er um titla. Hefur hann skilaboð til Valsmanna sem hafa efasemdir um ráðninguna í ljósi þess? „Ég bara vonast eftir gríðarlegum stuðningi því það telur alltaf mikið. Maður veit að þetta er risa klúbbur og það eru kröfur úr öllum áttum. Ég hef ógnartrú á því að ef við gerum þetta í sameiningu og það er stuðningur við liðið þá verður alvöru toppbarátta hérna fyrir öllum titlum,“ segir Hermann. Töluvert fleira kemur fram í viðtalinu við Hermann sem má sjá í heild sinni í spilaranum. Klippa: Hermann ræðir verkefnið hjá Val
Valur Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira