Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir og Sigríður Auðunsdóttir skrifa 3. nóvember 2025 08:00 Frétt á fréttavef RÚV í gær, 2. nóvember 2025, þar sem stendur: „Frjósemisstöðvar vinsælar en fæðingartíðni í sögulegu lágmarki“. Þessi þróun er ekki tilviljun, heldur áminning um að ófrjósemi er samfélagslegt málefni sem snertir heilsu, velferð og framtíð þjóðarinnar. Ófrjósemi er málefni sem krefst bæði skilnings, ábyrgðar og raunverulegs stuðnings. Fjöldi fólks á Íslandi leitar sér aðstoðar við barneignir, bæði hér heima og erlendis. Þeir sem fara utan í meðferð teljast ekki með í opinberri tölfræði þar sem að það sækja ekki allir um niðurgreiðslu á meðferðum, og því gefur raunmyndin til kynna að vandinn sé umfangsmeiri en tölur sýna. Bak við hverja tölfræði eru einstaklingar og pör sem ganga í gegnum erfiða, oft langvarandi og kostnaðarsama vegferð til að geta eignast barn. Bak við hverja meðferð eru vonir, kvíði, þreyta og fjárhagslegar byrðar. Þessi reynsla er ekki aðeins líkamlega erfið, heldur einnig tilfinningaleg og félagsleg. Margir upplifa einangrun og þögn, því þrátt fyrir að ófrjósemi snerti um 10–15% para á barneignaraldri, þá eiga margir erfitt með að opna á umræðuna og tala um ófrjósemi. Það er stundum litið á ófrjósemi sem einkamál, eða jafnvel persónulegt vandamál – en það er rangt. Ófrjósemi hefur áhrif á lýðheilsu, fæðingartíðni og framtíð þjóðarinnar. Þess vegna skiptir máli að við nálgumst þetta ekki sem einstaklingsbundinn vanda, heldur sem samfélagslega áskorun sem krefst samstillts átaks. Ófrjósemi kallar á heildstæða nálgun sem sameinar læknisfræðilega þjónustu, sálrænan stuðning, fræðslu og opinbera stefnumótun. Aðgengi og jöfnuður Aðgengi að frjósemismeðferðum þarf að vera raunverulegt fyrir alla – ekki aðeins þá sem hafa bolmagn til að standa straum af miklum kostnaði. Þegar fólk þarf að greiða milljónir króna úr eigin vasa fyrir lífsnauðsynlega meðferð, verða barneignir spurning um efnahag frekar en rétt. Meðferð kostar á bilinu 595.000 kr til 608.000 kr. Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiða fyrstu meðferð um allt að 150.000kr en aðra til fjórðu meðferð allt að 450.000 kr. Þrátt fyrir niðurgreiðslu þurfa pör eða einstaklingar því að greiða yfir milljón fyrir fjórar meðferðir. Margir þurfa því miður að fara í fleiri en fjórar meðferðir því það er ekki alltaf raunin að frjósemismeðferð heppnist strax. Ef við skoðun niðurgreiðslu annara Norðurlanda þá eru sex meðferðir alfarið niðurgreiddar í Danmörku en í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð er þrjár meðferðir niðurgreiddar. Ísland er því langt á eftir nágrannaþjóðum sínum á Norðurlöndum þegar kemur að niðurgreiðslu frjósemismeðferða. Sumt fólk þarf að fara erlendis vegna biðtíma eða takmarkana hér heima, þá hleðst kostnaðurinn hratt upp. Það er því tímabært að stjórnvöld skoði alvarlega aukna niðurgreiðslu á frjósemismeðferðum og endurskoði núverandi reglur með það að markmiði að jafna aðgengi og tryggja rétt allra til að reyna að eignast barn. Við teljum jafnframt nauðsynlegt að styrkja samstarf milli heilbrigðiskerfisins og frjósemisstöðva, tryggja samræmda þjónustu og bæta upplýsingaflæði. Réttindi á vinnumarkaði Stuðningur við fólk í frjósemismeðferð felst þó ekki aðeins í fjárhagslegum aðgerðum. Mikilvægt er að huga að réttindum á vinnumarkaði, svo fólk geti sinnt meðferð sinni án ótta við fjárhagslegt tjón eða atvinnumissi. Ófrjósemi hefur áhrif á líf fólks á svipaðan hátt og langvinnur heilsufarsvandi. Margir þurfa að taka frí frá vinnu vegna rannsókna, meðferða og læknisheimsókna. Það getur skapað aukið álag, bæði andlega og fjárhagslega. Þess vegna teljum við mikilvægt að tryggja rétt fólks til fjarveru vegna frjósemismeðferðar í kjarasamningum stéttarfélaga, án þess að það hafi neikvæð áhrif á afkomu eða stöðu á vinnumarkaði. Slíkt er nú þegar þekkt í nágrannalöndum okkar, og er liður í því að skapa gott vinnuumhverfi. Réttur til fjarveru vegna frjósemismeðferðar ætti að vera jafn sjálfsagður og réttur til veikindaleyfis. Fræðsla og vitundarvakning Fræðsla og vitundarvakning eru einnig lykilatriði. Ungt fólk þarf að fá fræðslu um frjósemi, áhrif aldurs og lífsstíls, og möguleika á meðferðum. Við leggjum áherslu á að stuðningur við fólk í frjósemismeðferð sé bæði sálrænn og félagslegur. Þögnin sem oft umlykur þetta viðfangsefni veldur einangrun, en samtöl, stuðningshópar og fræðslukvöld skapa rými þar sem fólk getur deilt reynslu sinni, fengið ráð og fundið von, því ófrjósemi er ekki val, heldur veruleiki sem margir þurfa að takast á við. Enginn ætti að ganga þessa vegferð einn. Samfélagsleg ábyrgð Þegar fæðingartíðni landsins fellur, þegar fleiri þurfa á meðferð að halda og þegar kostnaður við að eignast barn vex, þá er ljóst að þetta er ekki einkamál einstaklinga heldur samfélagslegt verkefni. Við sem þjóð verðum að spyrja okkur: viljum við skapa samfélag þar sem fólk hefur raunverulegt tækifæri til að eignast börn – ef það vill það? Samfélagsleg ábyrgð nær ekki aðeins til stjórnvalda og heilbrigðiskerfisins, heldur líka til stéttarfélaga og vinnumarkaðarins. Við hvetjum stéttarfélög eindregið til að skoða rétt fólks sem er í frjósemismeðferð og tryggja að það geti tekið nauðsynlegan tíma frá vinnu án þess að það skerði veikindarétt eða tekjur. Slíkur réttur ætti að vera hluti af kjarasamningum – réttur sem viðurkennir að frjósemismeðferð er ekki frí, heldur hluti af læknisfræðilegu ferli sem getur haft djúpstæð áhrif á líf og heilsu fólks. Ófrjósemi er mannréttindamál, jafnréttismál og lýðheilsumál. Það krefst samstillts átaks þar sem stjórnvöld, stéttarfélög, heilbrigðisstarfsfólk og samfélagið allt vinna saman að því að gera barneignir að raunverulegu vali – ekki forréttindum. Við hvetjum stjórnvöld til að líta á frjósemismeðferðir sem eðlilegan og nauðsynlegan hluta af heilbrigðisþjónustu, ekki lúxus eða jaðarmál. Það er samfélagsleg skylda að tryggja að enginn þurfi að velja á milli þess að eignast barn eða halda fjárhagslegu öryggi. Ófrjósemi er ekki aðeins tölfræði – hún er mannleg reynsla, og hún snertir okkur öll. Hún er hluti af samfélagslegri heild sem við berum sameiginlega ábyrgð á. Það er kominn tími til að við tökum það ábyrgðarhlutverk alvarlega – og tryggjum að enginn þurfi að standa einn í baráttunni fyrir lífi sem á sér rétt. María Rut Baldursdóttir, formaður Tilveru, samtaka um ófrjósemi Sigríður Auðunsdóttir, gjaldkeri Tilveru, samtaka um ófrjósemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frjósemi Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Frétt á fréttavef RÚV í gær, 2. nóvember 2025, þar sem stendur: „Frjósemisstöðvar vinsælar en fæðingartíðni í sögulegu lágmarki“. Þessi þróun er ekki tilviljun, heldur áminning um að ófrjósemi er samfélagslegt málefni sem snertir heilsu, velferð og framtíð þjóðarinnar. Ófrjósemi er málefni sem krefst bæði skilnings, ábyrgðar og raunverulegs stuðnings. Fjöldi fólks á Íslandi leitar sér aðstoðar við barneignir, bæði hér heima og erlendis. Þeir sem fara utan í meðferð teljast ekki með í opinberri tölfræði þar sem að það sækja ekki allir um niðurgreiðslu á meðferðum, og því gefur raunmyndin til kynna að vandinn sé umfangsmeiri en tölur sýna. Bak við hverja tölfræði eru einstaklingar og pör sem ganga í gegnum erfiða, oft langvarandi og kostnaðarsama vegferð til að geta eignast barn. Bak við hverja meðferð eru vonir, kvíði, þreyta og fjárhagslegar byrðar. Þessi reynsla er ekki aðeins líkamlega erfið, heldur einnig tilfinningaleg og félagsleg. Margir upplifa einangrun og þögn, því þrátt fyrir að ófrjósemi snerti um 10–15% para á barneignaraldri, þá eiga margir erfitt með að opna á umræðuna og tala um ófrjósemi. Það er stundum litið á ófrjósemi sem einkamál, eða jafnvel persónulegt vandamál – en það er rangt. Ófrjósemi hefur áhrif á lýðheilsu, fæðingartíðni og framtíð þjóðarinnar. Þess vegna skiptir máli að við nálgumst þetta ekki sem einstaklingsbundinn vanda, heldur sem samfélagslega áskorun sem krefst samstillts átaks. Ófrjósemi kallar á heildstæða nálgun sem sameinar læknisfræðilega þjónustu, sálrænan stuðning, fræðslu og opinbera stefnumótun. Aðgengi og jöfnuður Aðgengi að frjósemismeðferðum þarf að vera raunverulegt fyrir alla – ekki aðeins þá sem hafa bolmagn til að standa straum af miklum kostnaði. Þegar fólk þarf að greiða milljónir króna úr eigin vasa fyrir lífsnauðsynlega meðferð, verða barneignir spurning um efnahag frekar en rétt. Meðferð kostar á bilinu 595.000 kr til 608.000 kr. Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiða fyrstu meðferð um allt að 150.000kr en aðra til fjórðu meðferð allt að 450.000 kr. Þrátt fyrir niðurgreiðslu þurfa pör eða einstaklingar því að greiða yfir milljón fyrir fjórar meðferðir. Margir þurfa því miður að fara í fleiri en fjórar meðferðir því það er ekki alltaf raunin að frjósemismeðferð heppnist strax. Ef við skoðun niðurgreiðslu annara Norðurlanda þá eru sex meðferðir alfarið niðurgreiddar í Danmörku en í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð er þrjár meðferðir niðurgreiddar. Ísland er því langt á eftir nágrannaþjóðum sínum á Norðurlöndum þegar kemur að niðurgreiðslu frjósemismeðferða. Sumt fólk þarf að fara erlendis vegna biðtíma eða takmarkana hér heima, þá hleðst kostnaðurinn hratt upp. Það er því tímabært að stjórnvöld skoði alvarlega aukna niðurgreiðslu á frjósemismeðferðum og endurskoði núverandi reglur með það að markmiði að jafna aðgengi og tryggja rétt allra til að reyna að eignast barn. Við teljum jafnframt nauðsynlegt að styrkja samstarf milli heilbrigðiskerfisins og frjósemisstöðva, tryggja samræmda þjónustu og bæta upplýsingaflæði. Réttindi á vinnumarkaði Stuðningur við fólk í frjósemismeðferð felst þó ekki aðeins í fjárhagslegum aðgerðum. Mikilvægt er að huga að réttindum á vinnumarkaði, svo fólk geti sinnt meðferð sinni án ótta við fjárhagslegt tjón eða atvinnumissi. Ófrjósemi hefur áhrif á líf fólks á svipaðan hátt og langvinnur heilsufarsvandi. Margir þurfa að taka frí frá vinnu vegna rannsókna, meðferða og læknisheimsókna. Það getur skapað aukið álag, bæði andlega og fjárhagslega. Þess vegna teljum við mikilvægt að tryggja rétt fólks til fjarveru vegna frjósemismeðferðar í kjarasamningum stéttarfélaga, án þess að það hafi neikvæð áhrif á afkomu eða stöðu á vinnumarkaði. Slíkt er nú þegar þekkt í nágrannalöndum okkar, og er liður í því að skapa gott vinnuumhverfi. Réttur til fjarveru vegna frjósemismeðferðar ætti að vera jafn sjálfsagður og réttur til veikindaleyfis. Fræðsla og vitundarvakning Fræðsla og vitundarvakning eru einnig lykilatriði. Ungt fólk þarf að fá fræðslu um frjósemi, áhrif aldurs og lífsstíls, og möguleika á meðferðum. Við leggjum áherslu á að stuðningur við fólk í frjósemismeðferð sé bæði sálrænn og félagslegur. Þögnin sem oft umlykur þetta viðfangsefni veldur einangrun, en samtöl, stuðningshópar og fræðslukvöld skapa rými þar sem fólk getur deilt reynslu sinni, fengið ráð og fundið von, því ófrjósemi er ekki val, heldur veruleiki sem margir þurfa að takast á við. Enginn ætti að ganga þessa vegferð einn. Samfélagsleg ábyrgð Þegar fæðingartíðni landsins fellur, þegar fleiri þurfa á meðferð að halda og þegar kostnaður við að eignast barn vex, þá er ljóst að þetta er ekki einkamál einstaklinga heldur samfélagslegt verkefni. Við sem þjóð verðum að spyrja okkur: viljum við skapa samfélag þar sem fólk hefur raunverulegt tækifæri til að eignast börn – ef það vill það? Samfélagsleg ábyrgð nær ekki aðeins til stjórnvalda og heilbrigðiskerfisins, heldur líka til stéttarfélaga og vinnumarkaðarins. Við hvetjum stéttarfélög eindregið til að skoða rétt fólks sem er í frjósemismeðferð og tryggja að það geti tekið nauðsynlegan tíma frá vinnu án þess að það skerði veikindarétt eða tekjur. Slíkur réttur ætti að vera hluti af kjarasamningum – réttur sem viðurkennir að frjósemismeðferð er ekki frí, heldur hluti af læknisfræðilegu ferli sem getur haft djúpstæð áhrif á líf og heilsu fólks. Ófrjósemi er mannréttindamál, jafnréttismál og lýðheilsumál. Það krefst samstillts átaks þar sem stjórnvöld, stéttarfélög, heilbrigðisstarfsfólk og samfélagið allt vinna saman að því að gera barneignir að raunverulegu vali – ekki forréttindum. Við hvetjum stjórnvöld til að líta á frjósemismeðferðir sem eðlilegan og nauðsynlegan hluta af heilbrigðisþjónustu, ekki lúxus eða jaðarmál. Það er samfélagsleg skylda að tryggja að enginn þurfi að velja á milli þess að eignast barn eða halda fjárhagslegu öryggi. Ófrjósemi er ekki aðeins tölfræði – hún er mannleg reynsla, og hún snertir okkur öll. Hún er hluti af samfélagslegri heild sem við berum sameiginlega ábyrgð á. Það er kominn tími til að við tökum það ábyrgðarhlutverk alvarlega – og tryggjum að enginn þurfi að standa einn í baráttunni fyrir lífi sem á sér rétt. María Rut Baldursdóttir, formaður Tilveru, samtaka um ófrjósemi Sigríður Auðunsdóttir, gjaldkeri Tilveru, samtaka um ófrjósemi
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar