Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar 3. nóvember 2025 14:01 Evrópa liggur nú eins og lúinn hermaður sem heldur enn á bandaríska fánanum – ekki af heilindum, heldur af gömlum vana. Áratuga blind fylgni hefur gert álfuna að fylgitungli Washington, ekki samstarfsaðila. Sjálfstæðið er horfið. Orkan er horfin. Auðlindirnar eru horfnar. Í fangi Evrópu hvíla nú skuldir, landlaust flóttafólk og klofningur samfélaga. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, stendur á sviði og kallar Trump „Daddy“ með bros á vör. Þetta er vandræðaleg undirgefni. Leiðtogi álfunnar talar við forseta Bandaríkjanna eins og barn við föður. Eigum við að hlæja eða gráta? Stríð hinna viljugu þjóða Írak. Afganistan. Líbía. Sýrland.Bandaríkin héldu um gikkinn, en Evrópa situr uppi með mótmæli, sundrungu og samfélög sem voru ekki tilbúin að taka á móti fórnarkostnaði stríðanna sem þau studdu.Bandaríkin fengu olíuna, græddu á vopnasölu og selja okkur enn söguna um að þau hafi tryggt heiminum frelsi – þótt sagan sýni annað: Stríðin voru einfaldlega háð í hagnaðar- og yfirráðaskyni. Stríð eru viðskiptamódel Bandaríkjanna. Þegar Evrópa hætti að kaupa rússneskt gas, opnuðu Bandaríkin markaðstorg og seldu amerískt gas á fimmföldu verði. Þýskar verksmiðjur lokuðu. Störf fluttu til Texas.Evrópa borgaði en Ameríka græddi. Hverskonar vinátta er það? Úkraína – tilraunastofa dauðans Bandarískir vopnaframleiðendur eru í essinu sínu í Úkraínu um þessar mundir. Lockheed Martin prófar nýjar eldflaugar. Raytheon prófar dróna. Boeing prófar gervigreindarvopn. Allt í boði úkraínskra stjórnvalda sem elskuleg bjóða hergagnaframleiðendum að reyna vopn sín í raunaðstæðum. Ameríka græðir og eflir hergetu sína – en Evrópa þrengir að almenningi, safnar skuldum, blóðslettum saklausra og siglir hratt að siðferðislegu gjaldþroti. Suður-Ameríka og Afríka... enn og aftur Næst á dagskrá Bandaríkjanna er Venesúela og Nígería. Sama leikrit og áður. Sama handrit: „frelsi“, „lýðræði“, „öryggi“. En raunverulegu markmiðin eru auðvitað: olía, málmar, upplausn og yfirráð. Asíubúar horfa væntanleg á þennan lifandi harmleik með vorkunn.Evrópa, sem eitt sinn þótti menningarmiðja heimsins, er orðin geld, mállaus og ósjálfstæð með ölluBrussel stjórnar ekki.París stjórnar ekki.Berlín stjórnar ekki.Washington stjórnar. NATO er ekki lengur varnarbandalag – heldur stríðsbandalag. Bandaríkin draga Evrópu blóðuga á eftir sér. Ef Evrópa ætlar að borga áfram brúsann fyrir styrjaldastefnu Bandaríkjanna þá er hún einfaldlega að kalla upplausnina yfir sig. Þetta „vinasamband“ við HEIMSK-veldið er ekki lengur ásættanlegt. Höfundur er leikkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Evrópa liggur nú eins og lúinn hermaður sem heldur enn á bandaríska fánanum – ekki af heilindum, heldur af gömlum vana. Áratuga blind fylgni hefur gert álfuna að fylgitungli Washington, ekki samstarfsaðila. Sjálfstæðið er horfið. Orkan er horfin. Auðlindirnar eru horfnar. Í fangi Evrópu hvíla nú skuldir, landlaust flóttafólk og klofningur samfélaga. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, stendur á sviði og kallar Trump „Daddy“ með bros á vör. Þetta er vandræðaleg undirgefni. Leiðtogi álfunnar talar við forseta Bandaríkjanna eins og barn við föður. Eigum við að hlæja eða gráta? Stríð hinna viljugu þjóða Írak. Afganistan. Líbía. Sýrland.Bandaríkin héldu um gikkinn, en Evrópa situr uppi með mótmæli, sundrungu og samfélög sem voru ekki tilbúin að taka á móti fórnarkostnaði stríðanna sem þau studdu.Bandaríkin fengu olíuna, græddu á vopnasölu og selja okkur enn söguna um að þau hafi tryggt heiminum frelsi – þótt sagan sýni annað: Stríðin voru einfaldlega háð í hagnaðar- og yfirráðaskyni. Stríð eru viðskiptamódel Bandaríkjanna. Þegar Evrópa hætti að kaupa rússneskt gas, opnuðu Bandaríkin markaðstorg og seldu amerískt gas á fimmföldu verði. Þýskar verksmiðjur lokuðu. Störf fluttu til Texas.Evrópa borgaði en Ameríka græddi. Hverskonar vinátta er það? Úkraína – tilraunastofa dauðans Bandarískir vopnaframleiðendur eru í essinu sínu í Úkraínu um þessar mundir. Lockheed Martin prófar nýjar eldflaugar. Raytheon prófar dróna. Boeing prófar gervigreindarvopn. Allt í boði úkraínskra stjórnvalda sem elskuleg bjóða hergagnaframleiðendum að reyna vopn sín í raunaðstæðum. Ameríka græðir og eflir hergetu sína – en Evrópa þrengir að almenningi, safnar skuldum, blóðslettum saklausra og siglir hratt að siðferðislegu gjaldþroti. Suður-Ameríka og Afríka... enn og aftur Næst á dagskrá Bandaríkjanna er Venesúela og Nígería. Sama leikrit og áður. Sama handrit: „frelsi“, „lýðræði“, „öryggi“. En raunverulegu markmiðin eru auðvitað: olía, málmar, upplausn og yfirráð. Asíubúar horfa væntanleg á þennan lifandi harmleik með vorkunn.Evrópa, sem eitt sinn þótti menningarmiðja heimsins, er orðin geld, mállaus og ósjálfstæð með ölluBrussel stjórnar ekki.París stjórnar ekki.Berlín stjórnar ekki.Washington stjórnar. NATO er ekki lengur varnarbandalag – heldur stríðsbandalag. Bandaríkin draga Evrópu blóðuga á eftir sér. Ef Evrópa ætlar að borga áfram brúsann fyrir styrjaldastefnu Bandaríkjanna þá er hún einfaldlega að kalla upplausnina yfir sig. Þetta „vinasamband“ við HEIMSK-veldið er ekki lengur ásættanlegt. Höfundur er leikkona.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar