Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. nóvember 2025 06:47 Líf Magneudóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Dóra Björt Guðjónsdóttir eru oddvitar VG, Sósíalista og Pírata í Reykjavík. Staða þeirra allra fyrir komandi borgarstjórnarkosninga er óráðin. Vísir Engar formlegar viðræður hafa farið fram um hugsanlegt sameiginlegt framboð flokka á vinstri væng í borgarstjórnarkosningunum í vor og alls óvíst hvort eitthvað slíkt verði að veruleika. Þeir flokkar sem eiga borgarfulltrúa í Reykjavík en náðu ekki fólki inn á þing í síðustu alþingiskosningum eiga allir enn eftir að taka ákvörðun um hvernig valið verður á lista fyrir kosningarnar í vor. Píratar hafa alltaf valið á lista í rafrænni kosningu, en flokkurinn á eftir að kjósa sér nýja stjórn sem mun fá það í fangið að annast skipulag fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Þá eiga Vinstri græn í samtali um hvaða fyrirkomulag hugnast félagsfólki við val á lista en ný stjórn flokksins í Reykjavík tók við í haust. Loks ríkir sundrung meðal Sósíalista sem eiga einnig eftir að ákveða hvernig valið verður á lista. Framkvæmdastjórn flokksins vill að oddvitinn Sanna Magdalena Mörtudóttir segi sig úr flokknum. Sjálf er Sanna sögð geta verið í lykilstöðu til að leiða sameiginlegt framboð á vinstri væng ef af því yrði samkvæmt heimildum fréttastofu, en á sama tíma er hún í þröngri stöðu í eigin flokki. Oddvitar borgarstjórnarflokkanna sem saman mynda meirihluta í Reykjavík. Sósíalistar, Píratar og VG leiða flokka í borginni sem ekki náðu inn á þing í síðustu kosningum.Vísir/Vilhelm Píratar einbeita sér að formannsvali Þótt Píratar hafi oft verið settir undir sama hatt og aðrir vinstri flokkar hafa Píratar sjálfir aldrei gengist við því að vera vinstri flokkur. Píratar hafa jafnan haldið rafrænt prófkjör við val á lista, en það kemur í hlut nýrrar stjórnar flokksins, sem stendur til að kjósa á næstu vikum, að taka ákvörðun um val á lista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Halldóra Mogensen, formaður framkvæmdastjórnar Pírata, segir það muni skýrast á næstu dögum hvenær boðað verður til annars auka-aðalfundar, þar sem ný stjórn verður kjörin. „Akkúrat núna erum við að einbeita okkur að formannsvalinu og svo eftir það fer ný stjórn af stað og tekur hitt allt að sér. Það er verið að kjósa alveg í nýja stjórn,“ segir Halldóra. Til stóð að Píratar myndu í fyrsta sinn kjósa sér formann og nýja stjórn á auka-aðalfundi flokksins í síðustu viku, en formannskosningunni var frestað vegna formgalla í fundaboði. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, er meðal þeirra sem býður sig fram til formanns, en hún kveðst vilja leiða miðjuflokk, jafnvel undir nýju nafni, sem hafi félagshyggju að leiðarljósi. Auk Dóru hafa borgarfulltrúinn Alexandra Briem og Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns varaborgarfulltrúi, gefið kost á sér í embættið. Vinstri græn eiga í samtali Steinunn Rögnvaldsdóttir, varaformaður Vinstri grænna í Reykjavík, kom ný inn í stjórn félagsins þegar ný stjórn VGR var kjörin í haust. Hún segir enn óráðið hvernig valið verður á lista flokksins í borginni sem að óbreyttu býður fram undir eigin merkjum í vor. Sjá einnig: Áfram veginn í Reykjavík „Við erum ennþá að eiga umræðuna um hvernig við viljum sjá val á lista. Það koma til greina nokkrar aðferðir; forval, leiðtogaprófkjör, uppstilling eða hvað það nú er. Fólk hefur hallast að einhvers konar forvalsútgáfu, en það er ekki búið að taka ákvörðun um það,“ segir Steinunn. Stjórn muni ákveða hvaða leið hún vilji leggja til og sú tillaga stjórnar verði síðan lögð fyrir félagsfund. „Í stuttu máli er bara ennþá verið að skoða það hvernig verður stillt upp fyrir VG í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík,“ segir Steinunn. Líf Magneudóttir, sitjandi oddviti flokksins í borginni, hefur þegar sýnt því áhuga að bjóða sig aftur fram fyrir VG í borginni, svo lengi sem krafta hennar verði áfram óskað. Athygli vakti á dögunum þegar stjórn Vinstri grænna í Reykjavík gagnrýndi áform meirihlutans í borginni í leikskólamálum, en flokkurinn á sjálfur aðild að meirihlutastamstarfinu í borginni. Spurð hvort hún viti til þess að fleiri en Líf hafi lýst áhuga á oddvitasætinu segist Steinunn skynja áhuga fyrir því hvert VG stefni og hún telji að áhuginn muni koma enn betur í ljós þegar fyrir liggur hvaða leið verður farin við val á lista. „Við finnum klárlega fyrir áhuga en það er ekkert komið fram annars,“ segir Steinunn. Hlynnt samtali óháð sameiginlegu framboði Reglulega hefur komið upp umræða um mögulega sameinað framboð flokka á vinstri væng en eins og staðan er núna eru engar formlegar viðræður í gangi um slíkt samstarf á milli vinstri flokkanna sem sæti eiga í borgarstjórn að sögn Steinunnar. „VG eru alla veganna staðráðin í að bjóða fram og við erum í rauninni bara að vinna að því að óbreyttu,“ segir Steinunn. Sjálf sé hún þó hlynnt því að líkt þenkjandi flokkar, sem hafi hugsjónir félagshyggjufólks að leiðarljósi, eigi samtal um samstarf á vettvangi borgarinnar. „Hvort sem það er í sitt hvoru lagi eða eitthvað sameiginlegt, að eiga samtalið um hvað það er sem sameinar okkur og við viljum vinna að saman í borgarstjórn,“ segir Steinunn. Sanna upp við vegg en í lykilstöðu Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er staðráðin í að bjóða fram krafta sína áfram í vor. Það er hins vegar óljóst að svo stöddu undir hvaða formerkjum Sanna býður fram. Hún er úti í kuldanum hjá núverandi framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins sem hefur hvatt hana til að segja sig úr flokknum. Á sama tíma nýtur Sanna stuðnings fjölmargra sem lýst hafa sérstaklega yfir stuðningi við hana. „Það sem ég þó veit er að ég er sósíalisti og vil gefa kost á mér og hef verið hvött til þess af fjölmörgum sem standa með mér og minni sýn. Það var mjög fallegt að sjá það, og undirskriftalistann mér til stuðnings,“ segir Sanna. Enn segir Sanna Magdalena Mörtudóttir hvorki af né á um mögulegt framboð sitt fyrir Sósíalistaflokkinn í vor.Vísir/Lýður Valberg Á meðan Sanna kveðst staðráðin í að gefa kost á sér aftur sem sósíalískur frambjóðandi hefur hún ekkert gefið út um það hvort henni hugnist að leiða sameiginlegt framboð flokka á vinstri væng. Hins vegar herma heimildir fréttastofu að hún gæti verið í lykilstöðu til að leiða samtal um möguleika slíks framboðs, ef hún sýnir frumkvæði til þess. Sanna hefur ítrekað mælst einn vinsælasti borgarfulltrúinn í borgarstjórn og fjölmargir hafa lýst stuðningi við hana, þrátt fyrir þá óánægju sem er til staðar um störf hennar innan flokksins. Sjá einnig: Þúsundir kusu Sönnu Áhrifafólk á vinstri væng stjórnmálanna sem fréttastofa hefur rætt við segir að ef Sanna myndi lýsa áhuga fyrir að leiða nýtt framboð á vinstri væng, gætu aðrir flokkar, til að mynda VG, ekki skorast undan því að taka slíkt samtal. Hins vegar sé tíminn naumur og fer jafnvel að verða of seint að undirbúa nokkuð sem kallast getur sameiginlegt framboð. Hitt er þá líka ljóst að allar líkur eru á því að Samfylkingin og Flokkur fólksins, sem sitja í ríkisstjórn, muni bjóða fram í borginni undir eigin nafni. Ekki í náðinni hjá framkvæmdastjórn flokksins Í samtali við Vísi segir Sanna að henni þyki miður sú staða sem uppi er í Sósíalistaflokknum. Það breyti þó ekki þeirri staðreynd að sjálf sé hún enn sósíalisti. „Það var náttúrlega félagsfundur sem samþykkti aukaaðalfund, en því miður þá virðist vera að framkvæmdastjórn vilji ekki hlusta á vilja félagsmanna. En ég vona bara að aðrar stjórnir sjái hvað það er mikilvægt að við höldum þennan auka aðalfund í takt við vilja félagsmanna og við styrkjum umboð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar,“ segir Sanna. Jón Ferdínand Esterarson, formaður Sósíalistafélags Reykjavíkur, segir í svari til fréttastofu að stjórn félagsins muni að lokum ákveða hvernig fyrirkomulagið verður við val á lista flokksins í Reykjavík. Sú vinna standi yfir og það til umræðu hvernig fyrirkomulagið verður. Að öllum líkindum muni einhvers konar uppstillingarnefnd raða á lista en það muni skýrast betur á næstunni. „Markmiðið hjá stjórn er einna helst það að bæta úr því hvernig þetta verður gert miðað við síðustu alþingiskosningar þegar vinna uppstillinganefndar var sett í uppnám í miðju ferli og ákveðið að fjarlægja uppstillingavöldin á efstu þremur sætum í öllum kjördæmum yfir í hendurnar á einni manneskju, þáverandi pólitískum leiðtoga,“ segir Jón, en Sanna Magdalena var pólitískur leiðtogi flokksins í síðustu Alþingiskosningum. „Við erum samhljóða því í stjórn þessa nýja svæðisfélags í Reykjavík að það er ekki lýðræðislegt og betra farið að dreifa því valdi til hóps virkra félaga,“ segir Jón ennfremur. Það verði útgangspunkturinn en flokkurinn muni tilkynna opinberlega um hvernig fyrirkomulagið verður þegar niðurstaða liggur fyrir. Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sósíalistaflokkurinn Vinstri græn Píratar Reykjavík Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Píratar hafa alltaf valið á lista í rafrænni kosningu, en flokkurinn á eftir að kjósa sér nýja stjórn sem mun fá það í fangið að annast skipulag fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Þá eiga Vinstri græn í samtali um hvaða fyrirkomulag hugnast félagsfólki við val á lista en ný stjórn flokksins í Reykjavík tók við í haust. Loks ríkir sundrung meðal Sósíalista sem eiga einnig eftir að ákveða hvernig valið verður á lista. Framkvæmdastjórn flokksins vill að oddvitinn Sanna Magdalena Mörtudóttir segi sig úr flokknum. Sjálf er Sanna sögð geta verið í lykilstöðu til að leiða sameiginlegt framboð á vinstri væng ef af því yrði samkvæmt heimildum fréttastofu, en á sama tíma er hún í þröngri stöðu í eigin flokki. Oddvitar borgarstjórnarflokkanna sem saman mynda meirihluta í Reykjavík. Sósíalistar, Píratar og VG leiða flokka í borginni sem ekki náðu inn á þing í síðustu kosningum.Vísir/Vilhelm Píratar einbeita sér að formannsvali Þótt Píratar hafi oft verið settir undir sama hatt og aðrir vinstri flokkar hafa Píratar sjálfir aldrei gengist við því að vera vinstri flokkur. Píratar hafa jafnan haldið rafrænt prófkjör við val á lista, en það kemur í hlut nýrrar stjórnar flokksins, sem stendur til að kjósa á næstu vikum, að taka ákvörðun um val á lista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Halldóra Mogensen, formaður framkvæmdastjórnar Pírata, segir það muni skýrast á næstu dögum hvenær boðað verður til annars auka-aðalfundar, þar sem ný stjórn verður kjörin. „Akkúrat núna erum við að einbeita okkur að formannsvalinu og svo eftir það fer ný stjórn af stað og tekur hitt allt að sér. Það er verið að kjósa alveg í nýja stjórn,“ segir Halldóra. Til stóð að Píratar myndu í fyrsta sinn kjósa sér formann og nýja stjórn á auka-aðalfundi flokksins í síðustu viku, en formannskosningunni var frestað vegna formgalla í fundaboði. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, er meðal þeirra sem býður sig fram til formanns, en hún kveðst vilja leiða miðjuflokk, jafnvel undir nýju nafni, sem hafi félagshyggju að leiðarljósi. Auk Dóru hafa borgarfulltrúinn Alexandra Briem og Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns varaborgarfulltrúi, gefið kost á sér í embættið. Vinstri græn eiga í samtali Steinunn Rögnvaldsdóttir, varaformaður Vinstri grænna í Reykjavík, kom ný inn í stjórn félagsins þegar ný stjórn VGR var kjörin í haust. Hún segir enn óráðið hvernig valið verður á lista flokksins í borginni sem að óbreyttu býður fram undir eigin merkjum í vor. Sjá einnig: Áfram veginn í Reykjavík „Við erum ennþá að eiga umræðuna um hvernig við viljum sjá val á lista. Það koma til greina nokkrar aðferðir; forval, leiðtogaprófkjör, uppstilling eða hvað það nú er. Fólk hefur hallast að einhvers konar forvalsútgáfu, en það er ekki búið að taka ákvörðun um það,“ segir Steinunn. Stjórn muni ákveða hvaða leið hún vilji leggja til og sú tillaga stjórnar verði síðan lögð fyrir félagsfund. „Í stuttu máli er bara ennþá verið að skoða það hvernig verður stillt upp fyrir VG í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík,“ segir Steinunn. Líf Magneudóttir, sitjandi oddviti flokksins í borginni, hefur þegar sýnt því áhuga að bjóða sig aftur fram fyrir VG í borginni, svo lengi sem krafta hennar verði áfram óskað. Athygli vakti á dögunum þegar stjórn Vinstri grænna í Reykjavík gagnrýndi áform meirihlutans í borginni í leikskólamálum, en flokkurinn á sjálfur aðild að meirihlutastamstarfinu í borginni. Spurð hvort hún viti til þess að fleiri en Líf hafi lýst áhuga á oddvitasætinu segist Steinunn skynja áhuga fyrir því hvert VG stefni og hún telji að áhuginn muni koma enn betur í ljós þegar fyrir liggur hvaða leið verður farin við val á lista. „Við finnum klárlega fyrir áhuga en það er ekkert komið fram annars,“ segir Steinunn. Hlynnt samtali óháð sameiginlegu framboði Reglulega hefur komið upp umræða um mögulega sameinað framboð flokka á vinstri væng en eins og staðan er núna eru engar formlegar viðræður í gangi um slíkt samstarf á milli vinstri flokkanna sem sæti eiga í borgarstjórn að sögn Steinunnar. „VG eru alla veganna staðráðin í að bjóða fram og við erum í rauninni bara að vinna að því að óbreyttu,“ segir Steinunn. Sjálf sé hún þó hlynnt því að líkt þenkjandi flokkar, sem hafi hugsjónir félagshyggjufólks að leiðarljósi, eigi samtal um samstarf á vettvangi borgarinnar. „Hvort sem það er í sitt hvoru lagi eða eitthvað sameiginlegt, að eiga samtalið um hvað það er sem sameinar okkur og við viljum vinna að saman í borgarstjórn,“ segir Steinunn. Sanna upp við vegg en í lykilstöðu Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er staðráðin í að bjóða fram krafta sína áfram í vor. Það er hins vegar óljóst að svo stöddu undir hvaða formerkjum Sanna býður fram. Hún er úti í kuldanum hjá núverandi framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins sem hefur hvatt hana til að segja sig úr flokknum. Á sama tíma nýtur Sanna stuðnings fjölmargra sem lýst hafa sérstaklega yfir stuðningi við hana. „Það sem ég þó veit er að ég er sósíalisti og vil gefa kost á mér og hef verið hvött til þess af fjölmörgum sem standa með mér og minni sýn. Það var mjög fallegt að sjá það, og undirskriftalistann mér til stuðnings,“ segir Sanna. Enn segir Sanna Magdalena Mörtudóttir hvorki af né á um mögulegt framboð sitt fyrir Sósíalistaflokkinn í vor.Vísir/Lýður Valberg Á meðan Sanna kveðst staðráðin í að gefa kost á sér aftur sem sósíalískur frambjóðandi hefur hún ekkert gefið út um það hvort henni hugnist að leiða sameiginlegt framboð flokka á vinstri væng. Hins vegar herma heimildir fréttastofu að hún gæti verið í lykilstöðu til að leiða samtal um möguleika slíks framboðs, ef hún sýnir frumkvæði til þess. Sanna hefur ítrekað mælst einn vinsælasti borgarfulltrúinn í borgarstjórn og fjölmargir hafa lýst stuðningi við hana, þrátt fyrir þá óánægju sem er til staðar um störf hennar innan flokksins. Sjá einnig: Þúsundir kusu Sönnu Áhrifafólk á vinstri væng stjórnmálanna sem fréttastofa hefur rætt við segir að ef Sanna myndi lýsa áhuga fyrir að leiða nýtt framboð á vinstri væng, gætu aðrir flokkar, til að mynda VG, ekki skorast undan því að taka slíkt samtal. Hins vegar sé tíminn naumur og fer jafnvel að verða of seint að undirbúa nokkuð sem kallast getur sameiginlegt framboð. Hitt er þá líka ljóst að allar líkur eru á því að Samfylkingin og Flokkur fólksins, sem sitja í ríkisstjórn, muni bjóða fram í borginni undir eigin nafni. Ekki í náðinni hjá framkvæmdastjórn flokksins Í samtali við Vísi segir Sanna að henni þyki miður sú staða sem uppi er í Sósíalistaflokknum. Það breyti þó ekki þeirri staðreynd að sjálf sé hún enn sósíalisti. „Það var náttúrlega félagsfundur sem samþykkti aukaaðalfund, en því miður þá virðist vera að framkvæmdastjórn vilji ekki hlusta á vilja félagsmanna. En ég vona bara að aðrar stjórnir sjái hvað það er mikilvægt að við höldum þennan auka aðalfund í takt við vilja félagsmanna og við styrkjum umboð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar,“ segir Sanna. Jón Ferdínand Esterarson, formaður Sósíalistafélags Reykjavíkur, segir í svari til fréttastofu að stjórn félagsins muni að lokum ákveða hvernig fyrirkomulagið verður við val á lista flokksins í Reykjavík. Sú vinna standi yfir og það til umræðu hvernig fyrirkomulagið verður. Að öllum líkindum muni einhvers konar uppstillingarnefnd raða á lista en það muni skýrast betur á næstunni. „Markmiðið hjá stjórn er einna helst það að bæta úr því hvernig þetta verður gert miðað við síðustu alþingiskosningar þegar vinna uppstillinganefndar var sett í uppnám í miðju ferli og ákveðið að fjarlægja uppstillingavöldin á efstu þremur sætum í öllum kjördæmum yfir í hendurnar á einni manneskju, þáverandi pólitískum leiðtoga,“ segir Jón, en Sanna Magdalena var pólitískur leiðtogi flokksins í síðustu Alþingiskosningum. „Við erum samhljóða því í stjórn þessa nýja svæðisfélags í Reykjavík að það er ekki lýðræðislegt og betra farið að dreifa því valdi til hóps virkra félaga,“ segir Jón ennfremur. Það verði útgangspunkturinn en flokkurinn muni tilkynna opinberlega um hvernig fyrirkomulagið verður þegar niðurstaða liggur fyrir.
Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sósíalistaflokkurinn Vinstri græn Píratar Reykjavík Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira