Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2025 07:00 Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sækir seinni viku COP30-ráðstefnunnar í Belém í Brasilíu síðar í þessum mánuði. Vísir Sextán þátttakendur frá Íslandi eru skráðir til þátttöku á COP30-loftslagsráðstefnunni sem fer fram í Brasilíu, þar af sjö manna opinber sendinefnd. Íslenskum þáttakendum fækkar gríðarlega frá fyrri ráðstefnum. COP30-ráðstefnan hefst í Belém í Brasilíu mánudaginn 10. nóvemer og stendur í tvær vikur. Rúmlega 190 ríki senda fulltrúa þangað. Ráðstefnan er haldin í skugga minnkandi áherslu ríkja heims á aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af völdum manna. Þannig skiluðu tvö af hverjum þremur ríkjum ekki inn uppfærðum markmiðum áður en frestur til þess rann út í september þrátt fyrir að þau hefðu skuldbundið sig til þess með Parísarsamkomulaginu árið 2015. Til marks um þennan minnkandi áhuga á loftslagsmálum telja þátttakendur frá Íslandi nú aðeins sextán manns. Þeir voru 48 í Aserbaídsjan í fyrra og 84 í Dúbaí árið 2023, tvöfalt fleiri en árið 2022. Opinbera sendinefnd Íslands á ráðstefnunni er skipuð fjórum fulltrúum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, tveimur frá utanríkisráðuneytinu auk ungmennafulltrúa frá samtökunum Ungum umhverfissinnum. Umhverfisráðuneytið styrkir ungmennafulltrúann til þátttöku á ráðstefnunni. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis segir að hefð hafi skapast fyrir því á undanförnum árum að ungmennafulltrúinn sé hluti af opinberu sendinefndinni. Jóhann Páll ráðherra sækir seinni viku ráðstefnunnar ásamt aðstoðarmanni, að því er segir í svari umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Þar mun hann eiga tvíhliða fundi með öðrum ráðherrum og leiðtogum alþjóðastofnana og taka þátt í málstofum. Þrír þingmenn úr tveimur flokkum Til viðbótar við opinberu sendinefnd stjórnvalda taka þrír þingmenn úr tveimur flokkum þátt í ráðstefnunni. Það eru þau Ása Berglind Hjálmarsdóttir og Víðir Reynisson frá Samfylkingunni og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Alþjóðafulltrúi af skrifstofu Alþingi ferðast einnig til Brasilíu. Fimm íslenskir þátttakendur á ráðstefnunni koma frá Loftslagsráði, Landvernd, Landsvirkjun og tveir frá Grænvangi, samstarfsvettvangi atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum. Fulltrúa Grænvangs og Landsvirkjunar eiga einnig sæti í viðskiptasendinefnd fyrirtækja á sviði loftslags- og orkumála. Þingmennirnir þrír sem sækja COP30, frá vinstri: Sigurður Ingi Jóhannsson, Víðir Reynisson og Ása Berglind Hjálmarsdóttir.Vísir Átta erlendir, ungir vísindamenn eru skráðir á ráðstefnuna í gegnum Ísland en koma ekki fram í nafni landsins. Þeir eru á vegum alþjóðlegs loftslagsverkefnis um verndun freðhvolfs jarðar (ICCI) en Ísland og Síle fara saman með formennsku í átakinu. Bandaríkin senda engan hátt settan fulltrúa Framlög auðugara þjóða sem bera mesta ábyrgð á þeirri losun gróðurhúsalofttegunda sem veldur loftslagsbreytingum til snauðari ríkja sem er sérstaklega ógnað vegna hlýnunar eru á dagskrá ráðstefnunnar í Brasilíu í næstu viku. Þá er búist við að ríki kynni uppfærðar landsáætlanir um hvernig þau ætla að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Takmarkaðar vonir eru bundnar við að árangur náist á fundinum. Bandaríkjastjórn, sem er skipuð repúblikönum sem hafna vísindalegri þekkingu á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga, ætlar ekki að senda neina háttsetta fulltrúa til Brasilíu. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar beitti erindreka annarra ríkja gríðarlegum þrýstingi til þess að stöðva hertar losunarreglur fyrir stórskipasiglningar á alþjóðlegri ráðstefnu í síðasta mánuði. Þeir eru meðal annars hafa hótað viðsemjendum sínum persónulegum refsiaðgerðum ef þeir beygðu sig ekki í duftið. Markmið Parísarsamkomulagsins er að takmarka hnattræna hlýnun við tvær gráður á þessari öld og allra helst 1,5 gráður til að forðast megi alvarlegustu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar. Miðað við núverandi losun mannkynsins stefnir í að hlýnunin verði þær 2,5 til þremur gráðum. Opinbera sendinefnd Íslands á COP30-ráðstefnunni: Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Helga Barðadóttir, formaður íslensku sendinefndarinnar frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu Jóna Þórey Pétursdóttir, aðstoðarmaður umhverfis,- orku- og loftslagsráðherra Elín Björn Jónasdóttir, sviðsstjóri loftslags- og náttúrusviðs umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins María Erla Marelsdóttir, loftslagssendiherra frá utanríkisráðuneytinu Guðrún Þorsteinsdóttir, ráðgjafi frá utanríkisráðuneytinu Laura Sólveig Lefort Scheefer, forseti Ungra umhverfissinna Aðrir íslenskir þátttakendur: Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingmaður Guðmundur Víðir Reynisson, þingmaður Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Arna Bang, sérfræðingur á alþjóðadeild nefndasviðs Alþingis Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Loftslagsráðs Þorgerður M. Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar Viktoría Alfreðsdóttir, verkefnastjóri hjá Grænvangi Nótt Thorberg Bergsdóttir, forstöðumaður Grænvangs Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, forstöðumaður loftslags og umhverfis hjá Landsvirkjun Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Brasilía Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Loftslagsmál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
COP30-ráðstefnan hefst í Belém í Brasilíu mánudaginn 10. nóvemer og stendur í tvær vikur. Rúmlega 190 ríki senda fulltrúa þangað. Ráðstefnan er haldin í skugga minnkandi áherslu ríkja heims á aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af völdum manna. Þannig skiluðu tvö af hverjum þremur ríkjum ekki inn uppfærðum markmiðum áður en frestur til þess rann út í september þrátt fyrir að þau hefðu skuldbundið sig til þess með Parísarsamkomulaginu árið 2015. Til marks um þennan minnkandi áhuga á loftslagsmálum telja þátttakendur frá Íslandi nú aðeins sextán manns. Þeir voru 48 í Aserbaídsjan í fyrra og 84 í Dúbaí árið 2023, tvöfalt fleiri en árið 2022. Opinbera sendinefnd Íslands á ráðstefnunni er skipuð fjórum fulltrúum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, tveimur frá utanríkisráðuneytinu auk ungmennafulltrúa frá samtökunum Ungum umhverfissinnum. Umhverfisráðuneytið styrkir ungmennafulltrúann til þátttöku á ráðstefnunni. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis segir að hefð hafi skapast fyrir því á undanförnum árum að ungmennafulltrúinn sé hluti af opinberu sendinefndinni. Jóhann Páll ráðherra sækir seinni viku ráðstefnunnar ásamt aðstoðarmanni, að því er segir í svari umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Þar mun hann eiga tvíhliða fundi með öðrum ráðherrum og leiðtogum alþjóðastofnana og taka þátt í málstofum. Þrír þingmenn úr tveimur flokkum Til viðbótar við opinberu sendinefnd stjórnvalda taka þrír þingmenn úr tveimur flokkum þátt í ráðstefnunni. Það eru þau Ása Berglind Hjálmarsdóttir og Víðir Reynisson frá Samfylkingunni og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Alþjóðafulltrúi af skrifstofu Alþingi ferðast einnig til Brasilíu. Fimm íslenskir þátttakendur á ráðstefnunni koma frá Loftslagsráði, Landvernd, Landsvirkjun og tveir frá Grænvangi, samstarfsvettvangi atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum. Fulltrúa Grænvangs og Landsvirkjunar eiga einnig sæti í viðskiptasendinefnd fyrirtækja á sviði loftslags- og orkumála. Þingmennirnir þrír sem sækja COP30, frá vinstri: Sigurður Ingi Jóhannsson, Víðir Reynisson og Ása Berglind Hjálmarsdóttir.Vísir Átta erlendir, ungir vísindamenn eru skráðir á ráðstefnuna í gegnum Ísland en koma ekki fram í nafni landsins. Þeir eru á vegum alþjóðlegs loftslagsverkefnis um verndun freðhvolfs jarðar (ICCI) en Ísland og Síle fara saman með formennsku í átakinu. Bandaríkin senda engan hátt settan fulltrúa Framlög auðugara þjóða sem bera mesta ábyrgð á þeirri losun gróðurhúsalofttegunda sem veldur loftslagsbreytingum til snauðari ríkja sem er sérstaklega ógnað vegna hlýnunar eru á dagskrá ráðstefnunnar í Brasilíu í næstu viku. Þá er búist við að ríki kynni uppfærðar landsáætlanir um hvernig þau ætla að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Takmarkaðar vonir eru bundnar við að árangur náist á fundinum. Bandaríkjastjórn, sem er skipuð repúblikönum sem hafna vísindalegri þekkingu á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga, ætlar ekki að senda neina háttsetta fulltrúa til Brasilíu. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar beitti erindreka annarra ríkja gríðarlegum þrýstingi til þess að stöðva hertar losunarreglur fyrir stórskipasiglningar á alþjóðlegri ráðstefnu í síðasta mánuði. Þeir eru meðal annars hafa hótað viðsemjendum sínum persónulegum refsiaðgerðum ef þeir beygðu sig ekki í duftið. Markmið Parísarsamkomulagsins er að takmarka hnattræna hlýnun við tvær gráður á þessari öld og allra helst 1,5 gráður til að forðast megi alvarlegustu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar. Miðað við núverandi losun mannkynsins stefnir í að hlýnunin verði þær 2,5 til þremur gráðum. Opinbera sendinefnd Íslands á COP30-ráðstefnunni: Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Helga Barðadóttir, formaður íslensku sendinefndarinnar frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu Jóna Þórey Pétursdóttir, aðstoðarmaður umhverfis,- orku- og loftslagsráðherra Elín Björn Jónasdóttir, sviðsstjóri loftslags- og náttúrusviðs umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins María Erla Marelsdóttir, loftslagssendiherra frá utanríkisráðuneytinu Guðrún Þorsteinsdóttir, ráðgjafi frá utanríkisráðuneytinu Laura Sólveig Lefort Scheefer, forseti Ungra umhverfissinna Aðrir íslenskir þátttakendur: Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingmaður Guðmundur Víðir Reynisson, þingmaður Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Arna Bang, sérfræðingur á alþjóðadeild nefndasviðs Alþingis Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Loftslagsráðs Þorgerður M. Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar Viktoría Alfreðsdóttir, verkefnastjóri hjá Grænvangi Nótt Thorberg Bergsdóttir, forstöðumaður Grænvangs Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, forstöðumaður loftslags og umhverfis hjá Landsvirkjun
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Brasilía Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Loftslagsmál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent