Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. nóvember 2025 13:09 Ingibjörg Davíðsdóttir er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu Miðflokksins um öryggis- og varnarmál. Vísir/Vilhelm Þingflokkur Miðflokksins hefur lagt fram sína eigin þingsályktunartillögu um öryggis- og varnarmál þar sem lagt er til að varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland verði felld undir þjóðaröryggisstefnu landsins. Tillagan er á dagskrá þingfundar á eftir en líkt og kunnugt er sagði fulltrúi Miðflokksins sig frá vinnu samráðshóps þingmanna úr öllum flokkum sem sæti eiga á þingi, en tillögur samráðshópsins eru lagðar til grundvallar í fyrstu formlegu varnar- og öryggisstefnu fyrir Ísland sem utanríkisráðherra hefur boðað. Þingsályktunartillaga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um fyrstu formlegu stefnu Íslands í varnar- og öryggismálum er komin til þingsins en hún felur í sér þrettán megináherslur, meðal annars um aukna þátttöku Íslands í starfi og verkefnum Atlantshafsbandalagsins, að efla varnarsamstarf við Bandaríkin og annað tvíhliða samstarf við bandalagsríki, og að styrkja þátttöku Íslands í svæðisbundnu samstarfi, einkum á Norðurslóðum. Tillagan er í megindráttum í fullu samræmi við þær fjórtán lykiláherslur sem samráðshópur þingmanna lagði til í skýrslu sem kynnt var í september og var lögð til grundvallar við vinnuna við varnar- og öryggisstefnuna sem utanríkisráðherra hefur boðað. Ingibjörg Davíðsdóttir, þingmaður og fyrrverandi sendiherra, var fulltrúi Miðflokksins í hópnum en sagði sig úr honum áður en niðurstöður þingmannahópsins voru kynntar. „Hann kemur mér fyrir sjónir eins og hálfgerð sýndarmennska þessi hópur. Ráðherrann er þegar búinn að ákveða hvernig þetta allt saman á að vera,“ sagði Ingibjörg í samtali við fréttastofu á sínum tíma þegar hún sagði sig úr hópnum. Nú hefur Miðflokkurinn sjálfur komið með sitt eigið útspil hvað þessi mál varðar í formi fyrrnefndar þingsályktunartillögu sem verður á dagskrá þingsins á eftir, en það er Ingibjörg sjálf sem er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Öryggis- og varnarstefna falli undir þjóðaröryggisstefnu „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að fella íslenska öryggis- og varnarstefnu inn í þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland sem samþykkt var af Alþingi 28. febrúar 2023. Stefnan verði órjúfanlegur hluti af þjóðaröryggisstefnunni, raunhæf og kostnaðarmetin og uppfærð með reglubundnum hætti að höfðu samráði við utanríkismálanefnd Alþingis og allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis,“ segir í þingsályktunartillögu Miðflokksins. Þess má geta að í tillögu utanríkisráðherra að stefnu í varnar- og öryggismálum er tekið fram að henni sé ætlað að vera „hluti þeirrar heildarmyndar sem þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland felur í sér og taki til hernaðarlegra áhættuþátta.“ Samkvæmt lögum er það hlutverk utanríkisráðherra að fara með yfirstjórn varnarmála og ber ábyrgð á mótun og framkvæmd stefnu í varnar- og öryggismálum Íslands á alþjóðavettvangi. Snorri Másson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Ingibjörg Davíðsdóttir eru meðal flutningsmanna tillögunnar ásamt öðrum úr þingflokki Miðflokksins.Vísir/Lýður Valberg Í greinargerð með tillögu Miðflokksins segir að litið hafi verið á þá stefnumótun í varnar- og öryggismálum sem fram hafi farið sem „verkefni á ábyrgð utanríkisráðherra.“ Það telja Miðflokksmenn vera „óeðlilega skipan“ en það er mat þingmannanna að mótun öryggis- og varnarstefnu eigi að vera hluti af gerð þjóðaröryggisstefnunnar. „Þótt erlend samskipti og hernaðarlegar varnir landsins skipti miklu er það áherslan á innra öryggi þjóðarinnar sem hlýtur að hafa forgang hjá stjórnvöldum. Skýrsla sú sem utanríkisráðherra með hópi þingmanna kynnti föstudaginn 12. september 2025 fjallar um ytri varnir, sem takmarkar gildi skýrslunnar þegar kemur að stefnumótandi vinnu um öryggi og varnir landsins,“ segir ennfremur í greinargerð Miðflokksins með tillögunni. Miðflokkurinn Öryggis- og varnarmál Alþingi Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Við vitum að áföllin þau munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sjá meira
Þingsályktunartillaga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um fyrstu formlegu stefnu Íslands í varnar- og öryggismálum er komin til þingsins en hún felur í sér þrettán megináherslur, meðal annars um aukna þátttöku Íslands í starfi og verkefnum Atlantshafsbandalagsins, að efla varnarsamstarf við Bandaríkin og annað tvíhliða samstarf við bandalagsríki, og að styrkja þátttöku Íslands í svæðisbundnu samstarfi, einkum á Norðurslóðum. Tillagan er í megindráttum í fullu samræmi við þær fjórtán lykiláherslur sem samráðshópur þingmanna lagði til í skýrslu sem kynnt var í september og var lögð til grundvallar við vinnuna við varnar- og öryggisstefnuna sem utanríkisráðherra hefur boðað. Ingibjörg Davíðsdóttir, þingmaður og fyrrverandi sendiherra, var fulltrúi Miðflokksins í hópnum en sagði sig úr honum áður en niðurstöður þingmannahópsins voru kynntar. „Hann kemur mér fyrir sjónir eins og hálfgerð sýndarmennska þessi hópur. Ráðherrann er þegar búinn að ákveða hvernig þetta allt saman á að vera,“ sagði Ingibjörg í samtali við fréttastofu á sínum tíma þegar hún sagði sig úr hópnum. Nú hefur Miðflokkurinn sjálfur komið með sitt eigið útspil hvað þessi mál varðar í formi fyrrnefndar þingsályktunartillögu sem verður á dagskrá þingsins á eftir, en það er Ingibjörg sjálf sem er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Öryggis- og varnarstefna falli undir þjóðaröryggisstefnu „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að fella íslenska öryggis- og varnarstefnu inn í þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland sem samþykkt var af Alþingi 28. febrúar 2023. Stefnan verði órjúfanlegur hluti af þjóðaröryggisstefnunni, raunhæf og kostnaðarmetin og uppfærð með reglubundnum hætti að höfðu samráði við utanríkismálanefnd Alþingis og allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis,“ segir í þingsályktunartillögu Miðflokksins. Þess má geta að í tillögu utanríkisráðherra að stefnu í varnar- og öryggismálum er tekið fram að henni sé ætlað að vera „hluti þeirrar heildarmyndar sem þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland felur í sér og taki til hernaðarlegra áhættuþátta.“ Samkvæmt lögum er það hlutverk utanríkisráðherra að fara með yfirstjórn varnarmála og ber ábyrgð á mótun og framkvæmd stefnu í varnar- og öryggismálum Íslands á alþjóðavettvangi. Snorri Másson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Ingibjörg Davíðsdóttir eru meðal flutningsmanna tillögunnar ásamt öðrum úr þingflokki Miðflokksins.Vísir/Lýður Valberg Í greinargerð með tillögu Miðflokksins segir að litið hafi verið á þá stefnumótun í varnar- og öryggismálum sem fram hafi farið sem „verkefni á ábyrgð utanríkisráðherra.“ Það telja Miðflokksmenn vera „óeðlilega skipan“ en það er mat þingmannanna að mótun öryggis- og varnarstefnu eigi að vera hluti af gerð þjóðaröryggisstefnunnar. „Þótt erlend samskipti og hernaðarlegar varnir landsins skipti miklu er það áherslan á innra öryggi þjóðarinnar sem hlýtur að hafa forgang hjá stjórnvöldum. Skýrsla sú sem utanríkisráðherra með hópi þingmanna kynnti föstudaginn 12. september 2025 fjallar um ytri varnir, sem takmarkar gildi skýrslunnar þegar kemur að stefnumótandi vinnu um öryggi og varnir landsins,“ segir ennfremur í greinargerð Miðflokksins með tillögunni.
Miðflokkurinn Öryggis- og varnarmál Alþingi Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Við vitum að áföllin þau munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sjá meira