Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Sindri Sverrisson skrifar 6. nóvember 2025 09:31 Viktor Bjarki Daðason sækir gegn Cristian Romero í leik FCK við Tottenham í Lundúnum í vikunni, í Meistaradeild Evrópu. Getty/Nigel French Arnar Gunnlaugsson, þjálfari A-landsliðs karla í fótbolta, fylgist spenntur með uppgangi hins 17 ára Viktors Bjarka Daðasonar og segir framtíð hans bjarta. Hann ákvað þó að velja hann ekki í sitt landslið að svo stöddu. Arnar kynnti landsliðshóp sinn í gær fyrir leikina mikilvægu við Aserbaísjan 13. nóvember og Úkraínu 16. nóvember, í undankeppni HM. Hann ræddi um Viktor í viðtali við Aron Guðmundsson eftir blaðamannafund, eins og sjá má í spilaranum hér að neðan. Klippa: Arnar segir framtíð Viktors bjarta Viktor, sem á hálfum mánuði hefur skapað sér nafn með því að hafa nýtt strax tækifæri sín með aðalliði FC Kaupmannahafnar og meðal annars skorað gegn Dortmund í Meistaradeild Evrópu, er ekki í A-landsliðshópnum nú. Viktor er ekki heldur í U21-landsliðinu sem spilar leik við Lúxemborg í þessum mánuði en hann er í U19-landsliðinu sem spilar þrjá leiki. Miðað við orð Jörundar Áka Sveinssonar, yfirmanns fótboltamála hjá KSÍ, á Fótbolta.net í gær þótti það henta best fyrir Viktor að spila þrjá leiki með U19 frekar en einn með U21, að svo stöddu. „Fylgjumst spenntir með hans framþróun“ En hversu spennandi leikmaður er Framarinn ungi, sem FCK tryggði sér í fyrra eftir samkeppni við fjölda félaga: „Hann er virkilega spennandi. Það er ótrúlegt hver framgangur hans hefur verið síðustu mánuði, fara frá Fram í Bestu deildinni og vera kominn á stærsta sviðið í Meistaradeild Evrópu. Sjá hann [í fyrrakvöld gegn Tottenham] og aðra leiki, þetta er með ólíkindum,“ sagði Arnar en Viktor hefur bæði skorað mörk og lagt upp í fyrstu leikjum sínum með FCK og virst tilbúinn í að spila á stóra sviðinu. „Hann á þetta skilið. Hann er með gott bakland. Hann er einn af þessum ungu framherjum sem við eigum, sem eru að gera frábæra hluti. Við fylgjumst spenntir með hans framþróun en í þetta sinn mun hann hjálpa okkur annars staðar en með A-landsliðinu. Hans framtíð verður klárlega björt ef hann sleppur við meiðsli og heldur áfram að standa sig vel,“ sagði Arnar. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira
Arnar kynnti landsliðshóp sinn í gær fyrir leikina mikilvægu við Aserbaísjan 13. nóvember og Úkraínu 16. nóvember, í undankeppni HM. Hann ræddi um Viktor í viðtali við Aron Guðmundsson eftir blaðamannafund, eins og sjá má í spilaranum hér að neðan. Klippa: Arnar segir framtíð Viktors bjarta Viktor, sem á hálfum mánuði hefur skapað sér nafn með því að hafa nýtt strax tækifæri sín með aðalliði FC Kaupmannahafnar og meðal annars skorað gegn Dortmund í Meistaradeild Evrópu, er ekki í A-landsliðshópnum nú. Viktor er ekki heldur í U21-landsliðinu sem spilar leik við Lúxemborg í þessum mánuði en hann er í U19-landsliðinu sem spilar þrjá leiki. Miðað við orð Jörundar Áka Sveinssonar, yfirmanns fótboltamála hjá KSÍ, á Fótbolta.net í gær þótti það henta best fyrir Viktor að spila þrjá leiki með U19 frekar en einn með U21, að svo stöddu. „Fylgjumst spenntir með hans framþróun“ En hversu spennandi leikmaður er Framarinn ungi, sem FCK tryggði sér í fyrra eftir samkeppni við fjölda félaga: „Hann er virkilega spennandi. Það er ótrúlegt hver framgangur hans hefur verið síðustu mánuði, fara frá Fram í Bestu deildinni og vera kominn á stærsta sviðið í Meistaradeild Evrópu. Sjá hann [í fyrrakvöld gegn Tottenham] og aðra leiki, þetta er með ólíkindum,“ sagði Arnar en Viktor hefur bæði skorað mörk og lagt upp í fyrstu leikjum sínum með FCK og virst tilbúinn í að spila á stóra sviðinu. „Hann á þetta skilið. Hann er með gott bakland. Hann er einn af þessum ungu framherjum sem við eigum, sem eru að gera frábæra hluti. Við fylgjumst spenntir með hans framþróun en í þetta sinn mun hann hjálpa okkur annars staðar en með A-landsliðinu. Hans framtíð verður klárlega björt ef hann sleppur við meiðsli og heldur áfram að standa sig vel,“ sagði Arnar.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira