Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar 6. nóvember 2025 08:03 Boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum felast samantekið í að auðvelda ungu fólk koma sér þaki yfir höfuðið. Aðgerðirnar stuðla að auknu framboði á húsnæði og að jafnvægi komist á húsnæðismarkaðurinn í heild sinni. Þannig bæta aðgerðirnar einnig hag leigjenda sem hafa orðið einna verst úti vegna skorts á íbúðum undanfarin ár. Það má ekki gleymast í umræðunni að við erum að tala um heimili fjölskyldna og einstaklinga en ekki einungis framboð og eftirspurn á markaði. Heimilin eru ekki eins og hver önnur hrávara á markaði eins og ál, járn eða olía. Okkur ber sameiginleg skylda til að sjá til þess að fólk í öllum tekjuhópum hafi ráð á því að komast í öruggt, hvort sem það er til kaups eða leigu. Aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar er vandaður og tekur til fjölda þátta. Það er mjög mikilvægt fyrir alla að jafnvægi náist í húsnæðismálum þjóðarinnar. Óhóflegar verðhækkanir á íbúðarhúsnæði hafa verið helsti drifkraftur verðbólgunnar á undanförnum árum. Það er þess vegna allra hagur að ríkisstjórninni takist ætlunarverk sitt til lengri tíma litið. Hvort sem horft er til kaupenda, leigjenda, verktaka, eða húseigenda. Það hefur verið undarlegt að fylgjast með hvað sumir hagaðilar hafa gengið langt í blása upp hugsanleg neikvæð áhrif einstakra hluta aðgerðanna. Til að mynda vegna hvata til að fleiri íbúðir nýtist sem heimili í stað þess að vera í skammtímaleigu. Land rutt fyrir þúsundir íbúða Það er hins vegar rétt að undirstrika að lykillinn að því, að til dæmis aukinn stofnframlög ríkisins nýtist sem best, er að auka framboði á lóðum. Þetta þarf að tryggja sem allra fyrst. Flokkur fólksins tók þátt í myndun á nýjum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur snemma á þessu ári. Þar er nú verið að framfylgja stefnu flokksins um að ryðja land fyrir allt að tíu þúsund íbúðir í Úlfarsárdal. Þar af gæti uppbygging fjögur þúsund nýrra íbúða hafist strax á næsta ári. Þetta verður gert með nýrri aðferðarfræði þar sem stofnað verður sérstakt innviðafélag um framkvæmdirnar. Félagið mun auk þess að byggja íbúðirnar sjá um uppbyggingu innviða eins og gatna, lagna, leikskóla og skóla. Önnur sveitarfélög geta tekið sér þessa aðferðarfræði til fyrirmyndar. En kostnaður sveitarfélaga við uppbyggingu innviða hefur verið helsta hindrunin í vegi aukins lóðaframboðs. Hér er verk að vinna fyrir sveitarfélög landsins. Það þarf varla að taka fram að með því að slá á eftirspurnar þrýstinginn á húsnæðismarkaðnum er byggt undir að Seðlabankinn geti tekið hröð og örugg skref til vaxtalækkunar. Hjöðun verðbólgu og lækkun vaxta er stærsta hagsmunamál alls almennings í landinu. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Sigurjón Þórðarson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Húsnæðismál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum felast samantekið í að auðvelda ungu fólk koma sér þaki yfir höfuðið. Aðgerðirnar stuðla að auknu framboði á húsnæði og að jafnvægi komist á húsnæðismarkaðurinn í heild sinni. Þannig bæta aðgerðirnar einnig hag leigjenda sem hafa orðið einna verst úti vegna skorts á íbúðum undanfarin ár. Það má ekki gleymast í umræðunni að við erum að tala um heimili fjölskyldna og einstaklinga en ekki einungis framboð og eftirspurn á markaði. Heimilin eru ekki eins og hver önnur hrávara á markaði eins og ál, járn eða olía. Okkur ber sameiginleg skylda til að sjá til þess að fólk í öllum tekjuhópum hafi ráð á því að komast í öruggt, hvort sem það er til kaups eða leigu. Aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar er vandaður og tekur til fjölda þátta. Það er mjög mikilvægt fyrir alla að jafnvægi náist í húsnæðismálum þjóðarinnar. Óhóflegar verðhækkanir á íbúðarhúsnæði hafa verið helsti drifkraftur verðbólgunnar á undanförnum árum. Það er þess vegna allra hagur að ríkisstjórninni takist ætlunarverk sitt til lengri tíma litið. Hvort sem horft er til kaupenda, leigjenda, verktaka, eða húseigenda. Það hefur verið undarlegt að fylgjast með hvað sumir hagaðilar hafa gengið langt í blása upp hugsanleg neikvæð áhrif einstakra hluta aðgerðanna. Til að mynda vegna hvata til að fleiri íbúðir nýtist sem heimili í stað þess að vera í skammtímaleigu. Land rutt fyrir þúsundir íbúða Það er hins vegar rétt að undirstrika að lykillinn að því, að til dæmis aukinn stofnframlög ríkisins nýtist sem best, er að auka framboði á lóðum. Þetta þarf að tryggja sem allra fyrst. Flokkur fólksins tók þátt í myndun á nýjum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur snemma á þessu ári. Þar er nú verið að framfylgja stefnu flokksins um að ryðja land fyrir allt að tíu þúsund íbúðir í Úlfarsárdal. Þar af gæti uppbygging fjögur þúsund nýrra íbúða hafist strax á næsta ári. Þetta verður gert með nýrri aðferðarfræði þar sem stofnað verður sérstakt innviðafélag um framkvæmdirnar. Félagið mun auk þess að byggja íbúðirnar sjá um uppbyggingu innviða eins og gatna, lagna, leikskóla og skóla. Önnur sveitarfélög geta tekið sér þessa aðferðarfræði til fyrirmyndar. En kostnaður sveitarfélaga við uppbyggingu innviða hefur verið helsta hindrunin í vegi aukins lóðaframboðs. Hér er verk að vinna fyrir sveitarfélög landsins. Það þarf varla að taka fram að með því að slá á eftirspurnar þrýstinginn á húsnæðismarkaðnum er byggt undir að Seðlabankinn geti tekið hröð og örugg skref til vaxtalækkunar. Hjöðun verðbólgu og lækkun vaxta er stærsta hagsmunamál alls almennings í landinu. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun