Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2025 07:32 Jason Wilcox sést hér með Benjamin Sesko þegar Slóveninn var kynntur sem nýr leikmaður Manchester United. Getty/Manchester United Jason Wilcox er yfirmaður knattspyrnumála hjá Manchester United og hann hefur tjáð sig um sína framtíðarsýn á eitt frægasta og farsælasta fótboltalið heims. Wilcox segir að félagið sé að byggja upp óeigingjarnt og vinnusamt lið fyrir Ruben Amorim, frekar en að reyna að „setja saman Harlem Globetrotters-lið“. Rauðu djöflarnir enduðu í fimmtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili sem er slakasti árangur félagsins í efstu deild síðan 1974. United tapaði líka úrslitaleik Evrópudeildarinnar á móti Tottenham og komst því ekki í Evrópukeppni. Leikmannahópur United hefur síðan tekið talsverðum breytingum. Þekkt nöfn eins og Alejandro Garnacho og Marcus Rashford hafa farið frá liðinu á meðan Matheus Cunha, Bryan Mbeumo, Benjamin Sesko og Senne Lammens hafa komið til United. 🚨🗣️ Jason Wilcox on the importance of bringing the right characters into #MUFC: "It is not about putting the Harlem Globetrotters together. If I look at successful Man United teams, there were very functional players that would die for the badge and there were some mavericks.… pic.twitter.com/qZQKEm8BUg— Stretford Paddock (@StretfordPaddck) November 5, 2025 Nýtt lið Amorim situr nú í áttunda sæti deildarinnar en er aðeins tveimur stigum á eftir Manchester City sem er í öðru sæti. Wilcox telur að sumarkaupin muni hjálpa þeim að komast aftur á toppinn. Réttu karakterarnir „Það er svo mikilvægt að fá réttu karakterana,“ sagði Jason Wilcox í hlaðvarpinu Inside Carrington. „Ég held að maður verði að fá inn leikmenn sem koma með eitthvað nýtt inn í búningsklefann,“ „En það mikilvægasta er að þegar við fáum leikmann þá verður hann að vilja bæta sig, hann verður að vera liðsmaður og skilja hvað það þýðir að vera hluti af sigursælu liði,“ sagði Wilcox. „Þetta snýst ekki um að setja saman Harlem Globetrotters. Ef ég lít á sigursæl lið Man United, þá voru þar mjög hagnýtir leikmenn sem myndu deyja fyrir merkið og svo voru þar nokkrir sérvitringar. Þú nefnir [Eric] Cantona, en þegar maður heyrir einhvern tala um hann þá var hann algjör fagmaður,“ sagði Jason Wilcox. „Þetta eru stöðugir fundir með mér og Ruben, með [ráðningarstjóranum] Chris Vivell, með teyminu hans, þar sem við erum með mjög skýra sýn á þær leikmannagerðir sem við þurfum. Þannig að fyrirmælin koma frá mér og Ruben og fara til Chris,“ sagði Wilcox. Stöðugt samtal „Mikið er rætt og rökrætt um þær leikmannagerðir sem við þurfum, og svo fara njósnararnir út á markaðinn, við sameinum það með gagnateyminu og það verður bara stöðugt samtal,“ sagði Wilcox. „Þegar við semjum við leikmann eru svo margir sem koma að ferlinu. Gagnateymið tekur þátt í ferlinu og við beinum síðan allri athygli okkar að ákveðnum leikmönnum. Það er síðan mjög mikilvægt að við könnum bakgrunn þeirra til að sjá hvort þeir séu fagmenn sem lifa heilbrigðu lífi,“ sagði Wilcox. Man United director of football Jason Wilcox has said the club has "got to remain calm and understand that they're heading in a positive direction" 🔴Wilcox referenced the signing of Eric Cantona and said the club can't just "put the Harlem Globetrotters together". pic.twitter.com/whz3OHjujZ— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 5, 2025 Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira
Wilcox segir að félagið sé að byggja upp óeigingjarnt og vinnusamt lið fyrir Ruben Amorim, frekar en að reyna að „setja saman Harlem Globetrotters-lið“. Rauðu djöflarnir enduðu í fimmtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili sem er slakasti árangur félagsins í efstu deild síðan 1974. United tapaði líka úrslitaleik Evrópudeildarinnar á móti Tottenham og komst því ekki í Evrópukeppni. Leikmannahópur United hefur síðan tekið talsverðum breytingum. Þekkt nöfn eins og Alejandro Garnacho og Marcus Rashford hafa farið frá liðinu á meðan Matheus Cunha, Bryan Mbeumo, Benjamin Sesko og Senne Lammens hafa komið til United. 🚨🗣️ Jason Wilcox on the importance of bringing the right characters into #MUFC: "It is not about putting the Harlem Globetrotters together. If I look at successful Man United teams, there were very functional players that would die for the badge and there were some mavericks.… pic.twitter.com/qZQKEm8BUg— Stretford Paddock (@StretfordPaddck) November 5, 2025 Nýtt lið Amorim situr nú í áttunda sæti deildarinnar en er aðeins tveimur stigum á eftir Manchester City sem er í öðru sæti. Wilcox telur að sumarkaupin muni hjálpa þeim að komast aftur á toppinn. Réttu karakterarnir „Það er svo mikilvægt að fá réttu karakterana,“ sagði Jason Wilcox í hlaðvarpinu Inside Carrington. „Ég held að maður verði að fá inn leikmenn sem koma með eitthvað nýtt inn í búningsklefann,“ „En það mikilvægasta er að þegar við fáum leikmann þá verður hann að vilja bæta sig, hann verður að vera liðsmaður og skilja hvað það þýðir að vera hluti af sigursælu liði,“ sagði Wilcox. „Þetta snýst ekki um að setja saman Harlem Globetrotters. Ef ég lít á sigursæl lið Man United, þá voru þar mjög hagnýtir leikmenn sem myndu deyja fyrir merkið og svo voru þar nokkrir sérvitringar. Þú nefnir [Eric] Cantona, en þegar maður heyrir einhvern tala um hann þá var hann algjör fagmaður,“ sagði Jason Wilcox. „Þetta eru stöðugir fundir með mér og Ruben, með [ráðningarstjóranum] Chris Vivell, með teyminu hans, þar sem við erum með mjög skýra sýn á þær leikmannagerðir sem við þurfum. Þannig að fyrirmælin koma frá mér og Ruben og fara til Chris,“ sagði Wilcox. Stöðugt samtal „Mikið er rætt og rökrætt um þær leikmannagerðir sem við þurfum, og svo fara njósnararnir út á markaðinn, við sameinum það með gagnateyminu og það verður bara stöðugt samtal,“ sagði Wilcox. „Þegar við semjum við leikmann eru svo margir sem koma að ferlinu. Gagnateymið tekur þátt í ferlinu og við beinum síðan allri athygli okkar að ákveðnum leikmönnum. Það er síðan mjög mikilvægt að við könnum bakgrunn þeirra til að sjá hvort þeir séu fagmenn sem lifa heilbrigðu lífi,“ sagði Wilcox. Man United director of football Jason Wilcox has said the club has "got to remain calm and understand that they're heading in a positive direction" 🔴Wilcox referenced the signing of Eric Cantona and said the club can't just "put the Harlem Globetrotters together". pic.twitter.com/whz3OHjujZ— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 5, 2025
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Sjá meira