Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar 6. nóvember 2025 08:17 Það hefur því miður orðið siður frá hruninu, að segja einfaldlega að það séu ekki til peningar. Þó það sé í raun ekki hægt að meta mannslíf í peningum, hafa Bretar, Spánverjar og nokkur önnur lönd reynt að reikna það. Miðað við reikninga Breta og Spánverja, kostar það þjóðfélagið um 800 milljónir að missa 25 ára einstakling. Ef við síðan reiknum með að þessi 25 ára einstaklingur hefði átt eftir að lifa í 58 ár, þá er kostnaðurinn tæplega 14 milljónir á ári vegna ótímabærra dauðsfalla og sama gildir um flótta ungs fólks frá landinu vegna hagkerfis okkar. 14 milljónir sinnum 10, 100, 1.000 eru verulegar upphæðir. HÖFUM VIÐ EFNI Á ÞESSU? Að segja að ekki sé til peningur til að hjálpa ungu fólki í vandræðum gengur ekki upp. Með því að “eiga ekki pening” fyrir þetta unga fólk, þá missum við einhver líf, við missum fólk frá vinnu og yfir á fjárstuðning og jafnvel í fangelsi. Þessir 4 liðir kosta samfélagið gríðarlegar upphæðir á hverju ári. HÖFUM VIÐ EFNI Á ÞESSU? Mjög margir einstaklingar eru á örorku og frá vinnu vegna langra biðlista eftir læknisþjónustu, eða endurhæfingu eftir aðgerðir eða slys. Þarna er stór hluti sem gæti verið í vinnu og verið virkir skattgreiðendur og jafnvel sterkari neytendur. HÖFUM VIÐ EFNI Á ÞESSU? Í mars á þessu ári keyrði ég frá Reykjavík austur að Jökulsárlóni og á leiðinni sá ég 3 bíla þar sem framhjól vantaði og 2 bíla út í móa. Þetta sá ég á einum degi, ástæðan er sú að við höfum „ekki efni“ á að malbika þessa leið og það eru risa holur sem verða of ósýnilegar þegar dimmir og vegurinn er blautur. Við þennan galla í veginum verður til gríðarlegur kostnaður á bílum, framrúðum og jafnvel sem ferðatrygginga. HÖFUM VIÐ EFNI Á ÞESSU? Fólk situr fast í bílum sínum í 1 til 2 tíma á hverjum degi, til og frá vinnu. Þarna verður til verulegur kostnaður og mengun. Vinnudagur fólks verður lengri sem kemur niður á meiri neyslu á skyndibita, þreytu og almennri heilsu sem skilar sér í auknum kostnaði á heilbrigðiskerfinu og auðvita nota þessir bílar eldsneyti sem kostar gjaldeyrir ásamt því að menga loftið. HÖFUM VIÐ EFNI Á ÞESSU? Vegagerðin dreifir salti á malarvegi til að binda ryk. Götur Reykjavikur eru einnig mikið saltaðar sem bindur ryk og þegar það er orðið alveg þurrt molnar það og þá er komið svifryk sem eykur kostnað heilbrigðiskerfisins. HÖFUM VIÐ EFNI Á ÞESSU? Skrifstofustjóri Reykjavíkurborgar sagði í viðtali að það mætti ekki skamma hann fyrir að spara við snjóruðning. Var hann í raun að spara? Hvað með alla árekstrana og önnur tjón á bílum, sem fer beint í auknar launakröfur. HÖFUM VIÐ EFNI Á ÞESSU? 25 ára einstaklingur og einstaklingar borga tugi milljóna meira til baka af húsnæðislánum en 25 ára einstaklingur og einstaklingar í t.d. Danmörku. Innifalið í verði á nýju húsnæði á Íslandi eru mögulega 16% vegna skammtímalána byggingaverktaka sem auðvitað fer beint í verðlagið. HÖFUM VIÐ EFNI Á ÞESSU? Hvað ef við hefðum ákveðið að við hefðum ekki efni á Hvalfjarðagöngunum? Síðustu tölur um umferð um göngin voru rúmlega 6.000 bílar á dag. 6.000 bílar sem spara ca. 5 lítra að meðaltali miðað við að keyra Hvalfjörðinn, sem gera 30.000 lítrar á dag x 365 daga, hvað er það mikið í þau 27 ár sem við höfum getað notað göngin? HEFÐUM VIÐ HAFT EFNI Á ÞESSU? 90% af fyrirtækjum á Íslandi eru smá fyrirtæki sem fá ekki að gera upp í Evrum en ca. 220 fyrirtæki fá að gera upp í erlendri mynt. Er þetta réttlátt? Þetta þýðir líka hærri kostnað fyrir smá fyrirtækin, sem skilar sér i hærri framleiðslu- eða þjónustukostnaði, sem skilar sér í auknum launakröfum. HÖFUM VIÐ EFNI Á ÞESSU? Það er ofuráhersla lögð á að lækka erlendar skuldir ríkisins, til að ríki og Íslensk fyrirtæki sem starfa í erlendri mynt fái hagstæðari lán. Þetta er gert á kostnað smærri fyrirtækja og einstaklinga. Þetta þarf að hugsa í stærri mynd. Næst þegar «EKKI ERU TIL PENINGAR» þurfum við að hugsa um kostnað á móti vöxtum og auðvitað verðum við að hafa tekjur og gjöld í sama gjaldmiðli. VIÐ HÖFUM EKKI EFNI Á ÖÐRU Ríkið og sveitarfélög virðast stundum vera með hækkanir í áskrift. Áfengi og tóbak er t.d. hækkað um hver einustu áramót með auknum kostnaði og þar með leiðir það til aukinna launakrafna. Hér áður var sagt að þessar hækkanir væru gerðar til að draga úr neyslu eða sem forvarnir. Það virðist hafa gert það með tóbak, en áfengissala hefur bara færst til, þar sem fólk kaupir mun meira af kassavíni heldur en í flöskum. Um og yfir 50% af hvítvíns- og rauðvínssölu ÁTVR er að verða kassavín, þannig að áfengisskatturinn helst í gegnum tollinn, en hagnaður ÁTVR minnkar á móti. Varla verðu hægt að tala um forvarnir lengur þegar formaður Viðreisnar hvetur bókstaflega til þess að fólk versli við netverslanir sem hafa ekki enn verið staðfestar sem löglegar. Í Noregi sýndi rannsókn að fólk sem kaupir kassavín (4 flösku ígildi) drekki mun oftar yfir sig, með tilheyrandi heilbrigðisafleiðingum. HÖFUM VIÐ EFNI Á ÞVÍ?. Sigurður Ingi, formaður Framsóknarflokksins, sagði eitt sinn að Íslendingar væru komnir með „verðbólgu gen“. Það er fjarri lagi, Íslendingar gefast ekki upp, því við erum með „ÞETTA REDDAST GEN“ Við höldum áfram, sama hvaða bjátar á. Staðan á húsnæðismarkaðnum núna er krónunni algjörlega að kenna og ef Ísland væri með Evru, væru lífskilyrði allt önnur á Íslandi. Flestir Íslendingar hafa það nokkuð gott, en það gæti verið enn betra og fyrir mitt leiti þá er ég ekki tilbúinn að trúa milljarðamæringum þegar þeir segja að krónan sé það sem stöðugt bjargi Íslandi. Það er eins og að þakka ökuníðingnum sem veldur stórslysi því hann er sá fyrsti til að hringja á hjálp. Íslendingar eru frábær þjóð, „ÞETTA REDDAST“ hugarfarið hefur komið þjóðinni í gegnum ótrúlega hluti. Við höfum listamenn, íþróttafólk, tónlistafólk, fræðifólk og frumkvöðla á heimsmælikvarða. Þeir sem vanmeta Íslenskt íþróttafólk, hafa oft þurft að sjá eftir því. Við erum dugleg og útsjónarsöm, en við erum líka þrjósk. Þurfum við ekki að horfa á stóru myndina? ESB og Evra hefur ekkert með þjóðarstolt að gera. Við verðum áfram Íslendingar með okkar kosti og galla þó við göngum inn í ESB. Við þurfum að hugsa um framtíð okkar sem þjóð, okkar barna, barnabarna og komandi kynslóða. Hættum að telja að það sé eðlilegt að ungt fólk þurfi að borga margfalt meira til baka af húsnæðislánum. Hættum að gera ekkert til að fá unga fólkið okkar heim frá útlöndum. Hættum að hræðast útlönd og það sem við þekkjum ekki. Göngum í ESB og nýtum okkar rétt til að kjósa og okkar neitunarvald. HÖFUM VIÐ EFNI Á AÐ SLEPPA ÞVÍ? Höfundur er Evrópusinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Það hefur því miður orðið siður frá hruninu, að segja einfaldlega að það séu ekki til peningar. Þó það sé í raun ekki hægt að meta mannslíf í peningum, hafa Bretar, Spánverjar og nokkur önnur lönd reynt að reikna það. Miðað við reikninga Breta og Spánverja, kostar það þjóðfélagið um 800 milljónir að missa 25 ára einstakling. Ef við síðan reiknum með að þessi 25 ára einstaklingur hefði átt eftir að lifa í 58 ár, þá er kostnaðurinn tæplega 14 milljónir á ári vegna ótímabærra dauðsfalla og sama gildir um flótta ungs fólks frá landinu vegna hagkerfis okkar. 14 milljónir sinnum 10, 100, 1.000 eru verulegar upphæðir. HÖFUM VIÐ EFNI Á ÞESSU? Að segja að ekki sé til peningur til að hjálpa ungu fólki í vandræðum gengur ekki upp. Með því að “eiga ekki pening” fyrir þetta unga fólk, þá missum við einhver líf, við missum fólk frá vinnu og yfir á fjárstuðning og jafnvel í fangelsi. Þessir 4 liðir kosta samfélagið gríðarlegar upphæðir á hverju ári. HÖFUM VIÐ EFNI Á ÞESSU? Mjög margir einstaklingar eru á örorku og frá vinnu vegna langra biðlista eftir læknisþjónustu, eða endurhæfingu eftir aðgerðir eða slys. Þarna er stór hluti sem gæti verið í vinnu og verið virkir skattgreiðendur og jafnvel sterkari neytendur. HÖFUM VIÐ EFNI Á ÞESSU? Í mars á þessu ári keyrði ég frá Reykjavík austur að Jökulsárlóni og á leiðinni sá ég 3 bíla þar sem framhjól vantaði og 2 bíla út í móa. Þetta sá ég á einum degi, ástæðan er sú að við höfum „ekki efni“ á að malbika þessa leið og það eru risa holur sem verða of ósýnilegar þegar dimmir og vegurinn er blautur. Við þennan galla í veginum verður til gríðarlegur kostnaður á bílum, framrúðum og jafnvel sem ferðatrygginga. HÖFUM VIÐ EFNI Á ÞESSU? Fólk situr fast í bílum sínum í 1 til 2 tíma á hverjum degi, til og frá vinnu. Þarna verður til verulegur kostnaður og mengun. Vinnudagur fólks verður lengri sem kemur niður á meiri neyslu á skyndibita, þreytu og almennri heilsu sem skilar sér í auknum kostnaði á heilbrigðiskerfinu og auðvita nota þessir bílar eldsneyti sem kostar gjaldeyrir ásamt því að menga loftið. HÖFUM VIÐ EFNI Á ÞESSU? Vegagerðin dreifir salti á malarvegi til að binda ryk. Götur Reykjavikur eru einnig mikið saltaðar sem bindur ryk og þegar það er orðið alveg þurrt molnar það og þá er komið svifryk sem eykur kostnað heilbrigðiskerfisins. HÖFUM VIÐ EFNI Á ÞESSU? Skrifstofustjóri Reykjavíkurborgar sagði í viðtali að það mætti ekki skamma hann fyrir að spara við snjóruðning. Var hann í raun að spara? Hvað með alla árekstrana og önnur tjón á bílum, sem fer beint í auknar launakröfur. HÖFUM VIÐ EFNI Á ÞESSU? 25 ára einstaklingur og einstaklingar borga tugi milljóna meira til baka af húsnæðislánum en 25 ára einstaklingur og einstaklingar í t.d. Danmörku. Innifalið í verði á nýju húsnæði á Íslandi eru mögulega 16% vegna skammtímalána byggingaverktaka sem auðvitað fer beint í verðlagið. HÖFUM VIÐ EFNI Á ÞESSU? Hvað ef við hefðum ákveðið að við hefðum ekki efni á Hvalfjarðagöngunum? Síðustu tölur um umferð um göngin voru rúmlega 6.000 bílar á dag. 6.000 bílar sem spara ca. 5 lítra að meðaltali miðað við að keyra Hvalfjörðinn, sem gera 30.000 lítrar á dag x 365 daga, hvað er það mikið í þau 27 ár sem við höfum getað notað göngin? HEFÐUM VIÐ HAFT EFNI Á ÞESSU? 90% af fyrirtækjum á Íslandi eru smá fyrirtæki sem fá ekki að gera upp í Evrum en ca. 220 fyrirtæki fá að gera upp í erlendri mynt. Er þetta réttlátt? Þetta þýðir líka hærri kostnað fyrir smá fyrirtækin, sem skilar sér i hærri framleiðslu- eða þjónustukostnaði, sem skilar sér í auknum launakröfum. HÖFUM VIÐ EFNI Á ÞESSU? Það er ofuráhersla lögð á að lækka erlendar skuldir ríkisins, til að ríki og Íslensk fyrirtæki sem starfa í erlendri mynt fái hagstæðari lán. Þetta er gert á kostnað smærri fyrirtækja og einstaklinga. Þetta þarf að hugsa í stærri mynd. Næst þegar «EKKI ERU TIL PENINGAR» þurfum við að hugsa um kostnað á móti vöxtum og auðvitað verðum við að hafa tekjur og gjöld í sama gjaldmiðli. VIÐ HÖFUM EKKI EFNI Á ÖÐRU Ríkið og sveitarfélög virðast stundum vera með hækkanir í áskrift. Áfengi og tóbak er t.d. hækkað um hver einustu áramót með auknum kostnaði og þar með leiðir það til aukinna launakrafna. Hér áður var sagt að þessar hækkanir væru gerðar til að draga úr neyslu eða sem forvarnir. Það virðist hafa gert það með tóbak, en áfengissala hefur bara færst til, þar sem fólk kaupir mun meira af kassavíni heldur en í flöskum. Um og yfir 50% af hvítvíns- og rauðvínssölu ÁTVR er að verða kassavín, þannig að áfengisskatturinn helst í gegnum tollinn, en hagnaður ÁTVR minnkar á móti. Varla verðu hægt að tala um forvarnir lengur þegar formaður Viðreisnar hvetur bókstaflega til þess að fólk versli við netverslanir sem hafa ekki enn verið staðfestar sem löglegar. Í Noregi sýndi rannsókn að fólk sem kaupir kassavín (4 flösku ígildi) drekki mun oftar yfir sig, með tilheyrandi heilbrigðisafleiðingum. HÖFUM VIÐ EFNI Á ÞVÍ?. Sigurður Ingi, formaður Framsóknarflokksins, sagði eitt sinn að Íslendingar væru komnir með „verðbólgu gen“. Það er fjarri lagi, Íslendingar gefast ekki upp, því við erum með „ÞETTA REDDAST GEN“ Við höldum áfram, sama hvaða bjátar á. Staðan á húsnæðismarkaðnum núna er krónunni algjörlega að kenna og ef Ísland væri með Evru, væru lífskilyrði allt önnur á Íslandi. Flestir Íslendingar hafa það nokkuð gott, en það gæti verið enn betra og fyrir mitt leiti þá er ég ekki tilbúinn að trúa milljarðamæringum þegar þeir segja að krónan sé það sem stöðugt bjargi Íslandi. Það er eins og að þakka ökuníðingnum sem veldur stórslysi því hann er sá fyrsti til að hringja á hjálp. Íslendingar eru frábær þjóð, „ÞETTA REDDAST“ hugarfarið hefur komið þjóðinni í gegnum ótrúlega hluti. Við höfum listamenn, íþróttafólk, tónlistafólk, fræðifólk og frumkvöðla á heimsmælikvarða. Þeir sem vanmeta Íslenskt íþróttafólk, hafa oft þurft að sjá eftir því. Við erum dugleg og útsjónarsöm, en við erum líka þrjósk. Þurfum við ekki að horfa á stóru myndina? ESB og Evra hefur ekkert með þjóðarstolt að gera. Við verðum áfram Íslendingar með okkar kosti og galla þó við göngum inn í ESB. Við þurfum að hugsa um framtíð okkar sem þjóð, okkar barna, barnabarna og komandi kynslóða. Hættum að telja að það sé eðlilegt að ungt fólk þurfi að borga margfalt meira til baka af húsnæðislánum. Hættum að gera ekkert til að fá unga fólkið okkar heim frá útlöndum. Hættum að hræðast útlönd og það sem við þekkjum ekki. Göngum í ESB og nýtum okkar rétt til að kjósa og okkar neitunarvald. HÖFUM VIÐ EFNI Á AÐ SLEPPA ÞVÍ? Höfundur er Evrópusinni.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar