Innlent

Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Drengurinn var hætt kominn.
Drengurinn var hætt kominn. Dalslaug

Drengur á grunnskólaaldri var hætt kominn í skólasundi í Dalslaug í Úlfarsárdal í Reykjavík gær þegar hann missti meðvitund á meðan hann var í skólasundi. Brugðist var hratt við og er líðan drengsins góð.

Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg brást sundkennari hratt við og bjargaði drengnum uppúr lauginni og sundkennarar og starfsfólk laugarinnar veittu fyrstu hjálp þar til viðbragðsaðilar komu á staðinn.

Drengurinn var með meðvitund þegar hann var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahúsi með sjúkrabíl. Líðan drengsins er góð samkvæmt upplýsingum sem Reykjavíkurborg hefur á þessari stundu.

Þá segir í svörum borgarinnar að starfsfólk Dalslaugar hafi brugðist hratt og rétt við og samkvæmt öllum ferlum. Starfsfólki, og sundkennurum hafi verið veitt áfallahjálp. Ennfremur hafi verið rætt sérstaklega við börn og foreldra í þeim árgangi sem um ræðir og þeim í framhaldi boðin áfallaaðstoð. 

Áfram verði unnið með starfsfólki og ferlar rýndir. Það sé ávallt gert þegar upp koma alvarleg atvik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×