Lífið

Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Miss Earth Iceland 2025🇮🇸 Photos from my official photoshoot as Miss Earth Iceland with @arnor

Sóldís Vala Ívarsdóttir hlaut titilinn ungfrú jarðloft (e. Miss Earth - Air) þegar hún hafnaði í öðru sæti í aðalkeppni Miss Earth 2025 sem fór fram í Manila í Filippseyjum í gær.

Sóldís stóð uppi sem sigurvegari í Ungfrú Ísland 2024, aðeins átján ára gömul, og keppti fyrir Íslands hönd í gærkvöldi.

Þetta kemur fram í færslu frá Miss Earth á Facebook. Sóldís er annar fulltrúi Íslands í fegurðarsamkeppninni Miss Earth.

Hún tekur við keflinu af Hrafnhildi Haraldsdóttur, Ungfrú Ísland 2023, sem hafnaði í öðru sæti í keppninni í fyrra og krýndi í gær arftaka sinn.

Keppnin er ein af stærri fegurðarsamkeppnum heims, þar sem sérstök áhersla er lögð á umhverfisvernd og umhverfisvitund. Í gær voru krýndar Miss Earth, Miss Earth – Air, Miss Earth – Water og Miss Earth – Fire, titlar sem tengjast umhverfinu og náttúrunni.

Hin tékkneska Natálie Puškinová var krýnd Ungfrú jörð (e. Miss Earth).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.