Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Árni Sæberg skrifar 6. nóvember 2025 11:53 Sigríður Friðjónsdóttir er ríkissaksóknari. Vísir/Vilhelm Ríkissaksóknari segist bera fullt traust til konu sem starfar sem saksóknari hjá embættinu, sem var í fyrra kærð og sökuð um húsbrot, eignaspjöll, þjófnað og brot á barnaverndarlögum, líkt og greint var frá í Morgunblaði dagsins. Lögmaður konunnar segir heimildamann Morgunblaðsins vera fyrrverandi eiginmann konunnar en þau hafi staðið í hatrammri skilnaðardeilu undanfarin ár. Í frétt Morgunblaðsins um málið segir að konan hafi verið sökuð af fyrrverandi eiginmanni sínum um að hafa beitt móður hans og son líkamlegu ofbeldi. Hún hafi játað brot sín við yfirheyrslu en dregið játninguna til baka og borið við andlegum erfiðleikum. Konan var sögð hafa flutt að minnsta kosti tvö mál fyrir Landsrétti á sama tíma og hún bar við andlegum veikindum. Bæði eru sögð hafa varðað umferðalagabrot og sakborningar dæmdir til fangelsisvistar í báðum málum. Leiðrétting frá ríkissaksóknara Í yfirlýsingu frá Sigríði J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara segir að saksóknarinn sem um ræðir hafi ekki játað brot og því ekki dregið játninguna til baka. Samantekt lögreglu, sem Morgunblaðið sé væntanlega með undir höndum, sé röng. Hið rétta komi fram í upptöku lögreglu af skýrslutökunni. „Saksóknarinn fór í veikindaleyfi í kjölfar þeirra atvika sem um ræðir, en atvikin áttu sér stað fyrir þremur árum. Viðkomandi flutti ekki mál fyrir dómstólum á meðan á veikindaleyfinu stóð.“ Kærumál vegna ætlaðra brota saksóknarans hafi verið tekin til meðferðar af lögreglu og ákæruvaldi án allrar aðkomu ríkissaksóknara, enda um vanhæfi að ræða af hennar hálfu til meðferðar kærumáls sem varðar starfsmann embættisins. Rannsókn málanna hafi verið hætt og málunum lokið á þann hátt. „Ríkissaksóknari ber fullt traust til saksóknarans sem um ræðir.“ Og lögmanni konunnar Í yfirlýsingu frá Arnari Þór Stefánssyni lögmanni segir að hann sé lögmaður konunnar. Konan átelji að Morgunblaðið hafi ekki haft samband við hana áður en umfjöllunin var birt. Þá hafni hún því að hafa játað brot sem vikið er að í fréttinni. Þar um vísi hún til upptöku af skýrslutöku hjá lögreglu þar sem hið sanna komi í ljós. Hún hafi neitað sök hjá lögreglu og málið fellt niður. Þá sé það rangt að hún hafi flutt mál fyrir dómi í veikindaleyfi. „Loks vekur umbjóðandi minn athygli á því að heimildamaður Morgunblaðsins er fyrrum eiginmaður hennar. Þau hafa staðið í hatrammri skilnaðardeilu í nokkur ár þar sem ýmislegt hefur gengið á. Markmið eiginmannsins fyrrverandi er augjóslega að reyna að klekkja á umbjóðanda mínum. Það er fullkomið vindhögg og segir meira um hann en hana.“ Fjölmiðlar Fjölskyldumál Lögreglumál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Í frétt Morgunblaðsins um málið segir að konan hafi verið sökuð af fyrrverandi eiginmanni sínum um að hafa beitt móður hans og son líkamlegu ofbeldi. Hún hafi játað brot sín við yfirheyrslu en dregið játninguna til baka og borið við andlegum erfiðleikum. Konan var sögð hafa flutt að minnsta kosti tvö mál fyrir Landsrétti á sama tíma og hún bar við andlegum veikindum. Bæði eru sögð hafa varðað umferðalagabrot og sakborningar dæmdir til fangelsisvistar í báðum málum. Leiðrétting frá ríkissaksóknara Í yfirlýsingu frá Sigríði J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara segir að saksóknarinn sem um ræðir hafi ekki játað brot og því ekki dregið játninguna til baka. Samantekt lögreglu, sem Morgunblaðið sé væntanlega með undir höndum, sé röng. Hið rétta komi fram í upptöku lögreglu af skýrslutökunni. „Saksóknarinn fór í veikindaleyfi í kjölfar þeirra atvika sem um ræðir, en atvikin áttu sér stað fyrir þremur árum. Viðkomandi flutti ekki mál fyrir dómstólum á meðan á veikindaleyfinu stóð.“ Kærumál vegna ætlaðra brota saksóknarans hafi verið tekin til meðferðar af lögreglu og ákæruvaldi án allrar aðkomu ríkissaksóknara, enda um vanhæfi að ræða af hennar hálfu til meðferðar kærumáls sem varðar starfsmann embættisins. Rannsókn málanna hafi verið hætt og málunum lokið á þann hátt. „Ríkissaksóknari ber fullt traust til saksóknarans sem um ræðir.“ Og lögmanni konunnar Í yfirlýsingu frá Arnari Þór Stefánssyni lögmanni segir að hann sé lögmaður konunnar. Konan átelji að Morgunblaðið hafi ekki haft samband við hana áður en umfjöllunin var birt. Þá hafni hún því að hafa játað brot sem vikið er að í fréttinni. Þar um vísi hún til upptöku af skýrslutöku hjá lögreglu þar sem hið sanna komi í ljós. Hún hafi neitað sök hjá lögreglu og málið fellt niður. Þá sé það rangt að hún hafi flutt mál fyrir dómi í veikindaleyfi. „Loks vekur umbjóðandi minn athygli á því að heimildamaður Morgunblaðsins er fyrrum eiginmaður hennar. Þau hafa staðið í hatrammri skilnaðardeilu í nokkur ár þar sem ýmislegt hefur gengið á. Markmið eiginmannsins fyrrverandi er augjóslega að reyna að klekkja á umbjóðanda mínum. Það er fullkomið vindhögg og segir meira um hann en hana.“
Fjölmiðlar Fjölskyldumál Lögreglumál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira