Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar 6. nóvember 2025 15:15 Ríkisstjórnin hefur kynnt að hækka skuli vörugjöld á ökutæki frá og með næstu áramótum. Hækkunin nemur nærri tvöföldun og mun hækka verð á nýjum bílum verulega sem kemur augljóslega illa við alla sem sjá fram á að kaupa nýjan bíl. Það mun ekki síður koma illa við budduna hjá þeim sem hyggjast kaupa notaðan bíl, vegna þess að hækkað verð á nýjum bílum mun augljóslega skila sér áfram á markað með notaða bíla. Skammarleg vinnubrögð sem munu valda verulegu tjóni Varla er hægt að tala um þessa vörugjaldahækkun öðruvísi en beina aðför að rekstri bílaleiga, sérstaklega þegar hún leggst ofan á álagningu kílómetragjalds. Þetta tvennt mun hafa gríðarlegan kostnað í för með sér fyrir þessi fyrirtæki, með nær engum fyrirvara, sem er ótæk framkoma við fyrirtæki í rekstri. Álagning vörugjalda með þessum hætti, með örskömmum fyrirvara eftir að frumvarp til fjárlaga er komið fram, er pólitísk handvömm sem réttast væri að fjármálaráðuneytið sæi sóma sinn í að draga til baka. Þess í stað reynir ráðuneytið nú að snúa upp á hendurnar á nefndarfólki í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis um að þau gerist ábyrg fyrir tjóninu sem breytingin mun hafa í för með sér. Vörugjaldahækkunin er bein skattahækkun á ferðaþjónustu Bílaleigur kaupa um helming nýskráðra bíla á Íslandi ár hvert. Það þýðir að ef vörugjaldahækkunin á að skila rúmum 7 milljörðum króna í ríkissjóð er gert ráð fyrir að rúmir 3,5 milljarðar komi beint frá bílaleigufyrirtækjum. Það þýðir að vörugjaldahækkunin er beinn ferðaþjónustuskattur að áhrifum og framkvæmd. Verð á ferðalagi til Íslands mun hækka umtalsvert Um 60% ferðamanna sem koma til Íslands leigja sér bílaleigubíl og eru þeir því ein mikilvægasta leiðin til að ná markmiðum ferðamálastefnu um aukna dreifingu ferðamanna og verðmætasköpun ferðaþjónustu um allt land. Það er alveg ljóst að hækkun vörugjalda og álagning kílómetragjalds mun sameiginlega valda langmestu tjóni í landshlutum fjarri höfuðborgarsvæðinu, þar sem mest þörf er fyrir áframhaldandi uppbyggingu atvinnutækifæra og innviða í ferðaþjónustu. Hækkunin hefur neikvæð áhrif á ferðaþjónustu í heild, ekki bara bílaleigur Vörugjaldahækkunin hefur því augljós neikvæð áhrif á verð á ferðaþjónustuvörum og heildarverð á ferð til Íslands, ekki aðeins á verð bílaleigubíla. Tjónið sem hækkunin veldur mun því hríslast um alla virðiskeðju ferðaþjónustunnar. Áfangastaðurinn Ísland hefur verið að tapa alþjóðlegri samkeppnishæfni undanfarin ár, eins og t.d. er staðfest í skýrslum World Economic Forum um samkeppnishæfni áfangastaða ferðamanna í heiminum. Vörugjaldahækkunin mun gera Ísland að enn dýrari áfangastað í samanburði við áþekka áfangastaði eins og Noreg, sem nú þegar njóta verulegs forskots, t.d. vegna hás raungengis íslensku krónunnar og raunstöðvunar á neytendamarkaðssetningu á Íslandi sem áfangastað frá árinu 2022. Afleiðingar hækkunarinnar ganga þvert á stefnur ríkisstjórnarinnar Eitt af grunnmarkmiðum Ferðamálastefnu er að allir landshlutar njóti góðs af uppbyggingu ferðaþjónustu og að ýta skuli undir meiri dreifingu ferðamanna um landið og verðmætasköpun í landshlutum fjarri höfuðborgarsvæðinu. Í markmiðum atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar sem nú er í vinnslu er sérstaklega talað um mikilvægi uppbyggingar atvinnutækifæra á landsbyggðinni. Augljósar afleiðingar hækkunar vörugjalda á bílaleigur og ferðaþjónustu þverbrjóta bæði þessi grundvallarmarkmið svo harkalega að spyrja verður hvort ríkisstjórnin líti einfaldlega á þessar yfirlýstu grundvallarstefnur sem verðlaus skúffuplögg? Slæm áhrif á bílaleigur skila sér beint til neytenda Bílaleigubílar eru mjög stór hluti af eftirmarkaði með bíla á Íslandi. Því er algerlega ljóst að hærra innkaupsverð á bílaleigubílum og aukinn kostnaður í rekstri þeirra mun skila sér í hærra verði á eftirmarkaði með notaða bíla. Vörugjaldahækkunin skilar sér því til allra sem ætla að kaupa sér bíl inn í framtíðina, þótt fjármálaráðuneytið haldi því fram í áliti sínu að áhrifin skili sér bara til karla með góðar tekjur sem kaupa sér nýja bíla. Það er einfaldlega rangt. Verð nýrra bíla er einnig þáttur í neysluvísitölu, um 6% í útreikningi vísitölunnar eða svo. Það er því augljóst að hækkað listaverð á nýjum bílum mun hafa áhrif til hækkunar verðbólgu. Hér er verðbólgusleggjan því lögð til hliðar og tekin kaffipása í baráttunni við verðbólguna, sem augljóslega mun koma verr við budduna hjá öllum í samfélaginu þeim mun lengur sem hún varir. Lækkuð vörugjöld á rafbíla munu ekki skila árangri í orkuskiptum Svo virðist sem að á bak við hækkun vörugjalda á jarðefnaeldsneytisbíla og lækkun vörugjalda á rafbíla liggi sú trú að það muni ýta undir aukin kaup bílaleiga á rafbílum og flýta orkuskiptum í samgöngum. Það er óskhyggja. Staðreyndin er sú, eins og hefur margoft verið útskýrt fyrir stjórnvöldum, að erlendir ferðamenn á Íslandi hafa engan áhuga á að leiga sér rafmagnsbíl. Þeir þekkja ekki vöruna, þeir treysta ekki innviðunum og vilja bara fá sinn gamla góða bensín- eða díselbíl sem þeir þekkja. Og áður en fólk hristir höfuðið og hugsar hvort ekki megi bara auglýsa rafmagnsbílinn betur þá bið ég lesendur að hugsa til svona síðustu þriggja ferða sinna erlendis þar sem þau leigðu sér bíl og rifja upp – leigðuð þið ykkur rafmagnsbíl? Lægri vörugjöld á rafmagnsbíla ein og sér breyta ekki kauphegðun erlendra ferðamanna eða auka þekkingu þeirra og áhuga á rafmagnsbílum á einni nóttu. Þá mun afnám VSK undanþágu við sölu rafbíla hafa talsverð áhrif og eyða út áhrifum af lækkuðum vörugjöldum auk þess að draga úr framboði rafbíla á eftirmarkaði. Skatttekjurnar skila sér ekki, en vantraustið lifir Á bak við þetta allt er tvennt, annars vegar væntingar um 7,5 milljarða króna skatttekjur í ríkissjóð á næsta ári og hins vegar væntingar um að ná markmiði um að tekjur af samgönguskattheimtu nái 1,7% af landsframleiðslu. Það er öllum sem starfa í raunhagkerfinu ljóst að þessi markmið munu ekki nást, það liggur einfaldlega fyrir nú þegar. Ástæðan er sú að í excel skjölum fjármálaráðuneytisins er aldrei gert ráð fyrir því hvernig skattahækkanir hafa áhrif á hegðun fólks og fyrirtækja. Nú standa bílaleigur frammi fyrir því að skynsamlegast er fyrir reksturinn að kaupa sem flesta bíla fyrir áramót, og kaupa svo enga bíla á næsta ári. Aðeins með því móti verður skaðinn af hækkuninni lágmarkaður eins og mögulegt er. Ef bílaleigur kaupa enga bíla á næsta ári þá skila 3,5 milljarðarnir sem excel skjölin áætla sér ekki í ríkiskassann. Það er svo einfalt. Þá næst heldur ekki markmiðið um 1,7 prósentin. Það er augljóst. Og þá er eftir að reikna áhrifin á önnur fyrirtæki í ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum sem munu kaupa færri bíla eða enga bíla á næsta ári. Sömuleiðis á eftir að gera ráð fyrir minni kaupum almennings á nýjum bílum á næsta ári. Það eina sem gerist er að hækkunin veldur því að bílaleiguflotinn eldist, öryggi á vegum minnkar í beinu samhengi, ferðamenn aka færri kílómetra um landið og dreifast minna á svæðin sem mest þurfa á verðmætunum að halda. Þá verður baráttan við verðbólguna lengri og þrálátari og kemur fastar við budduna hjá öllum í landinu, og þau sem þurfa að kaupa bíl þurfa að greiða nokkur hundruð þúsund til nokkrum milljónum meira fyrir hann, hvort sem hann er nýr eða notaður. Ríkisstjórnin fær því ekki skatttekjurnar sínar en situr eftir með vantraust ferðaþjónustufyrirtækja, þverbrotnar eigin stefnur og ósátta neytendur. Það er staðan. Spurningin er hvort alþingismenn ætla að láta fjármálaráðuneytið teyma sig í það ferðalag? Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur kynnt að hækka skuli vörugjöld á ökutæki frá og með næstu áramótum. Hækkunin nemur nærri tvöföldun og mun hækka verð á nýjum bílum verulega sem kemur augljóslega illa við alla sem sjá fram á að kaupa nýjan bíl. Það mun ekki síður koma illa við budduna hjá þeim sem hyggjast kaupa notaðan bíl, vegna þess að hækkað verð á nýjum bílum mun augljóslega skila sér áfram á markað með notaða bíla. Skammarleg vinnubrögð sem munu valda verulegu tjóni Varla er hægt að tala um þessa vörugjaldahækkun öðruvísi en beina aðför að rekstri bílaleiga, sérstaklega þegar hún leggst ofan á álagningu kílómetragjalds. Þetta tvennt mun hafa gríðarlegan kostnað í för með sér fyrir þessi fyrirtæki, með nær engum fyrirvara, sem er ótæk framkoma við fyrirtæki í rekstri. Álagning vörugjalda með þessum hætti, með örskömmum fyrirvara eftir að frumvarp til fjárlaga er komið fram, er pólitísk handvömm sem réttast væri að fjármálaráðuneytið sæi sóma sinn í að draga til baka. Þess í stað reynir ráðuneytið nú að snúa upp á hendurnar á nefndarfólki í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis um að þau gerist ábyrg fyrir tjóninu sem breytingin mun hafa í för með sér. Vörugjaldahækkunin er bein skattahækkun á ferðaþjónustu Bílaleigur kaupa um helming nýskráðra bíla á Íslandi ár hvert. Það þýðir að ef vörugjaldahækkunin á að skila rúmum 7 milljörðum króna í ríkissjóð er gert ráð fyrir að rúmir 3,5 milljarðar komi beint frá bílaleigufyrirtækjum. Það þýðir að vörugjaldahækkunin er beinn ferðaþjónustuskattur að áhrifum og framkvæmd. Verð á ferðalagi til Íslands mun hækka umtalsvert Um 60% ferðamanna sem koma til Íslands leigja sér bílaleigubíl og eru þeir því ein mikilvægasta leiðin til að ná markmiðum ferðamálastefnu um aukna dreifingu ferðamanna og verðmætasköpun ferðaþjónustu um allt land. Það er alveg ljóst að hækkun vörugjalda og álagning kílómetragjalds mun sameiginlega valda langmestu tjóni í landshlutum fjarri höfuðborgarsvæðinu, þar sem mest þörf er fyrir áframhaldandi uppbyggingu atvinnutækifæra og innviða í ferðaþjónustu. Hækkunin hefur neikvæð áhrif á ferðaþjónustu í heild, ekki bara bílaleigur Vörugjaldahækkunin hefur því augljós neikvæð áhrif á verð á ferðaþjónustuvörum og heildarverð á ferð til Íslands, ekki aðeins á verð bílaleigubíla. Tjónið sem hækkunin veldur mun því hríslast um alla virðiskeðju ferðaþjónustunnar. Áfangastaðurinn Ísland hefur verið að tapa alþjóðlegri samkeppnishæfni undanfarin ár, eins og t.d. er staðfest í skýrslum World Economic Forum um samkeppnishæfni áfangastaða ferðamanna í heiminum. Vörugjaldahækkunin mun gera Ísland að enn dýrari áfangastað í samanburði við áþekka áfangastaði eins og Noreg, sem nú þegar njóta verulegs forskots, t.d. vegna hás raungengis íslensku krónunnar og raunstöðvunar á neytendamarkaðssetningu á Íslandi sem áfangastað frá árinu 2022. Afleiðingar hækkunarinnar ganga þvert á stefnur ríkisstjórnarinnar Eitt af grunnmarkmiðum Ferðamálastefnu er að allir landshlutar njóti góðs af uppbyggingu ferðaþjónustu og að ýta skuli undir meiri dreifingu ferðamanna um landið og verðmætasköpun í landshlutum fjarri höfuðborgarsvæðinu. Í markmiðum atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar sem nú er í vinnslu er sérstaklega talað um mikilvægi uppbyggingar atvinnutækifæra á landsbyggðinni. Augljósar afleiðingar hækkunar vörugjalda á bílaleigur og ferðaþjónustu þverbrjóta bæði þessi grundvallarmarkmið svo harkalega að spyrja verður hvort ríkisstjórnin líti einfaldlega á þessar yfirlýstu grundvallarstefnur sem verðlaus skúffuplögg? Slæm áhrif á bílaleigur skila sér beint til neytenda Bílaleigubílar eru mjög stór hluti af eftirmarkaði með bíla á Íslandi. Því er algerlega ljóst að hærra innkaupsverð á bílaleigubílum og aukinn kostnaður í rekstri þeirra mun skila sér í hærra verði á eftirmarkaði með notaða bíla. Vörugjaldahækkunin skilar sér því til allra sem ætla að kaupa sér bíl inn í framtíðina, þótt fjármálaráðuneytið haldi því fram í áliti sínu að áhrifin skili sér bara til karla með góðar tekjur sem kaupa sér nýja bíla. Það er einfaldlega rangt. Verð nýrra bíla er einnig þáttur í neysluvísitölu, um 6% í útreikningi vísitölunnar eða svo. Það er því augljóst að hækkað listaverð á nýjum bílum mun hafa áhrif til hækkunar verðbólgu. Hér er verðbólgusleggjan því lögð til hliðar og tekin kaffipása í baráttunni við verðbólguna, sem augljóslega mun koma verr við budduna hjá öllum í samfélaginu þeim mun lengur sem hún varir. Lækkuð vörugjöld á rafbíla munu ekki skila árangri í orkuskiptum Svo virðist sem að á bak við hækkun vörugjalda á jarðefnaeldsneytisbíla og lækkun vörugjalda á rafbíla liggi sú trú að það muni ýta undir aukin kaup bílaleiga á rafbílum og flýta orkuskiptum í samgöngum. Það er óskhyggja. Staðreyndin er sú, eins og hefur margoft verið útskýrt fyrir stjórnvöldum, að erlendir ferðamenn á Íslandi hafa engan áhuga á að leiga sér rafmagnsbíl. Þeir þekkja ekki vöruna, þeir treysta ekki innviðunum og vilja bara fá sinn gamla góða bensín- eða díselbíl sem þeir þekkja. Og áður en fólk hristir höfuðið og hugsar hvort ekki megi bara auglýsa rafmagnsbílinn betur þá bið ég lesendur að hugsa til svona síðustu þriggja ferða sinna erlendis þar sem þau leigðu sér bíl og rifja upp – leigðuð þið ykkur rafmagnsbíl? Lægri vörugjöld á rafmagnsbíla ein og sér breyta ekki kauphegðun erlendra ferðamanna eða auka þekkingu þeirra og áhuga á rafmagnsbílum á einni nóttu. Þá mun afnám VSK undanþágu við sölu rafbíla hafa talsverð áhrif og eyða út áhrifum af lækkuðum vörugjöldum auk þess að draga úr framboði rafbíla á eftirmarkaði. Skatttekjurnar skila sér ekki, en vantraustið lifir Á bak við þetta allt er tvennt, annars vegar væntingar um 7,5 milljarða króna skatttekjur í ríkissjóð á næsta ári og hins vegar væntingar um að ná markmiði um að tekjur af samgönguskattheimtu nái 1,7% af landsframleiðslu. Það er öllum sem starfa í raunhagkerfinu ljóst að þessi markmið munu ekki nást, það liggur einfaldlega fyrir nú þegar. Ástæðan er sú að í excel skjölum fjármálaráðuneytisins er aldrei gert ráð fyrir því hvernig skattahækkanir hafa áhrif á hegðun fólks og fyrirtækja. Nú standa bílaleigur frammi fyrir því að skynsamlegast er fyrir reksturinn að kaupa sem flesta bíla fyrir áramót, og kaupa svo enga bíla á næsta ári. Aðeins með því móti verður skaðinn af hækkuninni lágmarkaður eins og mögulegt er. Ef bílaleigur kaupa enga bíla á næsta ári þá skila 3,5 milljarðarnir sem excel skjölin áætla sér ekki í ríkiskassann. Það er svo einfalt. Þá næst heldur ekki markmiðið um 1,7 prósentin. Það er augljóst. Og þá er eftir að reikna áhrifin á önnur fyrirtæki í ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum sem munu kaupa færri bíla eða enga bíla á næsta ári. Sömuleiðis á eftir að gera ráð fyrir minni kaupum almennings á nýjum bílum á næsta ári. Það eina sem gerist er að hækkunin veldur því að bílaleiguflotinn eldist, öryggi á vegum minnkar í beinu samhengi, ferðamenn aka færri kílómetra um landið og dreifast minna á svæðin sem mest þurfa á verðmætunum að halda. Þá verður baráttan við verðbólguna lengri og þrálátari og kemur fastar við budduna hjá öllum í landinu, og þau sem þurfa að kaupa bíl þurfa að greiða nokkur hundruð þúsund til nokkrum milljónum meira fyrir hann, hvort sem hann er nýr eða notaður. Ríkisstjórnin fær því ekki skatttekjurnar sínar en situr eftir með vantraust ferðaþjónustufyrirtækja, þverbrotnar eigin stefnur og ósátta neytendur. Það er staðan. Spurningin er hvort alþingismenn ætla að láta fjármálaráðuneytið teyma sig í það ferðalag? Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun