„Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2025 06:47 Gianni Infantino, forseti FIFA og Donald Trump Bandaríkjaforseti saman á úrslitaleik HM félagsliða í sumar. Getty/Eva Marie Uzcategui Það er enginn vafi á því að norski íþróttafréttamaðurinn Jan Petter Saltvedt er alls ekki aðdáandi nýju friðarverðlauna FIFA. Saltvedt skrifaði pistil um þessi nýju verðlaun sem voru kynnt í vikunni og verða afhent í fyrsta sinn þegar dregið verður í riðla fyrir heimsmeistarakeppni karla. Gianni Infantino, forseti FIFA, vill ekki gefa upp hver fær nýju friðarverðlaun FIFA, en Donald Trump Bandaríkjaforseti er talinn vera langlíklegastur. „Velkomin til Andabæjar“ Saltvedt skrifar pistil sinn undir fyrirsögninni „Velkomin til Andabæjar“ og hann setur tóninn strax í byrjun: Fyrirsögnin á pistlinum á síðu NRK.NRK Sport „Nýju „friðarverðlaun“ FIFA er ekki hægt að kalla annað en hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð,“ skrifaði Saltvedt. Það er enginn vafi í hans augum að þarna er Infantino enn á ný að fara smjaðra fyrir góðvini sínum Trump, þess hins sama sem var mjög fúll með að fá ekki friðarverðlaun Nóbels í ár. Enginn vissi að þau væru til eða áformuð „Ef þú ætlar að fjárfesta sparnaðinum þínum í einhverju sem gefur þér efni á aukajólagjöfum, þá skaltu ekki veðja á hver verður fyrsti handhafi þess sem formlega heitir „FIFA Peace Prize – Football Unites the World“. Enginn vissi að þau væru til eða yfirhöfuð áformuð fyrr en hinn almáttugi forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hinn brosmildi Svisslendingur Gianni Infantino, tilkynnti fréttirnar úr ræðustól á ráðstefnunni „American Business Forum“ í Miami í þessari viku,“ skrifaði Saltvedt. Hann er fljótur að nefna hver stóð við hlið Infantino þegar hann opinberaði nýju verðlaunin. Tilkynnt við hlið Bandaríkjaforseta Í sama ræðustól og Bandaríkjaforseti hafði nýlokið við að tala, ekki af tilviljun. Líkurnar á því að nafnið sem hinn brosandi forseti FIFA, Gianni Infantino, les upp í Washington þann 5. desember verði Donald John Trump eru nefnilega svo litlar að þær skila í besta falli peningunum til baka,“ skrifaði Saltvedt. „Gianni forseti FIFA er um þessar mundir opinberlega besti vinur Donalds forseta Bandaríkjanna. Það hefur verið augljóst síðan Infantino var óvænt nefndur í innsetningarræðu Trumps sem forseta í janúar. Síðan þá hafa þeir hist oft,“ skrifaði Saltvedt. Gerir grin að Trump Hann gerir síðan grín að því þegar Donald Trump afhenti Chelsea heimsbikar félagsliða í Los Angeles í sumar. „Trump neitaði að fara af sviðinu, þrátt fyrir sífellt örvæntingarfyllri áminningar frá vini sínum Gianni. Bandaríkjaforseti stóð kyrr í miðju konfettíinu og fagnaðarlátunum frammi fyrir augljóslega uppgefnum leikmönnum Chelsea – og endaði með því að gefa heiminum góðan skammt af gamanleik,“ skrifaði Saltvedt eins og má sjá hér. FIFA Donald Trump Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Saltvedt skrifaði pistil um þessi nýju verðlaun sem voru kynnt í vikunni og verða afhent í fyrsta sinn þegar dregið verður í riðla fyrir heimsmeistarakeppni karla. Gianni Infantino, forseti FIFA, vill ekki gefa upp hver fær nýju friðarverðlaun FIFA, en Donald Trump Bandaríkjaforseti er talinn vera langlíklegastur. „Velkomin til Andabæjar“ Saltvedt skrifar pistil sinn undir fyrirsögninni „Velkomin til Andabæjar“ og hann setur tóninn strax í byrjun: Fyrirsögnin á pistlinum á síðu NRK.NRK Sport „Nýju „friðarverðlaun“ FIFA er ekki hægt að kalla annað en hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð,“ skrifaði Saltvedt. Það er enginn vafi í hans augum að þarna er Infantino enn á ný að fara smjaðra fyrir góðvini sínum Trump, þess hins sama sem var mjög fúll með að fá ekki friðarverðlaun Nóbels í ár. Enginn vissi að þau væru til eða áformuð „Ef þú ætlar að fjárfesta sparnaðinum þínum í einhverju sem gefur þér efni á aukajólagjöfum, þá skaltu ekki veðja á hver verður fyrsti handhafi þess sem formlega heitir „FIFA Peace Prize – Football Unites the World“. Enginn vissi að þau væru til eða yfirhöfuð áformuð fyrr en hinn almáttugi forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hinn brosmildi Svisslendingur Gianni Infantino, tilkynnti fréttirnar úr ræðustól á ráðstefnunni „American Business Forum“ í Miami í þessari viku,“ skrifaði Saltvedt. Hann er fljótur að nefna hver stóð við hlið Infantino þegar hann opinberaði nýju verðlaunin. Tilkynnt við hlið Bandaríkjaforseta Í sama ræðustól og Bandaríkjaforseti hafði nýlokið við að tala, ekki af tilviljun. Líkurnar á því að nafnið sem hinn brosandi forseti FIFA, Gianni Infantino, les upp í Washington þann 5. desember verði Donald John Trump eru nefnilega svo litlar að þær skila í besta falli peningunum til baka,“ skrifaði Saltvedt. „Gianni forseti FIFA er um þessar mundir opinberlega besti vinur Donalds forseta Bandaríkjanna. Það hefur verið augljóst síðan Infantino var óvænt nefndur í innsetningarræðu Trumps sem forseta í janúar. Síðan þá hafa þeir hist oft,“ skrifaði Saltvedt. Gerir grin að Trump Hann gerir síðan grín að því þegar Donald Trump afhenti Chelsea heimsbikar félagsliða í Los Angeles í sumar. „Trump neitaði að fara af sviðinu, þrátt fyrir sífellt örvæntingarfyllri áminningar frá vini sínum Gianni. Bandaríkjaforseti stóð kyrr í miðju konfettíinu og fagnaðarlátunum frammi fyrir augljóslega uppgefnum leikmönnum Chelsea – og endaði með því að gefa heiminum góðan skammt af gamanleik,“ skrifaði Saltvedt eins og má sjá hér.
FIFA Donald Trump Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira