Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar 7. nóvember 2025 08:31 Grindavíkurnefnd óskaði á dögunum eftir sjónarmiðum Grindvíkinga sem snéru að sérstöku umræðuskjali nefndarinnar um eftirfarandi þætti: Hvernig tryggja megi að rödd Grindvíkinga hafi raunverulegt vægi. Útfærslu á kosningarétti í sveitarstjórnarkosningunum 2026. Hvernig best megi koma á skilvirkri samvinnu ríkis og sveitarfélags. Hvort leita eigi ráðgjafar hjá Alþjóðabankanum eða öðrum alþjóðlegum aðilum. Opið var fyrir umsagnir í samráðsgátt www.island.is til 31. október og var markmiðið var að kalla fram sjónarmið Grindvíkinga og annarra hagaðila um þessa lykilþætti í uppbyggingu og framtíðarsýn bæjarins. Endurreisn Grindavíkur er langtímaferli sem byggir á þátttöku íbúa, bæjarfélagsins, ríkisvalds og sérfræðinga. Þrátt fyrir áframhaldandi jarðhræringar er tímabært að horfa fram á við og móta sameiginlega sýn um framtíð bæjarins. Ég fagna því að íbúar hafi fengið að segja sína skoðun og geri ráð fyrir að horft verði til þeirra sjónarmiða sem þar komu fram þegar næstu skref verða ákveðin. Í umræðuskjalinu eru meðal annars ræddar leiðir til að tryggja lýðræðislegt umboð bæjarins í sveitarstjórnarkosningunum 2026 og hvernig kosningaréttur Grindvíkinga verði best útfærður. Jafnframt er leitað eftir viðhorfum til samvinnu ríkis og sveitarfélags í endurreisnarferlinu, sem og aðkomu alþjóðlegra aðila að ráðgjöf og stuðningi. Til grundvallar umræðunni voru lagðar fram fjórar spurningar eins og áður var nefnt sem snéru að kosningarétti, samstarfi ríkis og sveitarfélags og mögulega aðkomu alþjóðlegra stofnana að endurreisninni. Alls bárust 34 umsagnir, bæði frá einstaklingum og samtökum eins og Samtökum atvinnulífsins og Járngerði. Flestar leggja þær áherslu á að bæjarstjórn eigi að vera í forystu og að þeir sem höfðu lögheimili í Grindavík við rýmingu eigi að geta valið hvar þeir kjósa. Almennt séð finnst umsagnaraðilum jákvætt að fá alþjóðlega ráðgjöf, en þó er lögð áhersla á að stjórn og ábyrgð á endurreisninni skuli vera í höndum íslenskra stjórnvalda og heimamanna. Rýnum betur í umsagnirnar. 1. Hvernig tryggja má að rödd Grindvíkinga heyrist og hafi vægi? Langflestir umsagnaraðilar leggja áherslu á að bæjarstjórnin sé í forystu en jafnframt kalla margir eftir víðtæku samráði við hagaðila. Ríkjandi skoðun er sú að bæjarstjórn Grindavíkur eigi að vera í fararbroddi ákvarðanatöku og helsti tengiliður við ríkisstjórn. Þetta er talin besta leiðin til að tryggja að rödd Grindvíkinga heyrist. Mikilvægt er að tryggja virkt samráð við alla hagaðila, svo sem samtök atvinnurekenda, íbúasamtök (t.d. Járngerði) og félagasamtök. Fulltrúar þeirra þurfa að eiga fastan sess við borðið. Samtök atvinnulífsins (SA) leggja áherslu á að rödd atvinnulífsins verði að hafa raunverulegt vægi. Sumir leggja til að stofnuð verði íbúaráðgjafarnefnd eða að starfandi verði nefnd svipuð Grindavíkurnefndinni, en með fulltrúum Grindvíkinga til að tryggja að sjónarmiðin séu tekin inn með bindandi hætti. Ríki og sveitarfélag þurfa að hlusta á og taka mark á heimafólki. Einnig er nefnt að gögn og upplýsingar verði kynntar á mannamáli til að íbúar geti skilið samhengið. 2. Hvernig útfæra á kosningarétt Grindvíkinga? Yfirgnæfandi meirihluti er sammála um að kjósendur verði miðaðir við lögheimili við rýmingu (10. nóvember 2023), oftast með valrétti. 10. nóvember 2023 er lykildagsetning. Mikill meirihluti telur réttast að þeir sem voru skráðir með lögheimili þann dag fái að velja hvort þeir nýti atkvæðisrétt sinn í Grindavík eða í nýju búsetusveitarfélagi.Helstu rök fyrir þessari leið eru að hún tryggi áhrif þeirra sem hafa hug á að snúa aftur til Grindavíkur, en urðu að flytja lögheimili sitt tímabundið vegna aðstæðna, t.d. vegna skólaþjónustu barna. Með því að veita þeim val sem áttu lögheimili við rýmingu er tryggt að fjölbreyttari hópur taka þátt í kosningunum og niðurstaðan endurspegli betur framtíðarsamfélag Grindavíkur. 3. Skilvirk samvinna milli sveitarfélags og ríkis? Áherslurnar dreifast á skýra verkaskiptingu/áætlanir og brýna lausn fasteignamála svo íbúar komi aftur (tengt Þórkötlu). Samvinnan verður að byggja á trausti, virðingu og stöðugu samtali. Komið verði á skýrri verkaskiptingu og samhæfingarkerfi eða áætlun um endurreisn. Sumir telja að “samhæfingarstöð endurreisnar” eigi að vera á bæjarskrifstofu Grindavíkur, í höndum bæjarstjórnar. Brýnasta úrlausnarefnið varðandi endurreisnina er endurkoma íbúa. Fasteignafélagið Þórkatla og ríkisstjórnin verða að eiga samtal við bæjarstjórn og íbúa um endurkaup fasteigna og tryggja fyrirsjáanleika. Einnig er lagt til að setja upp nefnd (t.d. Grindavíkurnefnd) sem væri sett undir forsætisráðuneytið og hefði skýrt umboð til að tryggja bæjarstjórn skjóta afgreiðslu mála. 4. Aðkoma Alþjóðabankans eða annarra alþjóðlegra aðila? Afstaðan er eindregið jákvæð gagnvart ráðgjöf, en með sterkum fyrirvara um beina stjórnun og ákvörðunarvald. Nánast allir umsagnaraðilar telja það jákvætt að fá Alþjóðabankann eða aðra alþjóðlega aðila að borðinu til að veita ráðgjöf. Þetta er rökstutt með vísan til þess að slíkir aðilar hafa mikla reynslu og þekkingu af endurreisn samfélaga eftir náttúruhamfarir. Ávinningurinn gæti falist í hraðari uppbyggingu, faglegri greiningu og auknu trausti.Það er þó lykilatriði að erlendir aðilar starfi sem ráðgjafar og samstarfsaðilar, en fari ekki með stjórn eða ákvörðunarvaldið. Stjórnin verður að vera í höndum Grindvíkinga og íslenskra stjórnvalda. Væntingar eru þær að ráðgjöfin styðji við, en ráði ekki ferðinni, og að hún sé aðlöguð íslenskum aðstæðum. Einn aðili bendir á að hætta sé á að aðstoð Alþjóðabankans komi með skilyrðum eða auki skuldsetningu. Niðurstaða umsagnanna er sú að rödd Grindvíkinga á að heyrast best með forystu bæjarstjórnar og virku samráði við hagaðila. Nánast einróma vilji er fyrir því að heimila öllum sem voru lögheimilisskráðir 10. nóvember 2023 að kjósa í Grindavík ef þeir kjósa svo. Skilvirk samvinna krefst trausts, skýrrar stjórnunar og að lausn fasteignamála (endurkoma íbúa í gegnum Þórkötlu) sé í forgangi. Aðkoma Alþjóðabankans er vel þegin, en eingöngu sem ráðgjafi. Lykillinn að framtíðinni felst í því að tryggja endurkomu samfélagsins (að leysa fasteignamál) og að þeir sem eiga rætur í bænum ráði þeirri framtíð með atkvæði sínu. Höfundur er Grindvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Grindavíkurnefnd óskaði á dögunum eftir sjónarmiðum Grindvíkinga sem snéru að sérstöku umræðuskjali nefndarinnar um eftirfarandi þætti: Hvernig tryggja megi að rödd Grindvíkinga hafi raunverulegt vægi. Útfærslu á kosningarétti í sveitarstjórnarkosningunum 2026. Hvernig best megi koma á skilvirkri samvinnu ríkis og sveitarfélags. Hvort leita eigi ráðgjafar hjá Alþjóðabankanum eða öðrum alþjóðlegum aðilum. Opið var fyrir umsagnir í samráðsgátt www.island.is til 31. október og var markmiðið var að kalla fram sjónarmið Grindvíkinga og annarra hagaðila um þessa lykilþætti í uppbyggingu og framtíðarsýn bæjarins. Endurreisn Grindavíkur er langtímaferli sem byggir á þátttöku íbúa, bæjarfélagsins, ríkisvalds og sérfræðinga. Þrátt fyrir áframhaldandi jarðhræringar er tímabært að horfa fram á við og móta sameiginlega sýn um framtíð bæjarins. Ég fagna því að íbúar hafi fengið að segja sína skoðun og geri ráð fyrir að horft verði til þeirra sjónarmiða sem þar komu fram þegar næstu skref verða ákveðin. Í umræðuskjalinu eru meðal annars ræddar leiðir til að tryggja lýðræðislegt umboð bæjarins í sveitarstjórnarkosningunum 2026 og hvernig kosningaréttur Grindvíkinga verði best útfærður. Jafnframt er leitað eftir viðhorfum til samvinnu ríkis og sveitarfélags í endurreisnarferlinu, sem og aðkomu alþjóðlegra aðila að ráðgjöf og stuðningi. Til grundvallar umræðunni voru lagðar fram fjórar spurningar eins og áður var nefnt sem snéru að kosningarétti, samstarfi ríkis og sveitarfélags og mögulega aðkomu alþjóðlegra stofnana að endurreisninni. Alls bárust 34 umsagnir, bæði frá einstaklingum og samtökum eins og Samtökum atvinnulífsins og Járngerði. Flestar leggja þær áherslu á að bæjarstjórn eigi að vera í forystu og að þeir sem höfðu lögheimili í Grindavík við rýmingu eigi að geta valið hvar þeir kjósa. Almennt séð finnst umsagnaraðilum jákvætt að fá alþjóðlega ráðgjöf, en þó er lögð áhersla á að stjórn og ábyrgð á endurreisninni skuli vera í höndum íslenskra stjórnvalda og heimamanna. Rýnum betur í umsagnirnar. 1. Hvernig tryggja má að rödd Grindvíkinga heyrist og hafi vægi? Langflestir umsagnaraðilar leggja áherslu á að bæjarstjórnin sé í forystu en jafnframt kalla margir eftir víðtæku samráði við hagaðila. Ríkjandi skoðun er sú að bæjarstjórn Grindavíkur eigi að vera í fararbroddi ákvarðanatöku og helsti tengiliður við ríkisstjórn. Þetta er talin besta leiðin til að tryggja að rödd Grindvíkinga heyrist. Mikilvægt er að tryggja virkt samráð við alla hagaðila, svo sem samtök atvinnurekenda, íbúasamtök (t.d. Járngerði) og félagasamtök. Fulltrúar þeirra þurfa að eiga fastan sess við borðið. Samtök atvinnulífsins (SA) leggja áherslu á að rödd atvinnulífsins verði að hafa raunverulegt vægi. Sumir leggja til að stofnuð verði íbúaráðgjafarnefnd eða að starfandi verði nefnd svipuð Grindavíkurnefndinni, en með fulltrúum Grindvíkinga til að tryggja að sjónarmiðin séu tekin inn með bindandi hætti. Ríki og sveitarfélag þurfa að hlusta á og taka mark á heimafólki. Einnig er nefnt að gögn og upplýsingar verði kynntar á mannamáli til að íbúar geti skilið samhengið. 2. Hvernig útfæra á kosningarétt Grindvíkinga? Yfirgnæfandi meirihluti er sammála um að kjósendur verði miðaðir við lögheimili við rýmingu (10. nóvember 2023), oftast með valrétti. 10. nóvember 2023 er lykildagsetning. Mikill meirihluti telur réttast að þeir sem voru skráðir með lögheimili þann dag fái að velja hvort þeir nýti atkvæðisrétt sinn í Grindavík eða í nýju búsetusveitarfélagi.Helstu rök fyrir þessari leið eru að hún tryggi áhrif þeirra sem hafa hug á að snúa aftur til Grindavíkur, en urðu að flytja lögheimili sitt tímabundið vegna aðstæðna, t.d. vegna skólaþjónustu barna. Með því að veita þeim val sem áttu lögheimili við rýmingu er tryggt að fjölbreyttari hópur taka þátt í kosningunum og niðurstaðan endurspegli betur framtíðarsamfélag Grindavíkur. 3. Skilvirk samvinna milli sveitarfélags og ríkis? Áherslurnar dreifast á skýra verkaskiptingu/áætlanir og brýna lausn fasteignamála svo íbúar komi aftur (tengt Þórkötlu). Samvinnan verður að byggja á trausti, virðingu og stöðugu samtali. Komið verði á skýrri verkaskiptingu og samhæfingarkerfi eða áætlun um endurreisn. Sumir telja að “samhæfingarstöð endurreisnar” eigi að vera á bæjarskrifstofu Grindavíkur, í höndum bæjarstjórnar. Brýnasta úrlausnarefnið varðandi endurreisnina er endurkoma íbúa. Fasteignafélagið Þórkatla og ríkisstjórnin verða að eiga samtal við bæjarstjórn og íbúa um endurkaup fasteigna og tryggja fyrirsjáanleika. Einnig er lagt til að setja upp nefnd (t.d. Grindavíkurnefnd) sem væri sett undir forsætisráðuneytið og hefði skýrt umboð til að tryggja bæjarstjórn skjóta afgreiðslu mála. 4. Aðkoma Alþjóðabankans eða annarra alþjóðlegra aðila? Afstaðan er eindregið jákvæð gagnvart ráðgjöf, en með sterkum fyrirvara um beina stjórnun og ákvörðunarvald. Nánast allir umsagnaraðilar telja það jákvætt að fá Alþjóðabankann eða aðra alþjóðlega aðila að borðinu til að veita ráðgjöf. Þetta er rökstutt með vísan til þess að slíkir aðilar hafa mikla reynslu og þekkingu af endurreisn samfélaga eftir náttúruhamfarir. Ávinningurinn gæti falist í hraðari uppbyggingu, faglegri greiningu og auknu trausti.Það er þó lykilatriði að erlendir aðilar starfi sem ráðgjafar og samstarfsaðilar, en fari ekki með stjórn eða ákvörðunarvaldið. Stjórnin verður að vera í höndum Grindvíkinga og íslenskra stjórnvalda. Væntingar eru þær að ráðgjöfin styðji við, en ráði ekki ferðinni, og að hún sé aðlöguð íslenskum aðstæðum. Einn aðili bendir á að hætta sé á að aðstoð Alþjóðabankans komi með skilyrðum eða auki skuldsetningu. Niðurstaða umsagnanna er sú að rödd Grindvíkinga á að heyrast best með forystu bæjarstjórnar og virku samráði við hagaðila. Nánast einróma vilji er fyrir því að heimila öllum sem voru lögheimilisskráðir 10. nóvember 2023 að kjósa í Grindavík ef þeir kjósa svo. Skilvirk samvinna krefst trausts, skýrrar stjórnunar og að lausn fasteignamála (endurkoma íbúa í gegnum Þórkötlu) sé í forgangi. Aðkoma Alþjóðabankans er vel þegin, en eingöngu sem ráðgjafi. Lykillinn að framtíðinni felst í því að tryggja endurkomu samfélagsins (að leysa fasteignamál) og að þeir sem eiga rætur í bænum ráði þeirri framtíð með atkvæði sínu. Höfundur er Grindvíkingur.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun