Skoðun

Frjósemisvitund ungs fólks

Sigríður Auðunsdóttir skrifar

Veist þú að fyrir einn af hverjum sex tekur það meira en eitt ár að verða barnshafandi? Oft þarf fleiri en eina meðferð eða tvær meðferðir áður en fólk nær loks að vera barnshafandi. Sumir fá því miður aldrei ósk sína um að verða foreldri uppfyllta.

Þegar þú varst ung(ur) eða ef þú er ung(ur), hefuru þá hugsað um frjósemi? Flest ungt fólk er nefnilega alls ekki að hugsa út slíkt. Það er að njóta lífsins og barneignir eru einfaldlega ekki á planinu næstu árin. Margir vita jafnvel ekki hvaða þættir geta haft áhrif á frjósemi eða valdið frjósemisvanda.

Bráðabirgða niðurstöður úr Fertility Europe FActs! könnun sem gerð var meðal ungmenna í Evrópu sýnir þá niðurstöðu að aðeins 12% ungmenna vita að frjósemi fer minnkandi með aldrinum. Þetta eru sláandi niðurstöður og því skiptir öllu máli að ungt fólk fái þá fræðslu að 1 af hverjum 6 glímir við ófrjósemi. Því miður bendir allt til þessa að sú tala sé hækkandi. Í einhverjum tilfellum væri hægt að draga úr frjósemisvand með betri fræðslu og vitund.

Í júlí árið 2023 gaf Fertility Europe út leik nýjan fræðaluleik fyrir ungt fólk á aldrinum 15- 18 ára, sem hefur verið þýddur yfir á 18 tungumál. Leikurinn miðar að því að efla þekkingu ungmenna á eigin frjósemi, meðal annars með því að sýna hvernig daglegar venjur og lífsstíll geta haft áhrif á hana.

Frjósemi er almennt að minnka í heiminum. Í rannsókn sem birtist í læknatímaritinu Lancet kemur fram sú spá að árið 2050 verð frjósemi kvenna í 155 löndum af 204 í heiminum ekki nægileg til að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma.

Árið 2024 var frjósemi á íslandi 1,56 og hefur hún ekki verið lægri frá því mælingar hófust á 19. öld. Til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma er talað um að frjósemi þurfi að vera 2,1 þannig að við erum langt undir því marki. Jafnframt hefur meðalaldur mæðra hafi hækkað síðustu áratugi og var 29,1 ár í fyrra.

Því er gríðarlega mikilvægt að fræða ungt fólk á Íslandi jafnt sem annars staðar í Evrópu. Tilvera, samtök um ófrjósemi hefur látið þýða leikinn yfir á íslensku svo hægt sé að miðla fræðslu og auka vitund meðal ungmenna. Hægt að spila leikinn hér: https://myfacts.eu/.

Við vonumst til að fræðsluleikurinn verði notaður sem víðast til að skapa meiri þekkingu og vitund um frjósemi meðal ungs fólks.

Höfundur er gjaldkeri Tilveru, samtaka um ófrjósemi.




Skoðun

Skoðun

3003

Elliði Vignisson skrifar

Sjá meira


×