Varð sá hávaxnasti í sögunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2025 17:15 Olivier Rioux er unglingalandsliðsmaður Kanada en hefur þurft að bíða eftir tækifæri sínu með Florida-háskólanum. Getty/Milad Payami/ Kanadíski táningurinn Olivier Rioux varð í nótt hávaxnasti háskólakörfuboltamaður allra tíma þegar hann kom inn á völlinn í leik með Florida-skólanum. Hinn nítján ára gamli Rioux er nýnemi í skólanum en hann er 236 sentimetra hár. Hann kom inn á í 104-64 sigri Florida Gators á North Florida í nótt. Rioux, sem er frá Montreal í Kanada, kom inn á þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Hann sló þar með met 231 sentimetra hárra leikmanna, þeirra Kenny George frá UNC Asheville og Mike Lanier frá Hardin-Simmons/UCLA. 7'9'' freshman Olivier Rioux is the tallest player in college basketball history 😳 pic.twitter.com/9qPR16u4xX— SportsCenter (@SportsCenter) November 7, 2025 „Þetta var frábær tilfinning. Stuðningurinn frá öllum var ótrúlegur, bæði á bekknum og frá áhorfendum. Allir studdu mig og ég er mjög þakklátur,“ sagði Rioux eftir leikinn Þegar lið hans var með 24 stiga forystu í hálfleik sagði Todd Golden, þjálfari Florida, við leikmenn sína að hann vildi setja nokkra af þeim yngri inn á, þar á meðal Rioux. Það var ekki bara staðan í hálfleik sem var hvatning til að setja hann inn á. „Fólk var að hrópa á mig í hálfleik um að láta hann spila,“ sagði Golden í gríni eftir leikinn. „Ég sagði, heyrið mig, það mun gerast, tíminn mun koma. Ég get verið þrjóskur. Ég tek ekki vel við fyrirmælum, þannig að þegar þau eru að hrópa á mig að gera það, ja, kannski bíð ég aðeins lengur.“ Eftir því sem forysta Gators jókst vissi Golden að tíminn væri kominn. „Hann hefur lagt mikið á sig og honum til hróss hefur hann haldið góðu viðhorfi án þess að fá mikla umbun í formi spilatíma og tækifæra. Hann fór inn í þetta ár vitandi að svo yrði staðan,“ sagði Golden Rioux var þegar orðinn methafi fyrir fimmtudaginn, en hann var opinberlega útnefndur hávaxnasti táningur heims af Heimsmetabók Guinness. Á æviágripasíðu sinni segir hann: „Við erum enn ekki hundrað prósent viss um af hverju ég er svona hár – eftir rannsókn gátu læknar aðeins útskýrt það með erfðum fjölskyldu minnar. Faðir minn er 203 cm, móðir mín er 188 cm og eldri bróðir minn er 206 cm. Þannig að við erum frekar hávaxin fjölskylda.“ View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports) Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Sjá meira
Hinn nítján ára gamli Rioux er nýnemi í skólanum en hann er 236 sentimetra hár. Hann kom inn á í 104-64 sigri Florida Gators á North Florida í nótt. Rioux, sem er frá Montreal í Kanada, kom inn á þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Hann sló þar með met 231 sentimetra hárra leikmanna, þeirra Kenny George frá UNC Asheville og Mike Lanier frá Hardin-Simmons/UCLA. 7'9'' freshman Olivier Rioux is the tallest player in college basketball history 😳 pic.twitter.com/9qPR16u4xX— SportsCenter (@SportsCenter) November 7, 2025 „Þetta var frábær tilfinning. Stuðningurinn frá öllum var ótrúlegur, bæði á bekknum og frá áhorfendum. Allir studdu mig og ég er mjög þakklátur,“ sagði Rioux eftir leikinn Þegar lið hans var með 24 stiga forystu í hálfleik sagði Todd Golden, þjálfari Florida, við leikmenn sína að hann vildi setja nokkra af þeim yngri inn á, þar á meðal Rioux. Það var ekki bara staðan í hálfleik sem var hvatning til að setja hann inn á. „Fólk var að hrópa á mig í hálfleik um að láta hann spila,“ sagði Golden í gríni eftir leikinn. „Ég sagði, heyrið mig, það mun gerast, tíminn mun koma. Ég get verið þrjóskur. Ég tek ekki vel við fyrirmælum, þannig að þegar þau eru að hrópa á mig að gera það, ja, kannski bíð ég aðeins lengur.“ Eftir því sem forysta Gators jókst vissi Golden að tíminn væri kominn. „Hann hefur lagt mikið á sig og honum til hróss hefur hann haldið góðu viðhorfi án þess að fá mikla umbun í formi spilatíma og tækifæra. Hann fór inn í þetta ár vitandi að svo yrði staðan,“ sagði Golden Rioux var þegar orðinn methafi fyrir fimmtudaginn, en hann var opinberlega útnefndur hávaxnasti táningur heims af Heimsmetabók Guinness. Á æviágripasíðu sinni segir hann: „Við erum enn ekki hundrað prósent viss um af hverju ég er svona hár – eftir rannsókn gátu læknar aðeins útskýrt það með erfðum fjölskyldu minnar. Faðir minn er 203 cm, móðir mín er 188 cm og eldri bróðir minn er 206 cm. Þannig að við erum frekar hávaxin fjölskylda.“ View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports)
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Sjá meira