Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. nóvember 2025 10:01 Nik Chamberlain hefur eytt sumrum á Íslandi frá 2007 og átt hér fasta búsetu frá 2015. Hann sér eftir því að hafa ekki beitt sér betur í íslenskunáminu. Vísir/Bjarni Nik Chamberlain, fráfarandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara kvenna Breiðabliks, á tvo leiki eftir í starfi. Hann heldur senn til Svíþjóðar þar sem hann tekur við Íslendingaliði Kristianstad. Nik hætti með Þrótt til að taka við í Kópavogi og segist hafa vonast til að Blikastarfið gæti verkað sem stökkpallur út í heim. Sem varð niðurstaðan eftir tvö sigursæl ár þar sem Breiðablik varð Íslandsmeistari bæði árin og bikarmeistari í ár. „Já, klárlega. Það var hluti ástæðunnar fyrir því að ég kom hingað. Við vissum öll að þetta yrðu tvö til fjögur ár áður en ég tæki skrefið út. Ég sá fyrir mér þrjú ár svo ég gæti gengið frá íslenska vegabréfinu,“ segir Nik Chamberlain í Sportpakkanum á Sýn. Erfitt var að segja nei þegar Íslendingalið Kristianstad kallaði en Elísabet Gunnarsdóttir þjálfaði liðið um árabil og þar eru á mála þrjár landsliðskonur. „En tækifærið gafst og þá þarf að sjá hvort það gangi. Þetta var eitt slíkt. Þetta er gott skref fyrir mig og rétta félagið. Það er gott að hafa Íslandstenginguna. Þetta er félag sem er þekkt fyrir að veita ungum leikmönnum tækifæri og þróa þá sem og þjálfara,“ „Þetta verður fróðlegt og mikil áskorun, en ég hlakka mjög til,“ segir Nik. Þakklátur fyrir land og þjóð Nik kom fyrst hingað til lands árið 2007 en hefur búið hér í rúman áratug. Hann segist eiga Íslandi mikið að þakka og kveður með söknuði. „Þetta eru tíu ár með fasta búsetu. Ég eyddi fyrsta sumrinu hérna 2007 svo þetta hefur verið langur tími, þó það hafi bara verið sumrin til að byrja með. Þetta hefur verið frábært, ég hef búið víðsvegar um landið. Ég bjó til dæmis á Seyðisfirði og svo í Reykjavík svo ég held ég hafi upplifað Ísland sem heild,“ segir Nik og bætir við: Nik bjó lengi vel á Austurlandi þar sem hann lék lengst af með liði Fjarðabyggðar.Vísir/Bjarni „Landið hefur reynst mér gríðarlega vel til að þroskast sem manneskja og þróa mig sem þjálfara. Ég hefði aldrei fengið svona tækifæri í Bretlandi eða Bandaríkjunum hefði ég verið þar. Ég er mjög þakklátur fyrir það.“ Íslenskan setið á hakanum Hann segir Íslandi leiðandi þegar kemur að íþróttum kvenna. „Ástríðan fyrir íþróttum er aðalsmerki í íslenskri menningu. Í kvennahlutanum finnst mér Ísland vera leiðandi í Evrópu hvað varðar tækifæri fyrir ungar stúlkur og konur til að spila fótbolta á háu stigi. Ég er þakklátur fyrir þessi tíu ár á Íslandi. Ég mun hins vegar alls ekki sakna snjóstormanna og mun núna njóta fullkomins sumars,“ En nú hefur Nik verið hér samfleytt í áratug og eytt sumrum hér meira og minna í átján ár. Hvernig má vera að hann tali ekki íslensku? „Þú talar ensku! En ég viðurkenni að þetta er eini hluturinn sem ég mun sjá eftir og er vonsvikinn með er að læra ekki betur íslenskuna og geta átt fleiri samtöl. Ég tala hana mest fullur niður í bæ,“ segir Nik léttur. Líst vel á að Jeffs taki við Nik hefur þá trú á landa hans Ian Jeffs sem tekur við af honum í brúnni í Kópavogi. „Hann mun standa sig hræðilega,“ segir Nik léttur. „Nei, nei. Hann er góður vinur og við höfum þekkst í nokkur ár í gegnum bransann á Íslandi. Svo var hann með karlaliðið hjá Þrótti meðan ég var með kvennaliðið.“ „Þetta er gott tækifæri fyrir hann að taka skrefið til svona klúbbs og halda áfram starfinu sem við höfum sinnt hér undanfarin ár,“ segir Nik. Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan. Að neðan má sjá viðtalið við Nik í heild. Klippa: Viðtal við Nik Chamberlain Breiðablik Sænski boltinn Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Nik hætti með Þrótt til að taka við í Kópavogi og segist hafa vonast til að Blikastarfið gæti verkað sem stökkpallur út í heim. Sem varð niðurstaðan eftir tvö sigursæl ár þar sem Breiðablik varð Íslandsmeistari bæði árin og bikarmeistari í ár. „Já, klárlega. Það var hluti ástæðunnar fyrir því að ég kom hingað. Við vissum öll að þetta yrðu tvö til fjögur ár áður en ég tæki skrefið út. Ég sá fyrir mér þrjú ár svo ég gæti gengið frá íslenska vegabréfinu,“ segir Nik Chamberlain í Sportpakkanum á Sýn. Erfitt var að segja nei þegar Íslendingalið Kristianstad kallaði en Elísabet Gunnarsdóttir þjálfaði liðið um árabil og þar eru á mála þrjár landsliðskonur. „En tækifærið gafst og þá þarf að sjá hvort það gangi. Þetta var eitt slíkt. Þetta er gott skref fyrir mig og rétta félagið. Það er gott að hafa Íslandstenginguna. Þetta er félag sem er þekkt fyrir að veita ungum leikmönnum tækifæri og þróa þá sem og þjálfara,“ „Þetta verður fróðlegt og mikil áskorun, en ég hlakka mjög til,“ segir Nik. Þakklátur fyrir land og þjóð Nik kom fyrst hingað til lands árið 2007 en hefur búið hér í rúman áratug. Hann segist eiga Íslandi mikið að þakka og kveður með söknuði. „Þetta eru tíu ár með fasta búsetu. Ég eyddi fyrsta sumrinu hérna 2007 svo þetta hefur verið langur tími, þó það hafi bara verið sumrin til að byrja með. Þetta hefur verið frábært, ég hef búið víðsvegar um landið. Ég bjó til dæmis á Seyðisfirði og svo í Reykjavík svo ég held ég hafi upplifað Ísland sem heild,“ segir Nik og bætir við: Nik bjó lengi vel á Austurlandi þar sem hann lék lengst af með liði Fjarðabyggðar.Vísir/Bjarni „Landið hefur reynst mér gríðarlega vel til að þroskast sem manneskja og þróa mig sem þjálfara. Ég hefði aldrei fengið svona tækifæri í Bretlandi eða Bandaríkjunum hefði ég verið þar. Ég er mjög þakklátur fyrir það.“ Íslenskan setið á hakanum Hann segir Íslandi leiðandi þegar kemur að íþróttum kvenna. „Ástríðan fyrir íþróttum er aðalsmerki í íslenskri menningu. Í kvennahlutanum finnst mér Ísland vera leiðandi í Evrópu hvað varðar tækifæri fyrir ungar stúlkur og konur til að spila fótbolta á háu stigi. Ég er þakklátur fyrir þessi tíu ár á Íslandi. Ég mun hins vegar alls ekki sakna snjóstormanna og mun núna njóta fullkomins sumars,“ En nú hefur Nik verið hér samfleytt í áratug og eytt sumrum hér meira og minna í átján ár. Hvernig má vera að hann tali ekki íslensku? „Þú talar ensku! En ég viðurkenni að þetta er eini hluturinn sem ég mun sjá eftir og er vonsvikinn með er að læra ekki betur íslenskuna og geta átt fleiri samtöl. Ég tala hana mest fullur niður í bæ,“ segir Nik léttur. Líst vel á að Jeffs taki við Nik hefur þá trú á landa hans Ian Jeffs sem tekur við af honum í brúnni í Kópavogi. „Hann mun standa sig hræðilega,“ segir Nik léttur. „Nei, nei. Hann er góður vinur og við höfum þekkst í nokkur ár í gegnum bransann á Íslandi. Svo var hann með karlaliðið hjá Þrótti meðan ég var með kvennaliðið.“ „Þetta er gott tækifæri fyrir hann að taka skrefið til svona klúbbs og halda áfram starfinu sem við höfum sinnt hér undanfarin ár,“ segir Nik. Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan. Að neðan má sjá viðtalið við Nik í heild. Klippa: Viðtal við Nik Chamberlain
Breiðablik Sænski boltinn Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira