Fótbolti

Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt

Sindri Sverrisson skrifar
Dómari leiksins breytti gula spjaldinu á Kristian í rautt eftir að hafa skoðað brot hans betur á myndbandi.
Dómari leiksins breytti gula spjaldinu á Kristian í rautt eftir að hafa skoðað brot hans betur á myndbandi. Getty/Vincent Jannink

Kristian Hlynsson var svo sannarlega í sviðsljósinu í uppbótartíma leiks Twente og Telstar í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Kristian, sem tryggði Íslandi jafnteflið dýrmæta gegn Frakklandi í síðasta mánuði, lék allan leikinn í kvöld.

Ekkert mark var skorað en rauða spjaldið fór tvisvar á loft í uppbótartímanum. Fyrst eftir að Mohamed Hamdaoui gaf Kristiani olnbogaskot og svo örfáum mínútum síðar þegar Kristian fékk sjálfur rauða spjaldið.

Kristian Hlynsson í leiknum við Telstar í kvöld.Getty/Vincent Jannink

Dómari leiksins ætlaði upphaflega að gefa Kristian gult spjald en eftir skoðun á myndbandi breytti hann því í rautt spjald.

Twente er nú með sextán stig í 7. sæti deildarinnar en Telstar er í þriðja neðsta sæti, því sextánda, með níu stig.

Næstu leikir Kristians eru landsleikirnir mikilvægu í lokaumferðum undankeppni HM, þegar Ísland mætir Aserbaísjan næsta fimmtudag og svo Úkraínu þremur dögum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×