Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. nóvember 2025 13:34 Ólöf Ásta Farestveit forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir að reynt sé að hlusta á allar áhyggjur og ábendingar sem komi inn vegna starfsemi meðferðarheimila. Vísir/Arnar Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir alltaf hægt að gera betur í starfsemi meðferðarheimila, eftir að starfsmenn og skjólstæðingar á meðferðarheimilinu Bjargey lýstu brestum á starfinu. Hún segir meðferðar heimilið nýtt og því eðlilegt að enn sé verið að móta starfið. Fyrrverandi starfsmenn Bjargeyjar stigu nafnlaust fram í kvöldfréttum Sýnar í fyrradag og lýstu reiðuleysi í starfseminni, öryggisbrestum og faglegu vanhæfi. Heimilið opnaði árið 2022 og er fyrir stelpur og stálp á milli 13 og átján ára, með flókinn vanda. „Við erum á meðferðarheimilunum alltaf endalaust að breyta og bæta okkar verklag. Í dag eru um þrjátíu verklagslýsingar inni á öllum meðferðarheimilunum inni í svokallaðri meðferðarhandbók. Það er það sem við höfum verið að reyna að gera er að bregðast við þegar ábendingar koma,“ segir Ólöf Ásta Farestveit, fostjóri Barna- og fjölskyldustofu sem rekur meðferðarheimilið. Bæði taki þau við ábendingum frá eftirlitsstofnunum en einnig frá starfsmönnum í gegnum mánaðarlegar nafnlausar kannanir. Þá sé reynt að bregðast við öllum ábendingum skjólstæðinga og foreldra. Meðal ábendinga fyrrverandi starfsmanna er að fíkniefni hafi verið látin óátalin, lyfjagjöf hafi brugðist og innra eftirlit hafi verið lítið sem ekkert. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála hóf frumkvæðisathugun á starfinu vorið 2024 og verða lagðar til miklar umbætur. „Við getum aldrei haft verklagsreglur um alla mannlega hegðun. Við erum að vinna með unglinga á mjög viðkvæmu stað og það verður að vera sveigjanleiki í meðferð til að mæta þeirra þörfum hverju sinni.“ Verði að vera sveigjanleg Hún nefnir að sumum starfsmönnum hafi til að mynda þótt erfitt að aðrir starfsmenn leyfðu börnunum að vaka lengur, þvert á verklagsreglur, til að klára bíómyndir og þannig hafi ekki verið samræmi milli vakta. „Við erum að reyna að skapa heimili fyrir börn og þegar við erum með framhaldsmeðferð erum við alltaf að reyna að einblína á að þeim líði sem allra best ásamt því að vera að vinna með líðan þeirra, tilfinningar og hjálpa þeim í þessari atferlismótun daglegs lífs,“ segir Ólöf. Starfsemi meðferðarheimila verði að vera sveigjanleg og alltaf sé hægt að gera betur. „Við getum alltaf gert betur og það er það sem við erum alltaf að reyna. Þess vegna höfum við þessa nafnlausu könnun sem starfsmenn geta sent inn, til að tryggja öryggi þeirra að þau séu ekki dæmd út frá því sem þau segja,“ segir Ólöf. „Og ég myndi segja að við séum alltaf að endurskoða. Þannig er það með meðferðarheimili að við verðum alltaf að vera sveigjanleg.“ Meðferðarheimili Barnavernd Vistheimili Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Fyrrverandi starfsmenn Bjargeyjar stigu nafnlaust fram í kvöldfréttum Sýnar í fyrradag og lýstu reiðuleysi í starfseminni, öryggisbrestum og faglegu vanhæfi. Heimilið opnaði árið 2022 og er fyrir stelpur og stálp á milli 13 og átján ára, með flókinn vanda. „Við erum á meðferðarheimilunum alltaf endalaust að breyta og bæta okkar verklag. Í dag eru um þrjátíu verklagslýsingar inni á öllum meðferðarheimilunum inni í svokallaðri meðferðarhandbók. Það er það sem við höfum verið að reyna að gera er að bregðast við þegar ábendingar koma,“ segir Ólöf Ásta Farestveit, fostjóri Barna- og fjölskyldustofu sem rekur meðferðarheimilið. Bæði taki þau við ábendingum frá eftirlitsstofnunum en einnig frá starfsmönnum í gegnum mánaðarlegar nafnlausar kannanir. Þá sé reynt að bregðast við öllum ábendingum skjólstæðinga og foreldra. Meðal ábendinga fyrrverandi starfsmanna er að fíkniefni hafi verið látin óátalin, lyfjagjöf hafi brugðist og innra eftirlit hafi verið lítið sem ekkert. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála hóf frumkvæðisathugun á starfinu vorið 2024 og verða lagðar til miklar umbætur. „Við getum aldrei haft verklagsreglur um alla mannlega hegðun. Við erum að vinna með unglinga á mjög viðkvæmu stað og það verður að vera sveigjanleiki í meðferð til að mæta þeirra þörfum hverju sinni.“ Verði að vera sveigjanleg Hún nefnir að sumum starfsmönnum hafi til að mynda þótt erfitt að aðrir starfsmenn leyfðu börnunum að vaka lengur, þvert á verklagsreglur, til að klára bíómyndir og þannig hafi ekki verið samræmi milli vakta. „Við erum að reyna að skapa heimili fyrir börn og þegar við erum með framhaldsmeðferð erum við alltaf að reyna að einblína á að þeim líði sem allra best ásamt því að vera að vinna með líðan þeirra, tilfinningar og hjálpa þeim í þessari atferlismótun daglegs lífs,“ segir Ólöf. Starfsemi meðferðarheimila verði að vera sveigjanleg og alltaf sé hægt að gera betur. „Við getum alltaf gert betur og það er það sem við erum alltaf að reyna. Þess vegna höfum við þessa nafnlausu könnun sem starfsmenn geta sent inn, til að tryggja öryggi þeirra að þau séu ekki dæmd út frá því sem þau segja,“ segir Ólöf. „Og ég myndi segja að við séum alltaf að endurskoða. Þannig er það með meðferðarheimili að við verðum alltaf að vera sveigjanleg.“
Meðferðarheimili Barnavernd Vistheimili Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira