Innlent

„Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir á­hrifum

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Um hvaða muni ræddi var ekki tekið fram né heldur hvernig gramsinu var háttað.
Um hvaða muni ræddi var ekki tekið fram né heldur hvernig gramsinu var háttað. Vísir/Ívar Fannar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann eftir að henni hafði borist tilkynning um mann „að gramsa í munum“ fyrir utan ótilgreinda stofnun í Reykjavík. Maðurinn ók á brott á bíl sem reyndist svo stolinn. Ekki nóg með það heldur hafði hann líka ekið stolna bílnum undir áhrifum.

Þetta er á meðal verkefna Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þennan sunnudaginn. Miðsvæðis í borginni hafði lögreglan ennig upp á manni sem seldi landa úr skottinu á bíl sínum. Landinn var haldlagður.

Lögreglu barst einnig tilkynning um rúmdýnu sem lá á miðri Reykjanesbrautinni. Vegagerðin og lögregla komu á vettvang og fjarlægðu dýnuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×