Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 10. nóvember 2025 08:32 Fjórir af hverjum tíu félögum Eflingar stéttarfélags búa við skort eða verulegan skort á efnislegum og félagslegum gæðum, samkvæmt mælikvarða Hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er nánast tvöfalt hærra hlutfall en hjá öðru launafólki. Tæplega fjórir af hverjum tíu foreldrum í Eflingu geta ekki haldið afmælisveislur fyrir börnin sín eða gefið þeim jólagjafir. Þriðjungur getur ekki gefið börnum sínum jafn næringarríkan mat og þau þarfnast eða veitt þeim nauðsynlegan klæðnað. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins frá því í sumar, þar sem afhjúpuð er kerfisbundin fátækt meðal þúsunda á íslenskum vinnumarkaði. Niðurstaðan hlýtur að vera áfall fyrir íslensk stjórnvöld enda er það pólitískt val þegar til verður fátæktrargildra. Í könnun sem Afstaða gerði á síðasta ári meðal fanga kom í ljós að tæpur helmingur svarenda sem greitt höfðu í lífeyrissjóð greiddu í Eflingu stéttarfélag. Þær niðurstöður gáfu til kynna nauðsyn þess að stjórnvöld skoðuðu félagsfræðilega þætti fangelsunar gaumgæfilega með tilliti til þeirra úrræða sem bjóðast þeim sem hafa greitt skuld sína gagnvart samfélaginu. Mér vitanlega hefur ekkert var gert með þær niðurstöður. Börnin send svöng i skólann Börn sem alast upp í fátækt og eru send svöng í skólann eru líklegri til að misstíga sig síðar á lífsleiðinni og jafnvel lenda í fangelsi. Við erum að tala um börn foreldra, sem er vinnandi fólk en getur ekki greitt reikninga á eindaga og hefur ekki efni á staðgóðri máltíð annan hvern dag. Eflingarfólk er að stórum hluta innflytjendur. Þetta er fólk sem sinnir eldhússtörfum, aðstoð við aldraða, afgreiðslu, byggingarvinnu og matvælaframleiðslu. Við verðlaunum þetta fólk með því að gera því ómögulegt að lifa mannsæmandi lífi. Við sendum börn þeirra svöng í skólann. Þetta eru börn sem geta ekki farið í afmælisboð hjá bekkjarfélögum sínum vegna fjárskorts. Börn sem missa af tómstundum vegna þess að foreldrar þeirra vinna í fullu starfi en hafa ekki efni á lífsins nauðsynjum. Heilsa þessa fólks er einnig áhyggjuefni. Fjórðungur Eflingarfólks finnur nánast alla daga fyrir þreytu og orkuleysi og 42% búa við slæma andlega heilsu. Fjórðungur getur ekki greitt fyrir nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Þetta fólk sefur ekki fyrir áhyggjum um reikninga, getur ekki slakað á eða stundað tómstundir og býr við stöðuga óvissu um það hvernig á að ná endum saman. Nú er tími aðgerð Afstaða-réttindafélag kallar eftir því að íslensk stjórnvöld fari gaumgæfilega yfir niðurstöður umræddrar rannsóknar og koma með tillögur að úrbótum. Það þarf að koma á lágmarkslaunum sem tryggja framfærslu og heilbrigðisþjónusta og geðheilbrigðisþjónusta verður að vera að fullu gjaldfrjáls fyrir þá sem eru í fjárhagsvanda. Börnin verður jafnframt að setja í algjöran forgang. Engin börn eiga að búa við efnislegan skort vegna lágra tekna foreldra sinna. Fátækt í auðugu landi er ekki náttúrulögmál. Hún er afleiðing pólitískra ákvarðana. Ákvarðana sem við getum breytt og tryggt að allir vinnandi einstaklingar njóti mannsæmandi lífskjara. Þetta snýst um réttlæti. Þetta snýst um virðingu. Þetta snýst um grundvallarspurninguna: Hvernig samfélag viljum við vera? Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fjórir af hverjum tíu félögum Eflingar stéttarfélags búa við skort eða verulegan skort á efnislegum og félagslegum gæðum, samkvæmt mælikvarða Hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er nánast tvöfalt hærra hlutfall en hjá öðru launafólki. Tæplega fjórir af hverjum tíu foreldrum í Eflingu geta ekki haldið afmælisveislur fyrir börnin sín eða gefið þeim jólagjafir. Þriðjungur getur ekki gefið börnum sínum jafn næringarríkan mat og þau þarfnast eða veitt þeim nauðsynlegan klæðnað. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins frá því í sumar, þar sem afhjúpuð er kerfisbundin fátækt meðal þúsunda á íslenskum vinnumarkaði. Niðurstaðan hlýtur að vera áfall fyrir íslensk stjórnvöld enda er það pólitískt val þegar til verður fátæktrargildra. Í könnun sem Afstaða gerði á síðasta ári meðal fanga kom í ljós að tæpur helmingur svarenda sem greitt höfðu í lífeyrissjóð greiddu í Eflingu stéttarfélag. Þær niðurstöður gáfu til kynna nauðsyn þess að stjórnvöld skoðuðu félagsfræðilega þætti fangelsunar gaumgæfilega með tilliti til þeirra úrræða sem bjóðast þeim sem hafa greitt skuld sína gagnvart samfélaginu. Mér vitanlega hefur ekkert var gert með þær niðurstöður. Börnin send svöng i skólann Börn sem alast upp í fátækt og eru send svöng í skólann eru líklegri til að misstíga sig síðar á lífsleiðinni og jafnvel lenda í fangelsi. Við erum að tala um börn foreldra, sem er vinnandi fólk en getur ekki greitt reikninga á eindaga og hefur ekki efni á staðgóðri máltíð annan hvern dag. Eflingarfólk er að stórum hluta innflytjendur. Þetta er fólk sem sinnir eldhússtörfum, aðstoð við aldraða, afgreiðslu, byggingarvinnu og matvælaframleiðslu. Við verðlaunum þetta fólk með því að gera því ómögulegt að lifa mannsæmandi lífi. Við sendum börn þeirra svöng í skólann. Þetta eru börn sem geta ekki farið í afmælisboð hjá bekkjarfélögum sínum vegna fjárskorts. Börn sem missa af tómstundum vegna þess að foreldrar þeirra vinna í fullu starfi en hafa ekki efni á lífsins nauðsynjum. Heilsa þessa fólks er einnig áhyggjuefni. Fjórðungur Eflingarfólks finnur nánast alla daga fyrir þreytu og orkuleysi og 42% búa við slæma andlega heilsu. Fjórðungur getur ekki greitt fyrir nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Þetta fólk sefur ekki fyrir áhyggjum um reikninga, getur ekki slakað á eða stundað tómstundir og býr við stöðuga óvissu um það hvernig á að ná endum saman. Nú er tími aðgerð Afstaða-réttindafélag kallar eftir því að íslensk stjórnvöld fari gaumgæfilega yfir niðurstöður umræddrar rannsóknar og koma með tillögur að úrbótum. Það þarf að koma á lágmarkslaunum sem tryggja framfærslu og heilbrigðisþjónusta og geðheilbrigðisþjónusta verður að vera að fullu gjaldfrjáls fyrir þá sem eru í fjárhagsvanda. Börnin verður jafnframt að setja í algjöran forgang. Engin börn eiga að búa við efnislegan skort vegna lágra tekna foreldra sinna. Fátækt í auðugu landi er ekki náttúrulögmál. Hún er afleiðing pólitískra ákvarðana. Ákvarðana sem við getum breytt og tryggt að allir vinnandi einstaklingar njóti mannsæmandi lífskjara. Þetta snýst um réttlæti. Þetta snýst um virðingu. Þetta snýst um grundvallarspurninguna: Hvernig samfélag viljum við vera? Höfundur er formaður Afstöðu.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar