Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar 10. nóvember 2025 09:31 Það er svo oft rætt um hvað börnin eigi að læra í leikskólanum. En hvað með okkur sem vinnum þar, spyrjum við okkur sjálf nægilega oft: Af hverju er ég hérna? Hvaða gildi vil ég miðla til barnanna? Mér finnst margir í leikskólastarfi vera óvissir um þessi svör og ég hef sjálf fundið þörf fyrir að staldra við og hugsa: hvað vil ég standa fyrir? Fyrir mér byrjar allt á gleðinni. Leikskólinn á að vera staður þar sem börnin hlæja, þar sem við eigum augnablik sem skipta máli og þar sem húmorinn brýtur upp hversdaginn. Ef gleðin er til staðar þá skapast andrúmsloft sem kallar fram áhuga og sköpun. En gleði getur ekki staðið ein og sér, hún þarf að hvíla á trausti og öryggi. Það er þar sem umhyggjan kemur inn. Ég vil að börnin, foreldrar og samstarfsfólk finni að þau séu í öruggu umhverfi, þar sem er hlustað, tekið utan um og staðið saman. Umhyggja er ekki bara hlý orð, hún er verknaður sem býr til tengsl. Að lokum er virðingin. Hún er ekki eitthvað sem við krefjumst, heldur eitthvað sem við byggjum upp í daglegum samskiptum. Virðing fyrir börnunum og fjölskyldum þeirra, fyrir samstarfsfólki og fyrir sjálfum okkur. Þegar við berum virðingu birtist hún í augnsambandi, í því að hlusta af einlægni, í því að meta hvert framlag sem mikilvægt. Þessi þrjú gildi – gleði, umhyggja og virðing – eru ekki bara orð á blaði. Þau eru stefna mín í starfi. Þau eru leiðarljós sem ég vil að allir í leikskólanum finni, bæði börnin og við sem vinnum með þeim. En mín gildi eru ekki eina leiðin. Það sem skiptir máli er að hver og einn gefi sér tíma til að íhuga sín eigin. Fyrir einhvern gæti frumkvæði verið í forgrunni, fyrir annan sjálfstæði eða útsjónarsemi. Það er ekkert minna virði en gleði, umhyggja eða virðing því það sem skiptir máli er að við vitum hvað við stöndum fyrir. Með því að kynnast okkar eigin gildum og leyfa þeim að leiða starfið, verður það bæði meðvitaðra og markvissara. Það var í þessum hugleiðingum sem hugmyndin kviknaði: að mynda eins konar lærdómssamfélag í leikskólanum mínum. Ég vildi skapa vettvang þar sem við tökum okkur tíma til að kafa inn á við, ræða gildin okkar og deila hugmyndum um hvað við teljum mikilvægast í starfinu. Ég lagði hugmyndina fram á stjórnendafundi og fékk góðar viðtökur. Nú á döfinni er stefnan að halda örnámskeið fyrir samstarfsfólkið, þar sem við íhugum þessa spurningu saman: Hvaða gildi vil ég kenna? Hugmyndin fékk fljótt byr undir báða vængi og nú erum við með plan um mánaðarleg örnámskeið þar sem starfsfólk fær tækifæri til að miðla vitneskju sinni og áhuga til annarra. Þannig byggjum við upp lærdómssamfélag sem er lifandi, fjölbreytt og styrkjandi fyrir okkur öll. Ég trúi því að þegar við gefum okkur tíma til að staldra við og spyrja: Af hverju vinn ég hér? Hvað vil ég leggja af mörkum? þá styrkjum við ekki bara okkur sjálf heldur líka leikskólastarfið í heild. Leikskólinn á að vera staður þar sem börnin upplifa gildi eins og virðingu, umhyggju og gleði eða hvaða gildi sem við sem starfsfólk höfum í hávegum. Það gerist aðeins þegar við stöldrum við, finnum okkar eigin gildi, látum þau skína og deilum þeim með öðrum. Höfundur er háskólamenntaður deildarstjóri á leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Það er svo oft rætt um hvað börnin eigi að læra í leikskólanum. En hvað með okkur sem vinnum þar, spyrjum við okkur sjálf nægilega oft: Af hverju er ég hérna? Hvaða gildi vil ég miðla til barnanna? Mér finnst margir í leikskólastarfi vera óvissir um þessi svör og ég hef sjálf fundið þörf fyrir að staldra við og hugsa: hvað vil ég standa fyrir? Fyrir mér byrjar allt á gleðinni. Leikskólinn á að vera staður þar sem börnin hlæja, þar sem við eigum augnablik sem skipta máli og þar sem húmorinn brýtur upp hversdaginn. Ef gleðin er til staðar þá skapast andrúmsloft sem kallar fram áhuga og sköpun. En gleði getur ekki staðið ein og sér, hún þarf að hvíla á trausti og öryggi. Það er þar sem umhyggjan kemur inn. Ég vil að börnin, foreldrar og samstarfsfólk finni að þau séu í öruggu umhverfi, þar sem er hlustað, tekið utan um og staðið saman. Umhyggja er ekki bara hlý orð, hún er verknaður sem býr til tengsl. Að lokum er virðingin. Hún er ekki eitthvað sem við krefjumst, heldur eitthvað sem við byggjum upp í daglegum samskiptum. Virðing fyrir börnunum og fjölskyldum þeirra, fyrir samstarfsfólki og fyrir sjálfum okkur. Þegar við berum virðingu birtist hún í augnsambandi, í því að hlusta af einlægni, í því að meta hvert framlag sem mikilvægt. Þessi þrjú gildi – gleði, umhyggja og virðing – eru ekki bara orð á blaði. Þau eru stefna mín í starfi. Þau eru leiðarljós sem ég vil að allir í leikskólanum finni, bæði börnin og við sem vinnum með þeim. En mín gildi eru ekki eina leiðin. Það sem skiptir máli er að hver og einn gefi sér tíma til að íhuga sín eigin. Fyrir einhvern gæti frumkvæði verið í forgrunni, fyrir annan sjálfstæði eða útsjónarsemi. Það er ekkert minna virði en gleði, umhyggja eða virðing því það sem skiptir máli er að við vitum hvað við stöndum fyrir. Með því að kynnast okkar eigin gildum og leyfa þeim að leiða starfið, verður það bæði meðvitaðra og markvissara. Það var í þessum hugleiðingum sem hugmyndin kviknaði: að mynda eins konar lærdómssamfélag í leikskólanum mínum. Ég vildi skapa vettvang þar sem við tökum okkur tíma til að kafa inn á við, ræða gildin okkar og deila hugmyndum um hvað við teljum mikilvægast í starfinu. Ég lagði hugmyndina fram á stjórnendafundi og fékk góðar viðtökur. Nú á döfinni er stefnan að halda örnámskeið fyrir samstarfsfólkið, þar sem við íhugum þessa spurningu saman: Hvaða gildi vil ég kenna? Hugmyndin fékk fljótt byr undir báða vængi og nú erum við með plan um mánaðarleg örnámskeið þar sem starfsfólk fær tækifæri til að miðla vitneskju sinni og áhuga til annarra. Þannig byggjum við upp lærdómssamfélag sem er lifandi, fjölbreytt og styrkjandi fyrir okkur öll. Ég trúi því að þegar við gefum okkur tíma til að staldra við og spyrja: Af hverju vinn ég hér? Hvað vil ég leggja af mörkum? þá styrkjum við ekki bara okkur sjálf heldur líka leikskólastarfið í heild. Leikskólinn á að vera staður þar sem börnin upplifa gildi eins og virðingu, umhyggju og gleði eða hvaða gildi sem við sem starfsfólk höfum í hávegum. Það gerist aðeins þegar við stöldrum við, finnum okkar eigin gildi, látum þau skína og deilum þeim með öðrum. Höfundur er háskólamenntaður deildarstjóri á leikskóla.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun