Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar 10. nóvember 2025 17:32 Nú um áramótin 2025-2026 fagnar Batahús 5 ára afmæli. Batahús er stofnað af Bata góðgerðarfélagi í samvinnu við Félags- og húsnæðismálaráðuneytið. Tilgangurinn er margþættur m.a. að bæta félagsleg kjör fólks að lokinni afplánun og að fækka endurkomum í fangelsi gegnum endurhæfingu og félagslegri virkni. Það velur sér enginn það hlutskipti að fara í fangelsi þó vissulega beri fólk ábyrgð á eigin gjörðum og þurfi að axla hana áður en breytingar geta átt sér stað. Forsaga flestra sem hljóta refsidómar eru félagslegir erfiðleikar í æsku og eru orsakir þeirra fjölþættar. Vistun og meðferðarstarf barna Nú undanfarið hefur meðferðarstarf barna og unglinga verið í brennidepli og finnst mörgum að við sem samfélag séum að bregðast krökkum sem þurfa íhlutun vegna fíkni- og hegðunarvanda. Það er vel skiljanlegt að foreldrar og þeir sem starfa við þennan málaflokk séu búnir að fá nóg af seinagangi við að koma á fót úrræðum fyrir krakka sem hafa orðið undir félagslega og oft flosnað uppúr námi afþví þau þurftu nálgun sem var ekki í boði í skólanum. Margir þessara krakka eiga erfitt fjölskyldulíf eða bara fá ekki það sem þau þurfa til að eignast innihaldsrík tengsl og tilgang í sínu lífi. Það er kannski best að árétta að hér er ekki verið að útdeila sök til forráðamanna barna enda eru flestir að gera sitt besta með þeim spilum sem lífið hefur gefið þeim á hönd. Skóli án aðgreiningar Þá heyrast raddir kennara sem eru þreyttir og vonsviknir vegna þess að á þá er ekki hlustað hvað það varðar að finna lausnir á vanda nemenda sem eru ofbeldisfullir gagnvart kennurum, passa illa inn í almenna bekki, eru truflandi fyrir námsárangur annarra nemenda og fá litla útrás fyrir sína hæfileika í skóla án aðgreiningar. Áhyggjur umboðsmanns barna Á vef mbl 24.10.2025 er að finna grein um áhyggjur umboðsmanns barna af þróun mála og beiðni um að forsætisráðuneytið skoði vísbendingar um háa dánartíðni ungmenna sem lenda í vistunar og meðferðarúrræðum. Það þarf í sjálfu sér ekki að skoða þetta enda er það augljóst og vel þekkt. Aðgerða er þörf og það fljótt því börn eru að deyja á meðan skoðun fer fram. Aðeins eru nokkrir mánuðir frá því að börn með alvarlegan vanda voru geymd í fangaklefum í Hafnarfirði vegna brunans á Stuðlum. Það er gott að umboðsmaður barna kalli er eftir skoðun á þessum málum og þau séu sett í það samhengi að aðgerðarleysi er ekki bara banvænt fyrir þessi börn heldur gríðarlega kostnaðarsamt fyrir samfélagið. Skortur á menntun íbúa Batahúss Snemma beygist krókurinn segir einn málsháttur og því er einmitt svo farið að um 90% þeirra sem koma í Batahús karla hafa ekki lokið grunnskólaprófi eða hafa bara lokið grunnskólaprófi. Þetta er engin tilviljun og það eru vísbendingar um þetta úr fleiri áttum. Krakkar sem flosna upp úr skóla, ná ekki að tilheyra og verða undir félagslega snemma á ævinni eru miklu líklegri til að leita sér huggunar í neyslu vímugjafa eða í annari skaðlegri hegðun og lenda inn á stofnunum eins og Stuðlum. Þaðan liggur leiðin svo oft í fangelsi. Langveiku börnin Fyrir nokkrum árum skrifaði Pétur Blöndal grein í kvennablaðið sem bar yfirskriftina „langveiku börnin í fangelsunum“ þessi grein vísar til þess að fólk sem lendir ítrekað inni í fangelsum vegna neyslutengdra afbrota voru á einhverjum tímapunkti þessi börn og unglingar sem mörgum finnst við vera að bregðast. Þörf er á meiri eftirfylgni og stuðningi fyrir krakka sem lenda í vistunarúrræðum. Þegar þau verða 18 ára lenda þeir í öðru kerfi og eiga á hættu að falla milli skips og bryggju hvað varðar þjónustu. Það er ekki verið að halda því fram að allt sé vonlaust og illa gert í vistunarúrræðum fyrir börn síður en svo en betur má ef duga skal. Það er óraunhæft að ætla að hægt sé að bjarga öllum frá lífi þjáningar og ótímabærum dauðsföllum en við verðum að reyna okkar besta. Áfallasaga og fíknivandi Allir sem koma í Batahús glíma við fíknivanda og áfallasögu. Dæmigerð saga einstakling sem fær inni í Batahúsi er mörkuð ofbeldi í æsku, alkóhólisma forráðamanna, áföllum, vanrækslu, misnotkunar og lítillar menntunar. Þá eru ADHD, OCD, PTSD og ýmsar geðrænar og líkamlegar áskoranir miklu algengari í þessum hópi en gengur og gerist í þjóðfélaginu sem þýðir að þetta er hópur sem þarf mikla þjónustu og utanumhald. Langflestir sem til okkar koma skora hátt á ACE listanum en hann er mælikvarði á lífslíkur einstaklinga með áfállasögu í æsku (Adverse Childhood Experience). Þeim mun hærra skor á ACE þeim mun meiri líkur á að falla frá fyrir aldur fram. Ávinningurinn af starfi Batahúss Batahús er ekki bara til ábata þeim einstaklingum sem þangað leita og fjölskyldum þeirra heldur hagnast samfélagið allt. Það utanumhald og stuðningur sem íbúarnir fá í Batahúsi hefur reynst frjósamur jarðvegur jákvæðra breytinga. Árangurinn sem við höfum náð með okkar íbúum byggist á virðingu og jafningjanálgun. Við skiljum að allir þrá tilgang í sínu líf og að breytingar taka tíma, vinnu og stuðning. Bati góðgerðarfélag sem rekur Batahúsin hefur látið vinna skýrslu til að skína ljósi á þennan markverða árangur sem náðst hefur með okkar íbúum og til að reikna út þjóðhagslegan ávinning þess að hjálpa fólki sem lendir inni í refsivörslukerfinu í stað þess að gera ekkert og horfa á fólk fara síendurtekið í fangelsi sjálfum án þess að bjóða upp á valkost og endurhæfingu eins og Batahús. Skýrslan Útreikningarnir í skýrslunni eru gerðir af Arnari Haraldssyni hagfræðingi. Varfærnustu tölurnar gera ráð fyrir að hver króna sem lögð er í Batahús skili a.m.k. 2.3 -3.8 kr aftur til samfélagsins í beinum sparnaði á ári. Þetta þætti flestum góður fjárfestingarkostur. Ástæðan fyrir því að okkur finnst mikilvægt að reikna út ábatann er ekki sú að við teljum það höfuðtilganginn með starfseminni að skila fjárhagslegum ávinningi heldur að mannúð og velvild séu í forgrunni okkar samfélags og allir eigi skilið tækifæri og stuðning til að verða hluti af og tilheyra samfélagi og fjölskyldu á nýjan leik hafi þeir vilja til þess. Á næstu vikum verða niðurstöðurnar kynntar fyrir hagaðilum. Það er gaman að kynna jákvæðar niðurstöður af málaflokki sem fátt uppörvandi hefur birst um í fjölmiðlum undanfarið. Vefslóð á skýrsluna Þörfin fyrir Batahús Árlega hafa um 50 manns sótt dvöl í Batahúsi en í ár stefnir í að umsóknirnar verði a.m.k. 70 sem skýrist að nokkru af aukinni þörf fyrir stuðningsúrræði af þessu tagi og að nokkru af því að það spyrst fljótt út í litlu samfélagi ef eitthvað gefur góða raun. Til samanburðar má nefna að plássin í fangelsunum eru í kringum 180 og að fjöldi fólks af erlendum uppruna fer hækkandi með ári hverju en það eru oft einstaklingar sem er síðan brottvísað og sækja því ekki um í Batahúsi. Starfið í Batahúsi Batahús er ekki geymsla fyrir fólk sem hefur misstigið sig í lífinu eða á erfiða sögu heldur er raunverulega unnið með innra landslag íbúa okkar og aðstoðað með að komast í rútínu setja sér markmið og byrja daginn með hópnum, samtalsmeðferðir hjá áfalla og fíknifræðingum eða öðru fagfólki er í boði fyrir alla og er greitt fyrir þá meðferð af sjálfstæðum sjóði Sollusjóði. Þá er farið saman í ferðir upp á hálendið yfir sumartímann skíðaferð að vetri og ýmislegir menningartengdir viðburðir eins og leikhús. Stækkun Batahúss Fyrir um 3 árum var opnað Batahús fyrir 4 konur og nú um síðustu áramót var tekið í gagnið húsnæði fyrir 3 karla til viðbótar. Það eru því alls 14 rými í Batahúsunum eins og staðan er í dag. Það er von okkar að á árinu 2026 takist að fjölga rýmum í 18-22 enda er sá árangur sem náðst hefur með þeim sem leita í Batahúsin tilefni til að útvíkka starfsemina. Sjálfboðaliðastarf í fangelsunum með Bataakademíunni Þeim sem hafa dvalið í nokkra mánuði í Batahúsi býðst að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi í fangelsum landsins á vegum Bataakademíunnar sem er félagsskapur þeirra sem vilja láta gott af sér leiða með því að heimsækja fangelsin og bjóða upp á svett, öndun, hugleiðslu, yoga og 12 spora starf. Þetta hefur reynst mikilvægur vettvangur fyrir íbúana til öðlast tilgang og tilheyra. Þá er þetta tækifæri til að stofna til samtals við þá sem eru í fangelsi til að bjóða þeim að vera með í að byggja sig upp og halda tengslum eftir að þeir koma út. Þetta starf hefur aldrei verið öflugra en einmitt nú. Höfundur er forstöðumaður Batahúss karla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Fangelsismál Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Nú um áramótin 2025-2026 fagnar Batahús 5 ára afmæli. Batahús er stofnað af Bata góðgerðarfélagi í samvinnu við Félags- og húsnæðismálaráðuneytið. Tilgangurinn er margþættur m.a. að bæta félagsleg kjör fólks að lokinni afplánun og að fækka endurkomum í fangelsi gegnum endurhæfingu og félagslegri virkni. Það velur sér enginn það hlutskipti að fara í fangelsi þó vissulega beri fólk ábyrgð á eigin gjörðum og þurfi að axla hana áður en breytingar geta átt sér stað. Forsaga flestra sem hljóta refsidómar eru félagslegir erfiðleikar í æsku og eru orsakir þeirra fjölþættar. Vistun og meðferðarstarf barna Nú undanfarið hefur meðferðarstarf barna og unglinga verið í brennidepli og finnst mörgum að við sem samfélag séum að bregðast krökkum sem þurfa íhlutun vegna fíkni- og hegðunarvanda. Það er vel skiljanlegt að foreldrar og þeir sem starfa við þennan málaflokk séu búnir að fá nóg af seinagangi við að koma á fót úrræðum fyrir krakka sem hafa orðið undir félagslega og oft flosnað uppúr námi afþví þau þurftu nálgun sem var ekki í boði í skólanum. Margir þessara krakka eiga erfitt fjölskyldulíf eða bara fá ekki það sem þau þurfa til að eignast innihaldsrík tengsl og tilgang í sínu lífi. Það er kannski best að árétta að hér er ekki verið að útdeila sök til forráðamanna barna enda eru flestir að gera sitt besta með þeim spilum sem lífið hefur gefið þeim á hönd. Skóli án aðgreiningar Þá heyrast raddir kennara sem eru þreyttir og vonsviknir vegna þess að á þá er ekki hlustað hvað það varðar að finna lausnir á vanda nemenda sem eru ofbeldisfullir gagnvart kennurum, passa illa inn í almenna bekki, eru truflandi fyrir námsárangur annarra nemenda og fá litla útrás fyrir sína hæfileika í skóla án aðgreiningar. Áhyggjur umboðsmanns barna Á vef mbl 24.10.2025 er að finna grein um áhyggjur umboðsmanns barna af þróun mála og beiðni um að forsætisráðuneytið skoði vísbendingar um háa dánartíðni ungmenna sem lenda í vistunar og meðferðarúrræðum. Það þarf í sjálfu sér ekki að skoða þetta enda er það augljóst og vel þekkt. Aðgerða er þörf og það fljótt því börn eru að deyja á meðan skoðun fer fram. Aðeins eru nokkrir mánuðir frá því að börn með alvarlegan vanda voru geymd í fangaklefum í Hafnarfirði vegna brunans á Stuðlum. Það er gott að umboðsmaður barna kalli er eftir skoðun á þessum málum og þau séu sett í það samhengi að aðgerðarleysi er ekki bara banvænt fyrir þessi börn heldur gríðarlega kostnaðarsamt fyrir samfélagið. Skortur á menntun íbúa Batahúss Snemma beygist krókurinn segir einn málsháttur og því er einmitt svo farið að um 90% þeirra sem koma í Batahús karla hafa ekki lokið grunnskólaprófi eða hafa bara lokið grunnskólaprófi. Þetta er engin tilviljun og það eru vísbendingar um þetta úr fleiri áttum. Krakkar sem flosna upp úr skóla, ná ekki að tilheyra og verða undir félagslega snemma á ævinni eru miklu líklegri til að leita sér huggunar í neyslu vímugjafa eða í annari skaðlegri hegðun og lenda inn á stofnunum eins og Stuðlum. Þaðan liggur leiðin svo oft í fangelsi. Langveiku börnin Fyrir nokkrum árum skrifaði Pétur Blöndal grein í kvennablaðið sem bar yfirskriftina „langveiku börnin í fangelsunum“ þessi grein vísar til þess að fólk sem lendir ítrekað inni í fangelsum vegna neyslutengdra afbrota voru á einhverjum tímapunkti þessi börn og unglingar sem mörgum finnst við vera að bregðast. Þörf er á meiri eftirfylgni og stuðningi fyrir krakka sem lenda í vistunarúrræðum. Þegar þau verða 18 ára lenda þeir í öðru kerfi og eiga á hættu að falla milli skips og bryggju hvað varðar þjónustu. Það er ekki verið að halda því fram að allt sé vonlaust og illa gert í vistunarúrræðum fyrir börn síður en svo en betur má ef duga skal. Það er óraunhæft að ætla að hægt sé að bjarga öllum frá lífi þjáningar og ótímabærum dauðsföllum en við verðum að reyna okkar besta. Áfallasaga og fíknivandi Allir sem koma í Batahús glíma við fíknivanda og áfallasögu. Dæmigerð saga einstakling sem fær inni í Batahúsi er mörkuð ofbeldi í æsku, alkóhólisma forráðamanna, áföllum, vanrækslu, misnotkunar og lítillar menntunar. Þá eru ADHD, OCD, PTSD og ýmsar geðrænar og líkamlegar áskoranir miklu algengari í þessum hópi en gengur og gerist í þjóðfélaginu sem þýðir að þetta er hópur sem þarf mikla þjónustu og utanumhald. Langflestir sem til okkar koma skora hátt á ACE listanum en hann er mælikvarði á lífslíkur einstaklinga með áfállasögu í æsku (Adverse Childhood Experience). Þeim mun hærra skor á ACE þeim mun meiri líkur á að falla frá fyrir aldur fram. Ávinningurinn af starfi Batahúss Batahús er ekki bara til ábata þeim einstaklingum sem þangað leita og fjölskyldum þeirra heldur hagnast samfélagið allt. Það utanumhald og stuðningur sem íbúarnir fá í Batahúsi hefur reynst frjósamur jarðvegur jákvæðra breytinga. Árangurinn sem við höfum náð með okkar íbúum byggist á virðingu og jafningjanálgun. Við skiljum að allir þrá tilgang í sínu líf og að breytingar taka tíma, vinnu og stuðning. Bati góðgerðarfélag sem rekur Batahúsin hefur látið vinna skýrslu til að skína ljósi á þennan markverða árangur sem náðst hefur með okkar íbúum og til að reikna út þjóðhagslegan ávinning þess að hjálpa fólki sem lendir inni í refsivörslukerfinu í stað þess að gera ekkert og horfa á fólk fara síendurtekið í fangelsi sjálfum án þess að bjóða upp á valkost og endurhæfingu eins og Batahús. Skýrslan Útreikningarnir í skýrslunni eru gerðir af Arnari Haraldssyni hagfræðingi. Varfærnustu tölurnar gera ráð fyrir að hver króna sem lögð er í Batahús skili a.m.k. 2.3 -3.8 kr aftur til samfélagsins í beinum sparnaði á ári. Þetta þætti flestum góður fjárfestingarkostur. Ástæðan fyrir því að okkur finnst mikilvægt að reikna út ábatann er ekki sú að við teljum það höfuðtilganginn með starfseminni að skila fjárhagslegum ávinningi heldur að mannúð og velvild séu í forgrunni okkar samfélags og allir eigi skilið tækifæri og stuðning til að verða hluti af og tilheyra samfélagi og fjölskyldu á nýjan leik hafi þeir vilja til þess. Á næstu vikum verða niðurstöðurnar kynntar fyrir hagaðilum. Það er gaman að kynna jákvæðar niðurstöður af málaflokki sem fátt uppörvandi hefur birst um í fjölmiðlum undanfarið. Vefslóð á skýrsluna Þörfin fyrir Batahús Árlega hafa um 50 manns sótt dvöl í Batahúsi en í ár stefnir í að umsóknirnar verði a.m.k. 70 sem skýrist að nokkru af aukinni þörf fyrir stuðningsúrræði af þessu tagi og að nokkru af því að það spyrst fljótt út í litlu samfélagi ef eitthvað gefur góða raun. Til samanburðar má nefna að plássin í fangelsunum eru í kringum 180 og að fjöldi fólks af erlendum uppruna fer hækkandi með ári hverju en það eru oft einstaklingar sem er síðan brottvísað og sækja því ekki um í Batahúsi. Starfið í Batahúsi Batahús er ekki geymsla fyrir fólk sem hefur misstigið sig í lífinu eða á erfiða sögu heldur er raunverulega unnið með innra landslag íbúa okkar og aðstoðað með að komast í rútínu setja sér markmið og byrja daginn með hópnum, samtalsmeðferðir hjá áfalla og fíknifræðingum eða öðru fagfólki er í boði fyrir alla og er greitt fyrir þá meðferð af sjálfstæðum sjóði Sollusjóði. Þá er farið saman í ferðir upp á hálendið yfir sumartímann skíðaferð að vetri og ýmislegir menningartengdir viðburðir eins og leikhús. Stækkun Batahúss Fyrir um 3 árum var opnað Batahús fyrir 4 konur og nú um síðustu áramót var tekið í gagnið húsnæði fyrir 3 karla til viðbótar. Það eru því alls 14 rými í Batahúsunum eins og staðan er í dag. Það er von okkar að á árinu 2026 takist að fjölga rýmum í 18-22 enda er sá árangur sem náðst hefur með þeim sem leita í Batahúsin tilefni til að útvíkka starfsemina. Sjálfboðaliðastarf í fangelsunum með Bataakademíunni Þeim sem hafa dvalið í nokkra mánuði í Batahúsi býðst að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi í fangelsum landsins á vegum Bataakademíunnar sem er félagsskapur þeirra sem vilja láta gott af sér leiða með því að heimsækja fangelsin og bjóða upp á svett, öndun, hugleiðslu, yoga og 12 spora starf. Þetta hefur reynst mikilvægur vettvangur fyrir íbúana til öðlast tilgang og tilheyra. Þá er þetta tækifæri til að stofna til samtals við þá sem eru í fangelsi til að bjóða þeim að vera með í að byggja sig upp og halda tengslum eftir að þeir koma út. Þetta starf hefur aldrei verið öflugra en einmitt nú. Höfundur er forstöðumaður Batahúss karla.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun